Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1526 svör fundust
Hvar á Íslandi finnst skógarmítill aðallega?
Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum sem heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa á leið um hann, sem er oftast meðalstórt og stórt spendýr, til dæmis hjartardýr eða sauðkind. Ungviði leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna f...
Af hverju heita hesthús, fjárhús, hænsnahús og fleira eftir íbúum sínum, en svo heitir kýrhús allt í einu fjós?
Orðið fjós er mjög gamalt í málinu. Það var upphaflega samsett orð, *fē-(h)ūs sem dróst saman og varð fjós við það að ē, sem fór næst á undan uppmælta sérhljóðinu ū varð að hálfsérhljóðinu -i- sem síðar varð að -j-. Upphaflega var orðið fjós samsett orð, fé(h)ús. Fjósið var notað fyrir stórg...
Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning. Þegar menn segja að Leifur heppni eða Kristófer Kólumbus hafi „fundið“ Ameríku lýsir það í rauninni fyrst og fremst sjálfmiðjun Evrópumanna. Upphaflega var Ameríka tengd við Asíu með landbrú þar sem nú er Beringssund. Menn fóru um þessa brú frá Asíu til Ameríku fyrir tu...
Hver fann Jamaíku?
Jamaíka er eyríki í Karíbahafinu og tilheyrir Stóru-Antillaeyjum, rétt eins eins og Kúba, Hispaníóla (sem skiptist í ríkin Dóminíska lýðveldið og Haítí), Púertó Ríkó og Caymaneyjar. Kristófer Kólumbus fær gjarnan heiðurinn af því að hafa fundið Jamaíku. Hann kom þangað, ásamt áhöfn sinni, í annarri Ameríkuferði...
Hvernig er félagskerfi tannhvala?
Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...
Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?
Nú á dögum er almennt talið að frummaðurinn sé upprunninn í Afríku fyrir um 150.000 árum. Þaðan breiddist mannkynið út í allar áttir á löngum tíma sem mælist í tugum árþúsunda. Fyrstu ummerkin um menn í Evrópu eru um 40 þúsund ára, og fyrir um það bil 15 þúsund árum fóru menn frá Asíu á landbrú til Alaska þar sem ...
Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Daniel Boorstin, fyrrverandi yfirbókavörður í The U.S. Library of Congress, skrifaði bók sem hann kallar The Discoverers. Ég hef ekki lesið bókina. Mér hefur verið sagt að hann haldi því fram að þeir víkingar sem komu til Ameríku hafi komið frá Danmörku eða verið danskir. Er ...
Hvers konar rit er Konungsskuggsjá?
Konungsskuggsjá er norskt rit frá árunum 1250-1260 eða svo. Það er varðveitt í íslenskum og norskum handritum en höfundur þess er ekki kunnur. Lengi vel var talið að Konungsskuggsjá tilheyrði svokallaðri Fürstenspiegel-bókmenntagrein en fræðimaðurinn Einar Már Jónsson sýndi fram á að það stæðist ekki. Fürstensp...
Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu fólks?
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki (IARC, 2013; WHO, 2016, 2017; HEI, 2017). Svifryk, sem...
Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi?
Upprunalega spurningin var:Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi og víðar á Íslandi? Hve langt er síðan það var? Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorni...
Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?
Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...
Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?
Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari. Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bi...
Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?
Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...
Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?
Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...
Hvað tekur langan tíma að ferðast frá jörðinni til Mars?
Fjarlægð jarðarinnar frá Mars er ekki alltaf sú sama þar sem reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Minnst getur fjarlægðin verið 56 milljón km en mest tæplega 400 milljón km. Það gefur þannig augaleið að ferðatími til Mars getur verið mjög breytilegur. Appollo 11 var fyrsti mannaði leiða...