Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 55 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða kút hrekk ég?

Ef sagt er um einhvern að hann hafi hrokkið í kút er átt við að honum hafi brugðið illilega, orðið mjög bilt við. Einnig er þekkt að skreppa í kút (samanber að skreppa saman) og að hrökkva í kuðung um hið sama. Orðasambandið að hrökkva í kuðung virðist heldur eldra en um það á Orðabók Háskólans dæmi frá því laust ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Tröllaskagi þessu nafni?

Skaginn mikli milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar gengur undir nafninu Tröllaskagi á seinni tímum en nafnið er ekki ýkja gamalt. Merkilegt er að bæði Tröllaskagi og Flateyjarskagi hafa ekki haft sérstök nöfn frá fornu fari. Nafn Flateyjarskaga er raunar ekki nema nokkurra áratuga gamalt en nafn Tröllaskaga talsvert ...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju má ekki gefa hnífa samkvæmt þjóðtrú?

Það er algeng hjátrú að hvorki megi gefa vinum sínum hníf né nokkurt annað eggvopn, það valdi ósamkomulagi, vinslitum eða því að menn meiði sig á hnífnum. Þess vegna verður að borga eitthvert smáræði fyrir hnífa, nálar og aðra oddhvassa hluti. Sérstaklega verða menn að gæta þess að gefa ekki slíkt í brúðargjafir. ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða áhrif hefur verðbólga í framtíðinni á þann sem kaupir fasteign á lánum?

Verðbólga hefur ýmiss konar áhrif á þá sem taka lán til húsnæðiskaupa. Langtímalán vegna húsnæðiskaupa eru undantekningalítið verðtryggð á Íslandi. Því hefur verðbólga bein áhrif á þann fjölda króna sem greiða þarf í afborganir og vexti af húsnæðislánum í mánuði hverjum. Húsnæðislán eru verðtryggð miðað við vísitö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er slangur gamalt fyrirbrigði?

Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað átt er við með orðinu slangur. Það nær yfir óformlegt orðfæri sem er frábrugðið viðurkenndu málsniði. Slanguryrðin eru oft tengd ákveðnum hópum í samfélaginu sem nota þau sem sitt sérstaka mál. Slangur einkennist af óvenjulegri orðmyndun, orðaleikjum og myndmáli og er fyrst ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvar geta Reykvíkingar skoðað stjörnuhimininn?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvar er best að skoða himininn í nágrenni við Reykjavík og hvar er hægt að fá stjörnukort til að hafa við hendina þegar himinninn er skoðaður?Á seinustu árum hefur stjörnuhiminninn yfir Reykjavík smám saman glatast vegna vaxandi ljósmengunar. Þess vegna bregða stjörnuáhugame...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sofa rottur á nóttinni eða yfir daginn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sofa rottur á næturnar eða daginn. Ég þarf að fylla í rottuholu utandyra og vill ekki eiga á hættu að loka rottuna inni undir húsinu. Það er misjafnt hvenær sólahringsins dýr eru virkust. Sum athafna sig helst á nóttunni (e. nocturnal), önnur á daginn (e. diurnal) og svo eru þ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?

Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tungl...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju gátu Bakkabræður ekki borið birtuna inn í húsið í húfunum sínum?

Bakkabræður virðast hafa lesið sér til í eðlisfræði og komist að því að ljósið hegði sér oft einsog agnir sem nefnast ljóseindir. Þeir hafa þess vegna ályktað að hægt væri að bera agnirnar inn í kolniðamyrkur og hleypa þeim þar út til að bregða birtu á bæinn. Ályktunarhæfni bræðranna hefur þó aðeins brugðist þ...

category-iconHeimspeki

Var Sókrates örugglega til, efast fræðimenn ekkert um það?

Já, Sókrates var nær örugglega til og almennt efast fræðimenn ekki um það. Sókrates fæddist í Aþenu 469 f.Kr. og lést þar árið 399 f.Kr. Hann samdi sjálfur engin rit og því getum við ekki lesið hans eigin orð en um hann er þó fjallað í samtímaheimildum, það er að segja í heimildum frá hans eigin tíma eftir samtíma...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er rétt og hvað er rangt í máli?

Rétt íslenskt mál er málnotkun sem samræmist (einhverri) íslenskri málvenju en rangt íslenskt mál samrýmist engri íslenskri málvenju. Rangt mál, til dæmis setningin "Páll eldaði fiskurinn", getur hvergi talist æskilegt en ekki er þar með sagt að rétt mál (í þessum skilningi) eigi sjálfkrafa rétt á sér við allar að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orðasambönd tengjast buxum?

Orðið buxur er þekkt í málinu frá því á 16. öld. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1576:Prestar skulu ei bera […] fellda understacka, stuttvijdar buxur. Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni (1989:96) er orðið fengið að láni úr miðlágþýsku buxe, boxe sem aftur er stytting á *buckhose. Buck í þýs...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Theodor W. Adorno og hvert var framlag hans til vísindanna?

Þýski heimspekingurinn, félagsfræðingurinn og menningarrýnirinn Theodor W. Adorno (1903-1969) er einn þeirra lykilhöfunda sem kenndir eru við Frankfurtar-skólann, en nafnið er tengt „Rannsóknarstofnun í félagsvísindum“ sem var stofnuð við Johann Wolfgang Goethe-háskólann í Frankfurt árið 1924. Meðlimir skólans fen...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0?

Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...

category-iconLögfræði

Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?

Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og í reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu nr. 668/2007 er ekki að finna skýrt ákvæði um að skylt sé að nota líkkistu við greftranir, eða að það sé ófrávíkjanlegt. Það segir þó ekki alla söguna um útfararsiði því til eru skýr ákvæði um ki...

Fleiri niðurstöður