Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 370 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru konur að erfa til jafns við karla?

Sé litið til fornra hátta á vestrænu menningarsvæði í víðum skilningi birtast tvær leiðir við skiptingu arfs eftir kynjum. Í Gamla testamentinu er gert ráð fyrir því að synir erfi á undan dætrum, enda segir Drottinn í 4. Mósebók: En til Ísraelsmanna skalt þú mæla þessum orðum: Nú deyr maður og á ekki son, skul...

category-iconHeimspeki

Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta?

Megininntak þessarar spurningar lítur að því hvað tilgreinir hvort við séum jöfn. Og eins og spyrjandi hefur komið auga á þá er það ekki endilega réttur okkar í lagalegum skilningi þess orðs. Raunar samsvarar hugtakið jafnrétti frekar hugtakinu equal rights á ensku frekar en 'equality' sem mest er notað í jafnrét...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er keilusnið?

Keilusnið (e. conic sections) kallast þeir ferlar sem fást þegar keila er skorin með plani eða sléttu. Venja er að byrja með tvöfalda keilu eins og sýnd er á myndinni hér til hliðar. Keilusnið eru flokkuð í þrjá flokka: sporbauga (enska ellipse), fleygboga (enska parabola) og gleiðboga (enska hyperbola, stundum lí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur ljóseind massa og þyngd?

Ljóseindir eru massalausar. Það er líka eins gott því að annars gætu þær ekki ferðast á ljóshraða! Hins vegar má segja að ljóseindir hafi þyngd því að ljósgeisli sveigir í þyngdarsviði.Fyrst er rétt að átta sig á muninum á massa og þyngd með því að lesa svar Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við sp...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er bandormur í fjárlögum?

Hugtakið bandormur er notað á alþingi um frumvörp til breytinga á mörgum lögum. Þegar fjárlög eru samþykkt þarf að breyta ýmsum upphæðum sem tilgreindar eru í öðrum lögum og er það gert með bandormi sem fjármálaráðherra talar fyrir. Oft snerta bandormar mörg ráðuneyti og þá flytur forsætisráðherra jafnan frumvörpi...

category-iconHeimspeki

Er jafn atkvæðisréttur mannréttindi?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconVeðurfræði

Hvað er vindur?

Lárétt hreyfing andrúmslofts er jafnan kölluð vindur. Venja er að nefna lóðrétta hreyfingu loftsins uppstreymi eða niðurstreymi, en þó er ekki ávallt skýr greinarmunur gerður á láréttri og lóðréttri hreyfingu og hugtakið vindur er stundum haft um hreyfingu lofts sem að hluta er lóðrétt. Sem dæmi um slíkt má nefna ...

category-iconLögfræði

Hvaða lög gilda um ábyrgð seljanda á vörum til neytanda?

Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við ábyrgð seljanda gagnvart neytanda þegar vara er gölluð. Almenna reglan er sú að seljanda ber að efna samning sinn við neytanda réttilega. Í því felst að seljanda ber að afhenda vöru í umsömdu ástandi, magni og/eða gæðum á réttum tíma. Tvenn lög eru í gildi um ábyrgð ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?

Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar ...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um áburðarmengun?

Í nágrannalöndunum hafa margir miklar áhyggur af mengun vegna áburðarefna, einkum niturs (N) og fosfórs (P). Áburðarmengun er tvennskonar, mengun grunnvatns vegna niðursigs og mengun straum- og stöðuvatna vegna afrennslis eða áfoks. Grunnvatnið mengast ef regnvatn sígur gegnum jarðveginn og ber með sér uppleyst sö...

category-iconVísindi almennt

Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?

Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni. Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sö...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á þeirri sorg sem fylgir skilnaði annars vegar og dauðsfalli hins vegar?

Flestar kenningar um sorgina fjalla um viðbrögð þess sem verður fyrir áfalli og missi. Í rannsóknum síðari ára hefur sjónum verið meira beint að aðstæðum og áhrifaþáttum í lífi hvers og eins. Þessir þættir geta bæði verið verið verndandi og eyðileggjandi. Til að mynda leita menn svara við spurningum sem þessum...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er glæpatíðni á Íslandi og hvernig hefur hún breyst?

Áður en hægt er að svara spurningunni þarf að skilgreina hugtakið glæpatíðni. Í daglegu tali er jafnan talað um afbrot þegar átt er við hegðun sem bönnuð er samkvæmt lögum. Hins vegar má skilja sem svo að glæpur vísi sérstaklega til alvarlegra afbrota og nái því til dæmis ekki yfir það að aka án þess að hafa ökus...

category-iconJarðvísindi

Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?

Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að draga ferningsrót af línustriki með hringfara einum?

Allt frá tímum Forn-Grikkja hafa stærðfræðingar velt mikið fyrir sér þeirri list að framkvæma ýmiss konar útreikninga með því að nota einungis reglustiku og hringfara (sirkil). Frægt verkefni er að skipta horni í þrjú jafnstór horn með þessum tækjum. Nú á dögum er vitað að slíkt er ómögulegt. Hins vegar er auðveld...

Fleiri niðurstöður