Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 61 svör fundust

category-iconEfnafræði

Geta mismunandi lofttegundir og vatnsgufa valdið gróðurhúsaáhrifum?

Geislun frá sólinni er einkum útfjólublá, sýnileg og svokölluð nærinnrauð geislun en ekki hitageislun (sem stundum er nefnd fjærinnrauð geislun) eins og sú geislun sem kemur frá jörðinni. Aðeins hluti geislunar frá sólu nær til jarðarinnar því efni í andrúmsloftinu, aðallega súrefni og óson, hindra eða gleypa skað...

category-iconVeðurfræði

Úr hvaða efni eru skýin?

Ský er safn örsmárra vatnsdropa. Þegar vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar þá þéttist hún og myndar ský. Ský sem eru alveg við yfirborð jarðarinnar kallst þoka. Þegar örsmáir droparnir í skýjunum rekast á hver annan fækkar dropunum og þeir stækka. Loks kemur að því að þeir eru það stórir að þeir falla til jarðar, an...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða lofttegundir valda gróðurhúsaáhrifum?

Skipta má lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum í tvo flokka: náttúrulegar og manngerðar. Í fyrri flokknum eru koltvíildi eða koltvísýringur (CO2), metan (CH4) og tví-nituroxíð (N2O). Af þessum efnum er langmest af koltvíildi. Manngerðar lofttegundir sem valda gróðurhúsaáhrifum eru meðal annars vetnisflúorkolef...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar?

Lofthjúpur Mars er mjög þunnur. Loftþrýstingurinn þar er aðeins 7 millibör en meðalloftþrýstingur við sjávarmál á jörðinni er 1013 millibör. Um 95% lofthjúpsins er koltvísýringur (CO2) en 3% er nitur (köfnunarefni, N2). Aðrar lofttegundir sem finna má eru argon, súrefni, koleinsýringur og vatnsgufa. Þótt lofthj...

category-iconVeðurfræði

Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?

Í stuttu máli má segja að raki eða vatnsgufa í lofthjúpnum sé ein af gróðurhúsalofttegundunum. Líklegast er því að minni raki í loftinu mundi leiða til nokkurrar kólnunar. Málið er þó talsvert flókið eins og nánar kemur fram í textanum hér á eftir. Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sól...

category-iconVeðurfræði

Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?

Ský er safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Oftast tengist kólnunin uppstreymi, en bæði þrýstingur og hiti loftsins lækkar þegar það lyftist (sjá svar við spurningu um kulda á fjöllum og í háloftum). Uppstreymi á sér stað við ýmsar aðstæður, til dæmis...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og við hvaða aðstæður myndast móða á gleri?

Þetta gerist þegar glerið er kaldara en loftið í herberginu og nægilegur raki er í loftinu til að hann þéttist í kalda loftinu við glerið. Í loftinu kringum okkur er oftast eitthvað af vatnsgufu eða raka, mismikið eftir atvikum. Loft við tilteknar aðstæður getur tekið upp ákveðið magn af raka. Þegar komið...

category-iconEfnafræði

Hvað gerir tiltekið gas að gróðurhúsalofttegund?

Svona spurningu má svara á marga vegu, út frá mismunandi sjónarmiðum. Til dæmis má lýsa því hvernig þessi gös hegða sér eða hvernig áhrif þau hafa á umhverfi sitt, og hvernig þau víxlverka við rafsegulgeislun, bæði hvernig þær taka við mismunandi geislun og hvernig útgeislun frá þeim er. Þetta er gert í svari Ágús...

category-iconVeðurfræði

Úr hvaða efni eru ský?

Skýin sem við sjáum á himninum eru einfaldlega safn örsmárra vatnsdropa. Þau myndast þegar vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar. Við það þéttist hún og skýin verða til. Þegar loft streymir upp á við lækkar bæði þrýstingur og hiti þess. Uppstreymi verður til dæmis þegar vindur lendir á fjöllum en þá þvingast loftið...

category-iconVeðurfræði

Af hverju er grasið blautt á sumarmorgnum þótt ekki hafi rignt yfir nóttina?

Loft inniheldur alltaf eitthvað af vatnsgufu. Vatnsgufan, sem oft er einnig nefnd eimur, er ósýnileg, rétt eins og flestar aðrar lofttegundir. Því heitara sem loftið er, þeim mun meiri vatnsgufa getur verið á sveimi í því. Því lægri sem hitinn er, því meiri líkur eru á að vatnsgufan í því fari að þéttast. Kólni l...

category-iconUmhverfismál

Ef vetni er brennt, hvert verður þá afgasið?

Bruni efnis felst í því að það gengur í sambandi við súrefni (ildi), til dæmis súrefnið í andrúmsloftinu. Ef vetnið er í gasham fyrir brunann eru sameindir þess tvíatóma og er slík sameind táknuð með H2. Súrefnissameindirnar í loftinu eru líka tvíatóma og eru þær táknaðar með O2. Efnajafnan fyrir hvörfin þegar ve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju rignir, hvaðan kemur rigningin og hvernig myndast hún?

Rigningin er hluti af hringrás vatnsins á jörðinni. Vatnið gufar upp úr sjó, stöðuvötnum, blautum jarðvegi og svo framvegis og stígur upp í lofthjúpinn. Raunveruleg vatnsgufa er ósýnileg en ef hún kemur til dæmis í kaldara loft þéttist hún og myndar dropa sem geta safnast í ský og stækkað þar til þeir falla til ja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er svona mikið um eldingar í eldgosum?

Eldingar myndast þegar rafstraumur hleypur snögglega milli tveggja staða með ólíka rafhleðslu, til dæmis skýs og jarðar eða tveggja mismunandi staða í skýi. Straumhöggið skapar hljóðhögg sem við köllum þrumu. Í gosmekki frá eldfjalli er gífurlegt umrót í loftinu. Heit kvika streymir upp í gígopið og hluti henna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?

Það rignir ekki alltaf þegar kaldir og heitir loftmassar mætast. Aftur á móti gerist það mjög oft á Íslandi. Ástæðan er sú að hlýir loftmassar sem berast til Íslands koma að sjálfsögðu af hafi og draga til sín raka á leiðinni til landsins. Þegar hlýr og rakur loftmassinn mætir kaldari loftmassa er hann þvingaður t...

category-iconEfnafræði

Af hverju er metan hættulegri gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð?

Fyrst er rétt að útskýra stuttlega í hverju svokölluð gróðurhúsaáhrif lofttegunda í andrúmsloftinu felast.[1] Í hnotskurn felast þau í því að viðkomandi lofttegundir geta hindrað hitageislun frá jörðinni, sem myndast í kjölfar sólargeislunar, vegna þess að viðkomandi sameindir gleypa þá geislun. Í framhaldi af ...

Fleiri niðurstöður