Eintala |
Tvítala |
Fleirtala |
ég |
við |
vér |
þú |
þið |
þér |
ég |
við | |
þú |
þið |
Eignarfornöfn:
Tvítala |
Fleirtala | |
okkar |
vor | |
ykkar |
yðar | |
okkar | ||
ykkar |
Persónufornafnið vér og eignarfornafnið vor eru stundum notuð í hátíðlegu máli, einkum í ræðum eða hátíðlegri greinum, eins og þegar sagt er: ,,Vér Íslendingar erum stoltir af landi voru." Önnur persóna, þér, og eignarfornafnið yðar eru notuð á sama hátt: ,,Þér Íslendingar ættuð að vera stoltir af landi yðar." Algengast er að ein persóna sé þéruð í kurteislegu ávarpi: ,,Viljið þér meira kaffi", ,,Má bjóða yður meira kaffi", ,,Má ég rétta yður kápuna yðar." Í fyrsta dæminu sést að sögnin er notuð í fleirtölu (viljið þér) þar sem þér er gömul flertölumynd. Þéringar hafa að mestu lagst niður í talmáli en iðulega er enn þérað í bréfum frá fyrirtækjum og opinberum aðiljum. Benda má á að gömlu þrískiptingunni er enn haldið í Biblíunni.