Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 104 svör fundust
Hvaða vífilengjur eru þetta?
Upprunalega spurningin var: Hvað þýðir orðið vífilengjur og hvaðan kemur það? Veit hvenær það er notað en hef áhuga á að vita hitt. Orðið vífilengjur (kvk.ft.) merkir ‘undanbrögð, fyrirsláttur’ og þekkist í málinu frá 16. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr biblíuþýðingu Guðbrands Þorlá...
Eru tengsl á milli sjávarfalla og vinds þannig að vind lægi þegar fellur út?
Menn telja víða um land að samband sé á milli vinda og sjávarfalla og þá þannig að vindur aukist með aðfallinu, en það lægi þegar falla tekur út. Líklegt er að einhver raunveruleg reynsla sé að baki þessara alþýðuvísinda og er ekki aðeins talað um þetta hér á landi heldur einnig í Noregi, á Bretlandseyjum og ef ti...
Hvaða arnartegund er stærst?
Stærstur allra arna er stellars-örninn (Haliaeetus pelagicus, e. Steller's sea-eagle) sem stundum hefur verið kallaður risaörninn. Stærstu kvenfuglarnir vega um 9 kg en karlarnir eru nokkuð minni eins og tíðkast meðal ránfugla, eða um 6 kg. Vænghaf fuglanna er á bilinu 220-250 cm. Stellars-ernir finnast aðe...
Við hvaða hitastig frýs Mývatn?
Öll stöðuvötn með ósöltu vatni frjósa í aðalatriðum við sama hita, 0°C (núll stig eða gráður á Selsíus), sem við köllum líka frostmark vatns. Hins vegar er fróðlegt að hugsa út í það sem gerist þegar stöðuvötn frjósa. Þeir sem þekkja Mývatn ekki sérstaklega geta þá hugsað til dæmis um Tjörnina í Reykjavík. Þeg...
Hvað heita stærstu eyjarnar á Miðjarðarhafi?
Miðjarðarhafið (e. Mediterranean Sea) er aflangt innhaf sem gengur austur úr Atlantshafi. Norðan við Miðjarðarhafið er Evrópa, austan við það er Asía og sunnan við hafið er Afríka. Nafnið Mediterranean er dregið af latneska orðinu mediterraneus sem mætti þýða sem 'milli landa'. Miðjarðarhafið er um 2.500.000 km2 a...
Hversu stór hluti jarðar er hulinn ís?
Heimildum ber nokkuð saman um það að nú á tímum nái jöklar yfir um 15 milljónir km2 af yfirborði jarðar sem er um það bil 3% af heildarflatarmáli jarðarinnar og um eða yfir 10% af flatarmáli þurrlendis jarðar. Suðurskautslandið með hafís umhverfis. Jökulskjöldur Suðurskautslandsins er langstærsta jökulbreiða ...
Af hverju voru sumir togarar fyrr á tíð nefndir sáputogarar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Árið 1947 voru tveir togarar keyptir til Patreksfjarðar, Gylfi og Vörður. Þeir hafa ávallt verið kallaðir „sáputogarar“. Hvaðan kemur sú nafngift? Það er einföld skýring á því af hverju nokkur fjöldi enska togara gekk undir heitinu sáputogarar: Þeir voru notaðir til að g...
Af hverju þurfum við vatn til að lifa?
Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og allar lífverur nýta sér sérstaka eiginleika vatnsins. Vatnið, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ræður að miklu leyti byggingu og líffræðilegurm eiginleikum prótína, kjarnsýra, fitusameinda og ýmissa annarra sameinda í lifandi frumu. Vatnið er þess ...
Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?
Það hefur töluvert verið deilt um það hver fyrsta kvikmynd heims var. Flestir eru þó sammála um hvaða hreyfimynd hafi verið sú fyrsta í heimi. Árið 1878 tók enskur ljósmyndari að nafninu Eadweard Muybridge raðir mynda af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum. Út kom 3 sekúndna hreyfimynd þar sem hesturinn sést hl...
Hvað er hjarta búrhvals þungt?
Búrhvalir (Physeter macrocephalus) vega á bilinu 20-50 tonn og eru 8-20 metrar á lengd. Svona stórar skepnur þurfa að hafa geysistórt og kröftugt hjarta til að dæla blóðinu um líkama dýrsins. Meðalþyngd búrhvalshjarta er um 125 kg eða svipað og lyftingamaður sem keppir í yfirþungavigt. Þetta er þó ekki mikið ...
Hvað er Þanghaf og hvar er það?
Þanghafið nefnist einnig Sargassóhaf. Það dregur nafn sitt af lausu sargassóþangi sem flýtur um hafið í miklum breiðum. Þanghafið er hluti af Atlantshafi. Það er fyrir vestan Asoreyjar og nálægt Bermúda-eyjum, á mótum Golfstraumsins og Norðurmiðbaugsstraumsins. Hér sést Þanghafið á korti. Það voru líklega po...
Hvað getið þið sagt mér um snigla?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég vil fá að vita sem flestar tölulegar staðreyndir um snigla. Tegundir? Fæða? Æxlun? Einkenni? Sniglar (Gastropoda) eru af fylkingu lindýra (Mollusca) en í þeirri fylkingu eru meðal annars samlokur og kolkrabbar, svo nefndir séu kunnustu hópar lindýra. Sniglar eru langstær...
Hvað er skollakoppur?
Skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis, e. green sea urchin) er annað af tveimur algengustu ígulkerjunum á íslensku grunnsævi. Hin tegundin er marígull (Echinus esculentus, e. common sea urchin). Ígulker eru af fylkingu skrápdýra (Echinodermata) eins og sæbjúgu (Holothuroidea), krossfiskar (Asteroidea) og...
Hvaða tungumál, fyrir utan hebresku, tala Ísraelsmenn?
Hebreska er móðurmál langflestra Gyðinga í Ísrael, en þeir eru um 77% landsmanna. Stærsti minnihlutahópurinn er múslimar (15%) sem tala arabísku. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan veg. Hebreska var töluð löngu fyrir Krist. Á myndinni sést brot úr rollu Isaiah (e. Isaiah scroll) sem er ein af rollunum se...
Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er það rétt að kólnandi sjór taki til sín CO2 og hlýnandi sjór skili honum frá sér, er það rétt eða rangt? Allar lofttegundir sem eru í andrúmsloftinu leysast upp í sjó að einhverju marki og almennt er leysni hverrar þeirra meiri við lágan sjávarhita en háan. Styrkur...