Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 237 svör fundust
Hver er saga hirðfífla?
Í Snöru má finna skilgreiningu á hirðfífli: trúður, maður sem skemmtir hirðfólki með skrípalátum. Hægt er að rekja sögu hirðfífla allt aftur til Forn-Egypta, eða til fimmtu keisaraættar Egyptalands sem var við völd frá 2494-2345 f.Kr. Á þeim tíma voru Pygmýar frá Afríku vinsælir sem hirðfífl. Þá voru hirðfífl vi...
Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?
Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag. Á ensku kallast þessi ótti paraskevidekatriaphobia og er tengt óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia. Hugtakið var sett fram af sálfræðingnum Donald Dossey sem sérhæfir sig í að meðhöndla fólk með órökrænan ót...
Hverjir byggðu píramídana og hversu gamlir eru þeir?
Píramídi í Giza í Norður-Egyptalandi. Píramídar hafa fundist í Mið- og Suður-Ameríku, Súdan, Eþíópíu, Grikklandi, Kýpur, Ítalíu, Indlandi, Tælandi og á nokkrum eyjum í Kyrrahafi. Frægustu píramídarnir eru þó í Giza í Norður-Egyptalandi (sjá mynd). Þeir eru meðal sjö undra veraldar og voru reistir á árunum 2575-2...
Hvaða augum litu Forn-Grikkir myndlist?
Svo virðist sem forngrískir myndlistarmenn hafi verið í miklum metum, að minnsta kosti þeir sem sýndu mikla hæfileika. Frægastur allra forngrískra myndlistarmanna er án efa Pólýgnótos frá Þasos sem var uppi á 5. öld fyrir okkar tímatal. Hann var vinur aþenska stjórnmálamannsins Kímons. Sagan segir að Pólýgnótos ha...
Hvaða ár var sex daga stríðið háð?
Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til...
Getið þið sagt mér allt um ána Níl?
Áin Níl er talin lengsta á í heimi. Hún er 6.690 km á lengd. Áin er í raun tvær ár sem sameinast; Bláa Níl og Hvíta Níl. Hvíta Níl á upptök sín á vatnasvæðinu mikla fyrir vestan Kenía. Stærsta uppsprettan er í Rúanda. Bláa Níl á upptök sín í Tanavatni í Eþíópíu og sameinast Hvítu Níl rétt hjá Kartúm, höfuðborg Súd...
Hver er elsta bjórtegundin?
Guinness frá Írlandi var fyrst brugguð árið 1759 og er líklega sú tegund af öli sem er elst. Elsta ölgerð heims er hins vegar Weihenstephan sem er í Freising rétt norður af München. Hún var stofnuð 1040. Bruggun á lager hófst hins vegar 1842 og þar gerir Pilsner urquell frá Tékklandi tilkall til titilsins elsti la...
Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Ramses II.?
Ramses II. eða Ramses hinn mikli var þriðji faraó Egyptalands og tilheyrði svonefndu 19. ættarveldi. Hann var sonur Seti I. og Tuyu drottningar. Ramses II. var uppi um 1292–1190 f.Kr. og stóð valdatími hans yfir frá um 1279 til 1213. Talið er að hann hafi verið 96 ára þegar hann lést og á löngum valdatíma lét hann...
Hver fann upp hnífapörin?
Hér er einnig svarað spurningu Þorbjargar:Hvar og hvenær voru hnífapörin fundin upp og hvenær fór almenningur að nota þau? Yfirleitt er átt við hníf og gaffal þegar talað er um hnífapör, þó skeiðar séu stundum taldar með eins og lesa má um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju tölum við um hnífapör...
Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvernig urðu stjörnumerki til og hver fann þau upp? (Eva Ýr Óttarsdóttir f. 1988)Hvað er átt við þegar talað er um pólhverf stjörnumerki? (Hrönn Guðmundsdóttir f. 1985)Hvað eru til mörg stjörnumerki og hvernig verða þau til? (Anna Lilja Óskarsdóttir f. 1987)Hvernig er h...
Hvenær, hvar og hvers vegna byrjaði fólk að ganga í sokkum?
Maðurinn hefur notað sokka síðan á fornöld en fyrstu sokkarnir voru mjög ólíkir þeim sem við notum í dag. Þá voru sokkar aðallega gerðir úr skinni eða klæði sem var vafið um fótinn og fest upp undir hné með leðurböndum. Þessir sokkar, eða skósokkar, voru fóðraðir með grasi. Elsta heillegi mannslíkami sem fundis...
Hvernig var heimsmynd Fornegypta?
Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...
Hvað eru margir píramídar í Egyptalandi?
Alls hafa fundist um 80 píramídar í Egyptalandi. Þeir eru þó ekki allir heilir og margir eru rústir einar. Egyptar voru líklega fyrstir allra þjóða til að reisa píramída. Elsti píramídinn var að öllum líkindum reistur kringum 2650-2575 f.Kr. og er nefndur þrepapíramídinn í Sakkara. Lesa má meira í svari Unnars ...
Hvaðan kemur íslenska og forn-norska orðið 'geirvarta'?
Orðið geirvarta er samsett úr orðunum geir og varta og þekktist þegar í fornu máli bæði um mjólkurvörtu á konubrjósti og brjóstvörtu á karlmanni. Geir merkti í fornu máli ‘spjót’, en hafði einnig merkinguna ‘smáoddi, smátota’. Varta er notað um hornkennda bólu á húð manna og hefur brjóstvartan þótt minna á slíka b...
Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?
Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins. Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos...