Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 231 svör fundust
Hvað eru mörg fótboltalandslið í heiminum?
Þegar þetta er skrifað eru 208 landslið karla á skrá hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA). Þar af eru 46 í undirsambandi FIFA í Asíu, 53 í Afríku, 10 í Suður-Ameríku, 11 í Eyjaálfu, 53 í Evrópu, og í Norður-Ameríku, Mið-Ameríku, og Karíbahafinu eru samtals 40 landslið á skrá. Fimm þeirra síðastnefndu tilheyra þ...
Hvaða tilgangi þjóna „skuggaráðuneyti“?
Í skuggaráðuneytum er fylgst með ráðuneytum sitjandi ríkisstjórnar. Stjórnarandstaðan velur ráðherraefni úr sínum röðum til þess að fylgjast með tilteknum ráðuneytum og kallast þau skuggaráðuneyti og ráðherraefnin skuggaráðherrar. Þannig getur stjórnarandstaðan fylgst vel með verkum sitjandi ríkisstjórnar og gagn...
Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð?
Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina ríkti mikil verðbólga í Þýskalandi og Þjóðverjar höfðu það ekki gott. Adolf Hitler kom og lofaði þeim von um betra líf. Fólkið byrjaði að kjósa Nasistaflokkinn og fljótlega réð flokkurinn flestu í landinu. Adolf Hitler byrjaði að reyna að koma Gyðingunum úr Þýskalandi og öðrum lö...
Hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp?
Morsekóðinn er samskiptamáti þar sem mislöng hljóð, ljósmerki eða önnur tákn eru notuð í stað bókstafa og tölustafa. Stutt hljóð eða ljósmerki er táknað með punkti ( . ) og langt með striki ( _ ). Hver bókstafur eða tölustafur er gefinn til kynna með tiltekinni samsetningu af stuttum og löngum táknum. Þannig má se...
Er hægt að ættleiða á nýjan leik einstakling sem hefur áður verið ættleiddur? Eru aldursmörk á því?
Ekkert mælir gegn því að barn sé ættleitt öðru sinni eða jafnvel oftar. Ekki er í lögum nr. 130/1999 um ættleiðingar að finna nein ákvæði um hámarksaldur þess sem ættleiddur er. Þó þyrfti barn sem ættleitt er öðru sinni eða oftar að sjálfsögðu að uppfylla almenn skilyrði ættleiðingarlaga sem og ættleiðandi. Í ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Gunnar Bernburg rannsakað?
Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hans að fjöldamótmælum í samtímanum. Jón Gunnar hefur reyndar komið víða við í rannsóknum og spanna verk hans fjölmörg svið félagsfræðinnar. Doktorsverkefni hans skoðaði áhrif afbrotastimplunar á lífshlaupið, en rannsók...
Er starfandi hér á landi innra eftirlit sem fylgist með lögreglunni?
Innan lögreglunnar er kerfi sem vel mætti kalla innra eftirlit. Ef grunur vaknar um að lögreglumenn hafi brotið einhverjar þær reglur sem þeir eiga að fylgja í störfum sínum er það kannað sérstaklega. Ekki er þó um að ræða sérstaka stofnun sem sinnir eingöngu slíkum málum, líkt og til er sérstök efnahagsbrotadeild...
Hvað er síðnýlendustefna?
Síðnýlendustefna er ýmist þýðing á neo-colonialism eða post-colonialism. Bæði hugtökin skírskota til afleiðinga af nýlendustefnu (e. colonialism) 18.-20. aldar í þriðja heiminum og á Vesturlöndum. Kenningar um neo-colonialism byggja einkum á marxískum hugmyndum um samband fyrrum nýlendna og nýlenduherra. Þótt nýle...
Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?
Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...
Hvers vegna heita Maríuhellar í Heiðmörk þessu nafni?
Maríuhellar eru tveir hellar í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar, á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hellarnir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar og stundum nefndir svo (Fjárhellrar). Nyrðri hellirinn var notaður frá Vífilsstöðum, en hinn frá Urriðakoti. Þessir hellar eru ...
Hvað verður um það sem við sturtum niður í klósettið?
Allt það sem við sturtum niður í klósettið fer út í neðanjarðarlögn sem er hluti af fráveitukerfi samfélagsins. Notað vatn flyst síðan eftir neðanjarðarlögninni til næsta viðtaka, sem er yfirleitt sjór eða á. Meginhlutverk fráveitukerfis er að koma í veg fyrir að fólk komist í snertingu við sjúkdómsvaldandi örveru...
Hvers vegna vex svona mikil hvönn í kringum fyrrum mannabústaði í Aðalvík og á Hornströndum?
Ætihvönn, Angelica archangelica, er af sveipjurtaætt. Tvær undirtegundir eru þekktar: Angelica archangelica archangelica sem vex norðar og inn til landsins í Evrópu (fjellkvann á norsku) og Angelica archangelica litoralis sem vex sunnar og meðfram ströndum, (strandkvann á norsku). Á Íslandi vex líklega aðein...
Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir 1991?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað voru löndin mörg sem tilheyrðu Sovétríkjunum og hver voru þau? Svarið við þessari spurningu er ekki alveg jafn klippt og skorið og í fyrstu kann að virðast. Evrópa er nokkuð vel afmörkuð á þrjá vegu í norður, suður og vestur enda liggur álfan þar að mestu að hafi. Mörk Así...
Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?
Neanderdalsmenn veiddu sér hreindýr og önnur hjartardýr til matar, loðfíla, birni og nashyrninga, auk þess að borða sitthvað úr jurtaríkinu og annað sem til féll. Sú tegund manna sem kallast venjulega Homo neanderthalensis var uppi á árabilinu frá því fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000...
Hvar er dauðarefsing leyfð? Hvers vegna er henni beitt? Fækkar hún glæpum?
Breski afbrotafræðingurinn Roger Hood er víðkunnur fyrir rannsóknir sínar á dauðarefsingum í alþjóðlegu ljósi. Samkvæmt nýlegri bók hans The Death Penalty: A World-Wide Perspective heimila alls um 90 ríki dauðarefsingar og hafa flest þeirra beitt þeim á síðustu árum. Til viðbótar nefnir hann 30 ríki sem heimila da...