Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 72 svör fundust

category-iconHugvísindi

Af hverju lenti Ódysseifur í öllum þessum ævintýrum á leiðinni heim frá Trójustríðinu?

Í stuttu máli er það vegna afskipta guðanna. Í upphafi Ódysseifskviðu segir:Sá maður þoldi á hafinu margar hugraunir, þá hann leitaði sjálfum sér lífs og heimkomu förunautum sínum. Og fékk hann þó ekki að heldur frelsað félaga sína, hvað feginn sem hann vildi, því þeir tortímdust sökum illverka sinna, er þeir fáví...

category-iconLandafræði

Hvar er Ætternisstapi?

Ætternisstapi er ekki til sem örnefni á Íslandi og er af ýmsum talinn aðeins goðsöguleg hugmynd. Hann kemur fyrir í Gautreks sögu, sem er ein af Fornaldarsögum Norðurlanda. Gauti konungur á Vestra-Gautlandi er á ferð og kemur að bóndabæ. Snotra dóttir bónda segir konungi eftirfarandi:Hér er sá hamar við bæ vor...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjar eru reglur með þéringar, er til dæmis hægt að þéra fólk í fleirtölu?

Í nútímamáli er greint á milli eintölu og fleirtölu persónufornafna eftir því hvort talað er um einn eða fleiri. Í eldri íslensku var þessi skipting þríþætt: eintala, tvítala (við, þið) og fleirtala (vér, þér). Sama gilti um eignarfornöfn. Á síðari málstigum varð breyting á. Tvítalan tók við hlutverki fleirtölu en...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?

Munurinn á tvítölu og fleirtölu felst í því að í fyrra tilvikinu er átt við tvo en í hinu síðara við fleiri. Þessi munur kom bæði fram í persónufornöfnum og eignarfornöfnum. Aðgreiningin er gamall indóevrópskur arfur sem lotið hefur í lægra haldi í nær öllum málaættunum. Persónufornöfnin við og þið voru no...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir aðventa?

Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...

category-iconHugvísindi

Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum?

Orðið þéring er leitt af sögninni að þéra. Skýringin á sögninni er í Íslenskri orðabók (2002: 1808) þessi:nota þér (og samsvarandi eignarfornafn) ásamt fleirtölu hlutaðeigandi sagnar við einn viðmælanda í stað þú vegna þess að menn þekkjast lítið, í viðurkenningarskyni, eða til viðurkenningar á mismun í aldri, sam...

category-iconTrúarbrögð

Hvert fer sálin þegar maður deyr?

Þetta svar er samið frá sjónarhóli guðfræðinnar og segir aðeins frá hugmyndum kristinna manna um tilveru eftir dauðann. -- Í kristinni trú þykir ljóst að menn munu eftir dauðann, að lokum, hafna ýmist í helvíti eða himnaríki. Yfirleitt er svo litið á að þangað fari maðurinn allur, sál hans og líkami, sem óaðskilja...

category-iconTrúarbrögð

Hver er uppruni hugtaksins heilagur andi?

Að kristnum skilningi er heilagur andi andi Guðs og er uppruna hugtaksins heilagur andi að finna í Biblíunni. Í Gamla testamentinu er litið á anda Guðs eða heilagan anda sem mátt eða kraft frá Guði. Hann er nefndur í sköpunarsögunni: “Andi Guðs sveif yfir vötnunum" (1. Mósebók 1.2) og í einum Davíðssálmi segir: “F...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Svínahraun?

Svínahraun hefur runnið úr Eldborg undir Lambafelli, árið 1000 (eða 999) að því talið er. Gosið tengist þessari sögu frá kristnitökunni á Þingvöllum: Þá kom maður hlaupandi og sagði, að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í, að go...

category-iconTrúarbrögð

Hverju svaraði Jesús þegar farísear spurðu lærisveinana hvers vegna meistari þeirra æti með tollheimtumönnum og bersyndugum?

Sagan er sögð í Matteusarguðspjalli (9:10-9:17): Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndug...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með samfélagssáttmála?

Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...

category-iconHugvísindi

Hvað er japl, jaml og fuður?

Orðin japl og jaml hafa nokkurn veginn sömu merkingu. Þau eru notuð um nöldur, tuð eða eitthvað í þá veru. Fuður merkir hins vegar ‘ráðleysisfum’. Ástæða þess að þau eru oft nefnd saman er að í þekktu kvæði um umrenninginn Jón hrak eftir Stephan G. Stephansson er þetta erindi:Þá kvað einn: ,,Vér úrráð höfum: Út ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju nota Íslendingar arabíska orðið fíll um skepnuna sem flestar nágrannaþjóðir nefna elephant?

Norræna orðið yfir fílinn hefur sennilega borist með víkingum norður á bóginn. Vitað er að þeir ferðuðust langt suður í álfur meðal annars í því skyni að stunda verslun. Þá hafa þeir án efa kynnst fílabeini og arabíska heitinu fil á dýrinu. Í fornsænsku og gamalli dönsku var notað orðið fil en fíll í forníslensku ...

category-iconFélagsvísindi

Er það satt að sum dýr tali mannamál á þrettándanum?

Samkvæmt þjóðtrúnni tala kýr mannamál á þrettándanum. Þrettándinn er 6. janúar og er síðasti dagur jóla. Hann hét upphaflega opinberunarhátíð og hefur verið tengdur ýmsum kristnum trúaratburðum, svo sem skírn Krists og Austurlandavitringunum. Um þjóðtrú tengda þrettándanum gildir flest hið sama og um nýársnótt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera dannaður og hver er uppruni orðsins?

Lýsingarorðið dannaður er tökuorð úr dönsku, dannet, (sjá til dæmis Den danske ordbog á vefnum ordnet.dk) og var mest notað á 19. öld. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:205) er skýringin „sem kann að haga sér á heimsvísu, hefur tamið sér siði og hætti heldra fólks (einkum embættis- og borgarastéttar í útlöndum...

Fleiri niðurstöður