Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er jafn atkvæðisréttur mannréttindi?

Ólafur Páll Jónsson

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Það er tvennt sem flækir þessa spurningu. Í fyrra lagi er til að minnsta kosti þrenns konar skilningur á mannréttindahugtakinu og í seinna lagi er ekki ljóst hvað það er fyrir atkvæðisrétt að vera jafn.

Mannréttindahugtakið má skilja á þrenns konar vegu, eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni: Hvað eru mannréttindi?

  1. Lagalegur skilningur: Réttindi sem eru skilgreind í réttindaskrám og alþjóðasamþykktum, til dæmis í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
  2. Pólitískur skilningur: Réttindi sem talið er æskilegt að tryggja fólki hvort sem þau eru nefnd í alþjóðasamþykktum eður ei.
  3. Siðferðilegur skilningur: Réttindi sem allir menn hafa óháð staðbundnum kringumstæðum eins og samfélagsgerð eða efnahag.

Út frá lagalegum skilningi liggur beinast við að svara spurningunni með því að leita í mannréttindayfirlýsingum, til dæmis Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948. Þar stendur í 21. grein:

Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjórnar. Skal hann látinn í ljós með reglubundnum, óháðum og almennum kosningum, enda sé kosningarréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla viðhöfð eða jafngildi hennar.

Hér höfum við þá afdráttarlaust jákvætt svar við spurningunni um það hvort jafn kosningaréttur sé mannréttindi. Er málið þar með afgreitt? Í upphaflegu spurningunni var reyndar ekki spurt um kosningarétt heldur um atkvæðisrétt sem er líklega ekki alveg það sama. Jafn kosningaréttur felur líklega í sér að allir (sem náð hafa ákveðnum aldri, eru ríkisborgarar, ...) hafi jafnan rétt til að kjósa. Jafn atkvæðisréttur felur væntanlega í sér að öll atkvæði hafi sama vægi þegar kemur að því að velja fulltrúa á þing.

En ef Mannréttindayfirlýsing sameinuðu þjóðanna á að segja okkur eitthvað um jafnan atkvæðisrétt, þá verðum við að finna einhverja leið til að tengja saman jafnan atkvæðisrétt og jafnan kosningarétt. Vel mætti hugsa sér svo mikinn mun á vægi atkvæða eftir kjördæmum að tiltölulega fáir einstaklingar í einhverju kjördæmi væru í raun einráðir. Undir slíkum kringumstæðum væri misvægi atkvæða (ójafn atkvæðisréttur) til marks um ójafnan kosningarétt og þar með mannréttindabrot. Á hinn bóginn er nánast útilokað að ekki sé eitthvað misvægi atkvæða þar sem kosningar eins og alþingiskosningar eru skipulagðar í kjördæmum. En hversu mikill munur er of mikill? Hvenær verður atkvæðavægi svo ólíkt að munurinn er ekki bara til marks um heimskulegt eða ósanngjarnt kosningakerfi heldur beinlínis til marks um mannréttindabrot?

Til að svara þessari síðustu spurningu verðum við að reyna að átta okkur á því hvaða hugmyndir búa að baki Mannréttindayfirlýsingunni, það er hvaða siðferðilegu og pólitísku hugmyndir búa að baki yfirlýsingunni og hvernig þeim hefur verið beitt til að stemma stigu við harðstjórn og óréttmætri valdbeitingu.

Jafn kosningaréttur er mannréttindi, en það misvægi atkvæða (ójafn atkvæðisréttur) sem er afleiðing af íslenskum kosningalögum er ekki til marks um mannréttindabrot. Eftir sem áður getur vel verið að misvægi atkvæða sé ranglátt, ósanngjarnt, heimskulegt, ýti undir skammsýni og svo framvegis. En það er bara önnur spurning.

Atli Harðarson heimspekingur hefur lagt til að mannréttindi séu í raun með tvennum hætti. Annars vegar grunnréttindi og hins vegar afleidd réttindi. Grunnréttindin, sem eru algild og eiga við um allar manneskjur á öllum tímum, eru þessi:
  • (A) Réttur hvers manns til að vera ekki misþyrmt, rændur, kúgaður, niðurlægður eða myrtur.

Við þetta mætti bæta réttinum til að leita lífshamingjunnar og fleiri réttindum sem telja má algild. Afleidd réttindi sem eru mun aðstæðubundnari en eru skilgreind út frá grunnréttindunum með eftirfarandi hætti:
  • (B) Þau réttindi sem þarf að tryggja fólki til að þeim réttindum sem nefnd eru í (A)-lið sé ekki stefnt í voða.
(Atli Harðarson, „Er jafn kosningaréttur mannréttindi?“, bls. 274).

Kosningaréttur sem mannréttindi fellur undir afleidd réttindi, það er þau réttindi sem nefnd eru í lið (B). Spurningin um það hvort misvægi atkvæða – það er ójafn atkvæðisréttur – feli í sér mannréttindabrot varðar þá spurninguna um það hvort slíkt misvægi stefni í voða réttindum fólks til að vera ekki misþyrmt, rænt, kúgað, niðurlægt eða myrt eða hindri það í að leita lífshamingjunnar.

Af þessum sökum virðist mér eðlilegast að svara upphaflegu spurningunni svona:

Jafn kosningaréttur er mannréttindi, en það misvægi atkvæða (ójafn atkvæðisréttur) sem er afleiðing af íslenskum kosningalögum er ekki til marks um mannréttindabrot

Eftir sem áður getur vel verið að misvægi atkvæða sé ranglátt, ósanngjarnt, heimskulegt, ýti undir skammsýni og svo framvegis. En það er bara önnur spurning.

Heimildir:
  • Atli Harðarson, „Mannréttindi“ og „Er jafn kosningaréttur mannréttindi?“ í Vafamál: Ritgerðir um stjórnmálaheimspeki og skyld efni, Hið íslenzka bókmenntafélag 1998.

Mynd:

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

27.10.2016

Spyrjandi

Ómar Sigurðsson

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Er jafn atkvæðisréttur mannréttindi?“ Vísindavefurinn, 27. október 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72402.

Ólafur Páll Jónsson. (2016, 27. október). Er jafn atkvæðisréttur mannréttindi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72402

Ólafur Páll Jónsson. „Er jafn atkvæðisréttur mannréttindi?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72402>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er jafn atkvæðisréttur mannréttindi?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Það er tvennt sem flækir þessa spurningu. Í fyrra lagi er til að minnsta kosti þrenns konar skilningur á mannréttindahugtakinu og í seinna lagi er ekki ljóst hvað það er fyrir atkvæðisrétt að vera jafn.

Mannréttindahugtakið má skilja á þrenns konar vegu, eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni: Hvað eru mannréttindi?

  1. Lagalegur skilningur: Réttindi sem eru skilgreind í réttindaskrám og alþjóðasamþykktum, til dæmis í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
  2. Pólitískur skilningur: Réttindi sem talið er æskilegt að tryggja fólki hvort sem þau eru nefnd í alþjóðasamþykktum eður ei.
  3. Siðferðilegur skilningur: Réttindi sem allir menn hafa óháð staðbundnum kringumstæðum eins og samfélagsgerð eða efnahag.

Út frá lagalegum skilningi liggur beinast við að svara spurningunni með því að leita í mannréttindayfirlýsingum, til dæmis Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948. Þar stendur í 21. grein:

Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjórnar. Skal hann látinn í ljós með reglubundnum, óháðum og almennum kosningum, enda sé kosningarréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla viðhöfð eða jafngildi hennar.

Hér höfum við þá afdráttarlaust jákvætt svar við spurningunni um það hvort jafn kosningaréttur sé mannréttindi. Er málið þar með afgreitt? Í upphaflegu spurningunni var reyndar ekki spurt um kosningarétt heldur um atkvæðisrétt sem er líklega ekki alveg það sama. Jafn kosningaréttur felur líklega í sér að allir (sem náð hafa ákveðnum aldri, eru ríkisborgarar, ...) hafi jafnan rétt til að kjósa. Jafn atkvæðisréttur felur væntanlega í sér að öll atkvæði hafi sama vægi þegar kemur að því að velja fulltrúa á þing.

En ef Mannréttindayfirlýsing sameinuðu þjóðanna á að segja okkur eitthvað um jafnan atkvæðisrétt, þá verðum við að finna einhverja leið til að tengja saman jafnan atkvæðisrétt og jafnan kosningarétt. Vel mætti hugsa sér svo mikinn mun á vægi atkvæða eftir kjördæmum að tiltölulega fáir einstaklingar í einhverju kjördæmi væru í raun einráðir. Undir slíkum kringumstæðum væri misvægi atkvæða (ójafn atkvæðisréttur) til marks um ójafnan kosningarétt og þar með mannréttindabrot. Á hinn bóginn er nánast útilokað að ekki sé eitthvað misvægi atkvæða þar sem kosningar eins og alþingiskosningar eru skipulagðar í kjördæmum. En hversu mikill munur er of mikill? Hvenær verður atkvæðavægi svo ólíkt að munurinn er ekki bara til marks um heimskulegt eða ósanngjarnt kosningakerfi heldur beinlínis til marks um mannréttindabrot?

Til að svara þessari síðustu spurningu verðum við að reyna að átta okkur á því hvaða hugmyndir búa að baki Mannréttindayfirlýsingunni, það er hvaða siðferðilegu og pólitísku hugmyndir búa að baki yfirlýsingunni og hvernig þeim hefur verið beitt til að stemma stigu við harðstjórn og óréttmætri valdbeitingu.

Jafn kosningaréttur er mannréttindi, en það misvægi atkvæða (ójafn atkvæðisréttur) sem er afleiðing af íslenskum kosningalögum er ekki til marks um mannréttindabrot. Eftir sem áður getur vel verið að misvægi atkvæða sé ranglátt, ósanngjarnt, heimskulegt, ýti undir skammsýni og svo framvegis. En það er bara önnur spurning.

Atli Harðarson heimspekingur hefur lagt til að mannréttindi séu í raun með tvennum hætti. Annars vegar grunnréttindi og hins vegar afleidd réttindi. Grunnréttindin, sem eru algild og eiga við um allar manneskjur á öllum tímum, eru þessi:
  • (A) Réttur hvers manns til að vera ekki misþyrmt, rændur, kúgaður, niðurlægður eða myrtur.

Við þetta mætti bæta réttinum til að leita lífshamingjunnar og fleiri réttindum sem telja má algild. Afleidd réttindi sem eru mun aðstæðubundnari en eru skilgreind út frá grunnréttindunum með eftirfarandi hætti:
  • (B) Þau réttindi sem þarf að tryggja fólki til að þeim réttindum sem nefnd eru í (A)-lið sé ekki stefnt í voða.
(Atli Harðarson, „Er jafn kosningaréttur mannréttindi?“, bls. 274).

Kosningaréttur sem mannréttindi fellur undir afleidd réttindi, það er þau réttindi sem nefnd eru í lið (B). Spurningin um það hvort misvægi atkvæða – það er ójafn atkvæðisréttur – feli í sér mannréttindabrot varðar þá spurninguna um það hvort slíkt misvægi stefni í voða réttindum fólks til að vera ekki misþyrmt, rænt, kúgað, niðurlægt eða myrt eða hindri það í að leita lífshamingjunnar.

Af þessum sökum virðist mér eðlilegast að svara upphaflegu spurningunni svona:

Jafn kosningaréttur er mannréttindi, en það misvægi atkvæða (ójafn atkvæðisréttur) sem er afleiðing af íslenskum kosningalögum er ekki til marks um mannréttindabrot

Eftir sem áður getur vel verið að misvægi atkvæða sé ranglátt, ósanngjarnt, heimskulegt, ýti undir skammsýni og svo framvegis. En það er bara önnur spurning.

Heimildir:
  • Atli Harðarson, „Mannréttindi“ og „Er jafn kosningaréttur mannréttindi?“ í Vafamál: Ritgerðir um stjórnmálaheimspeki og skyld efni, Hið íslenzka bókmenntafélag 1998.

Mynd:

...