Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 520 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?

Niðursuða er ekki ýkja gömul aðferð til þess að geyma mat. Söltun, reyking og þurrkun á mat eru til að mynda miklu eldri aðferðir. Niðursuða á mat á rætur að rekja til Frakklands undir lok 18. aldar. Á þeim tíma, og í byrjun 19. aldar, áttu Frakkar í ófriði við ýmsa nágranna sína í Evrópu (Napóleonsstríðin). Erfit...

category-iconFélagsvísindi

Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?

Það er ekkert leyndarmál að íslensku peningaseðlarnir eru prentaðir hjá fyrirtæki í Englandi sem nefnist De La Rue. De La Rue er afar umsvifamikið fyrirtæki í peningaprentun og kemur að prentun peningaseðla í um 150 ríkjum. Fyrirtækið er nær tveggja alda gamalt og nefnt eftir stofnandanum, Thomas de la Rue. Íslens...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers konar letur notuðu Mayarnir og um hvað fjalla varðveittir textar þeirra?

Letur Mayanna var fræðimönnum lengstum algjör ráðgáta. Þúsundir leturflata á veggjum bygginga, á minningarsúlum (e. stele) og á þeim fáu bókum og bókarslitrum sem varðveist hafa, blöstu við mönnum án þess þeir greindu á þeim haus eða sporð. Fransiskusbiskupinn Diego de Landa (1524-1579) hóf fyrstur að rannsaka let...

category-iconHugvísindi

Hvenær var ballett fundinn upp?

Ballett er listdans sem á rætur að rekja til ítölsku endurreisnarinnar en þar var dansað á hirðskemmtunum. Þegar ítalska aðalskonan Katrín af Medici (1519-1589) giftist Hinriki II konungi Frakka, flutti hún með sér listdansinn og stundum er sagt að tæknin sem ballettinn byggir á sé uppruninn við hirð hennar í Frak...

category-iconEfnafræði

Hvaða frumefni inniheldur demantur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaða frumefni inniheldur demantur og af hverju er hann svona harðgerður og verðmætur? Demantur er hreint kolefni en kolefni er frumefni sem hefur efnatáknið C og er númer 6 í lotukerfinu. Kolefni telst til málmleysingja og getur bundist saman á nokkra mismunandi vegu og my...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne?

Jules Verne var franskur rithöfundur sem fæddist þann 8.mars árið 1828. Hann er þekktastur fyrir vísindaskáldsögur og á meðal helstu verka hans eru Ferðin að miðju jarðar (Voyage au centre de la Terre, 1864), Sæfarinn (Vingt mille lieues sous les mers, 1870) og Umhverfis jörðina á áttatíu dögum (Le tour du monde ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Hólmfríður Garðarsdóttir stundað?

Fjölmenningarsamfélög landa Rómönsku-Ameríku eru viðfangsefni rannsókna Hólmfríðar Garðarsdóttur, prófessors í spænsku. Bókmenntir álfunnar og þá sérstaklega skáldsagnaskrif kvenna hafa átt hug hennar allan um árabil. Að undanförnu hefur blómleg kvikmyndagerð álfunnar enn fremur fangað athygli hennar og þá ekki hv...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Rósa Magnúsdóttir stundað?

Helstu rannsóknasvið Ásdísar eru franskar miðaldabókmenntir, útbreiðsla „efniviðarins frá Bretagne“, þýðingar og viðtökur franskra bókmennta á Íslandi og í Skandinavíu. Hún er þátttakandi í verkefninu „La matière arthurienne aux XIVe-XVIe siècles en Europe“ (LATE) og einn af ritstjórum þess. Ásdís stundar ranns...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Avogadro og hvert var hans framlag til vísindanna?

Avogadro var ítalskur raunvísindamaður sem átti mikinn þátt í að þróa hugmyndir manna um frumeindir og sameindir á 19. öld. Eftir hann liggur meðal annars lögmál Avogadros og tala Avogadros (e. Avogadro’s number eða Avogadro’s constant, um það bil 6,022×1023), sem tilgreinir fjölda einda í einu móli, er kennd við ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku?

Fá tökuorð munu komin í íslensku úr finnsku. Þekktast er orðið sána ‛gufubað’ úr finnsku sauna í sömu merkingu. Sauna er fjölþjóðlegt tökuorð og er ekki endilega tekið að láni í íslensku beint úr finnsku. Í orðabók yfir forna málið eftir Jan de Vries (bls. xxxvii) er talið að orðin peita, píka, sóta og e...

category-iconLandafræði

Tilheyrir Mallorca Spáni?

Eyjan Mallorca tilheyrir Spáni og hefur gert það síðan snemma á 18. öld. Í aldir þar á undan tilheyrði eyjan konungdæminu Aragóníu sem nú er hluti Spánar. Því má segja að hún hafi mjög lengi tilheyrt sama ríki og spænska meginlandið sem er næst henni. Mallorca er stærst Balear-eyja, en svo nefnist eyjaklasi í v...

category-iconHeimspeki

Hver var Maurice Merleau-Ponty og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Maurice Merleau-Ponty (1908–1961) telst í hópi merkustu heimspekinga Frakka á 20. öld. Hann átti ríkan þátt í því að kynna nýja strauma í þýskri heimspeki fyrir frönsku andans fólki, einkum þó fyrirbærafræði Edmunds Husserl (1859–1938). Heimspeki Merleau-Pontys var alla tíð undir miklum áhrifum frá Husserl en bar...

category-iconLandafræði

Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?

Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er höfuðborg Brasilíu?

Höfuðborg Brasilíu heitir einfaldlega Brasilía. Hún varð höfuðborg 21. apríl 1960 en áður hafði Rio de Janeiro verið höfuðborgin. Borgin Brasilía er í Sambandshéraðinu (pg. Distrido Federal) og er miðstöð stjórnsýslu landsins, auk þess sem þar er að finna erlend sendiráð. Brasilíumenn höfðu lengi haft á dagskrá...

category-iconHeimspeki

Hver var Jacques Derrida og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Um franska heimspekinginn Jacques Derrida (1930-2004) er óhætt að fullyrða að hann hafi verið býsna umdeild persóna sem öðru fremur helgaði sig linnulausri gagnrýni á hvers kyns ríkjandi valdhafa og kennivald. Enda þótt menntun hans hafi að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir franska heimspekinga var samband hans við...

Fleiri niðurstöður