Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1145 svör fundust
Hvernig á að bera í bætifláka?
Upphaflega spurningin hljómaði svona: Orðatiltækið að bera í bætifláka. Er það komið úr jarðrækt og er bætiflákinn til sem sjálfstæð eining eða er það fláki sem verður bætifláki þegar einhver tekur að sér að bæta helgidaga í reit sem einhver hefur borið illa á? Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er elsta heim...
Hvers konar veirur eru fagar?
Upprunalega spurningin var: Hvað eru gerilveirur og hver er virkni þeirra? Gerill er gamalt orð yfir bakteríu og gerilveira er því veira sem sýkir bakteríu. Slíkar veirur eru oftast kallaðar fagar (e. bacteriophages, phages). Fagar hafa verið þekktir lengi og sumir þeirra hafa reynst mikilvægir við rannsók...
Hvort á að segja 'bar beinin' eða 'beraði beinin' og hvers vegna?
Orðtakið bera beinin í merkingunni ‘deyja, ljúka lífi sínu’ er þekkt í fornu máli og hefur lifað allt fram á þennan dag. Af dæmum úr fornum textum er augljóst að um sterku sögnina bera er að ræða (bera – bar – bárum – borið). Í bókinni Íslenzkt orðtakasafn (1968:52) getur Halldór Halldórsson sér þess til að sö...
Hvernig fara menn að því að berja eitthvað augum?
Orðasambandið er að berja einhvern eða eitthvað augum. Það er til í fornu máli í dálítið annarri gerð. Hún er að berja augum í eitthvað í merkingunni 'hugleiða eitthvað, velta einhverju fyrir sér' og hefur þetta samband lifað fram á þennan dag. Þegar menn berja eitthvað eða einhvern augum, horfa þeir hvasst á ei...
Hvað mjólka kýr lengi eftir að þær bera?
Það er breytilegt hversu lengi kýr mjólka eftir burð. Meginreglan er þó sú að kýr mjólkar nokkuð kröftuglega í um það bil sex mánuði eftir burð síðan dregur jafnt og þétt úr nytinni. Þó eru dæmi eru um að nytin falli ekki að marki fyrr en eftir 9-12 mánuði og haldist jafnvel enn lengur, en slíkt er sjaldgæft. ...
Hafa samsætur frumefna sömu efna- og eðlisfræðilegu eiginleika?
Upprunalega spurningin var: Eru til samsætur sem eru þannig að efnið verður allt öðruvísi þegar það bætast við nokkrar nifteindir eða ef efnið missir nokkrar nifteindir? Hvert frumefni (e. element) samanstendur af einni gerð frumeinda (e. atoms), það er frumeindum með sama fjölda róteinda (e. protons) í kja...
Hvað þýðir máltækið "að bera í víurnar"?
Orðasambandið er að bera víurnar í einhvern eða eitthvað. Vía er egg maðkaflugunnar í fiski eða kjöti. Orðasambandið, sem þekkt er frá þessari öld, er þannig hugsað að einhver hafi ágirnd á einhverju, vilji leggja eitthvað undir sig eins og flugurnar gera þegar þær verpa í kjöt eða fisk....
Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki?
Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um geitunga, þeirra á meðal: Eru vespur og geitungar líklegar til þess að stinga mann á sumrin?Deyja geitungar þegar þeir stinga?Hvað verður um geitunga þegar þeir eru búnir að stinga mann? Hvers vegna ráðast geitungar á fólk?Er hættulegt að verða fyrir geitungastung...
Hvers vegna bera Svefneyjar á Breiðafirði þetta nafn?
Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld, sem var Svefneyingur, segir frá því í einu rita sinna að eyjarnar dragi nafn af því að Hallsteinn Þórólfsson á Hallsteinsnesi, sem nefndur er í Landnámabók (Íslensk fornrit I:164), hafi fundið þræla sína yfirbugaða af svefni og drepið þá fyrir sviksemi þeirra (samanber Gr...
Hvernig eru gen flutt milli lífvera, óháð skyldleika þeirra, samanber erfðabreytt matvæli?
Við flutning erfðaefnis milli tegunda notfæra menn sér oftast nær svonefndar genaferjur, en það eru annað hvort litlar hringlaga, tvíþátta DNA-sameindir sem nefnast plasmíð eða veirur sem hafa DNA fyrir erfðaefni. Plasmíð fyrirfinnast í flestum bakteríum og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þau eftirmyndast sjál...
Hvað hafði Platon að segja um viskuna og þekkinguna?
Í samræðunni Menon er rædd kenning sem er nátengd hugmyndum um ódauðleika og endurfæðingu sálarinnar, en það er upprifjunarkenningin svonefnda. Þeir Sókrates og Menon hafa verið að ræða um dygðina en Menon spyr Sókrates hvernig þeir geti búist við að leit þeirra að skilgreiningu muni bera árangur. Ef þeir þekkja e...
Hvað verður um það sem við sturtum niður í klósettið?
Allt það sem við sturtum niður í klósettið fer út í neðanjarðarlögn sem er hluti af fráveitukerfi samfélagsins. Notað vatn flyst síðan eftir neðanjarðarlögninni til næsta viðtaka, sem er yfirleitt sjór eða á. Meginhlutverk fráveitukerfis er að koma í veg fyrir að fólk komist í snertingu við sjúkdómsvaldandi örveru...
Hvað vitið þið um Tibetan Spaniel hundinn?
Hundar af ræktunarafbrigðinu Tibetan Spaniel eru á bilinu rúmlega 4 til 7,5 kíló að þyngd og um 25 cm á hæð yfir herðakambinn. Þeir eru ákaflega kviklyndir og gæddir sæmilegum gáfum. Eins og nafnið gefur til kynna þá voru þessir hundar fyrst ræktaðir í Tíbet í Mið-Asíu og má rekja uppruna þeirra 2 þúsund ár af...
Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian?
Enski líffræðingurinn Thomas H. Huxley (1825-1895) var föðurafi líffræðingsins Julians Huxley (1887-1975). Þeir eru báðir á vísindadagatali HÍ og Vísindavefsins fyrir árið 2011. Á myndinni af Julian sem birtist á vísindadagatalinu sést afi hans í bakgrunni á málverki. Á þessari síðu er hægt að skoða stórt eintak a...
Voru Daltonbræðurnir til?
Flestir aðdáendur Lukku-Lákabókanna kannast við Daltonbræður, bófana Ibba, Vibba, Kobba og Jobba, sem eru hver öðrum heimskari. Persónur þeirra eru að mestu uppspuni. Færri vita þó að aðrir fjórir Daltonbræður, sem sagðir eru frændur hinna fyrrnefndu, eru drepnir í einni af fyrstu Lukku-Lákasögunum. Þessir bræður ...