Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 958 svör fundust
Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann?
Já, á þessu tvennu er munur. Hann felst í því hvernig staðið er að ráðningu viðkomandi, hve lengi hún stendur og hve varanleg hún er. Að sama skapi er staða embættismanna sem hafa verið settir í embætti og skipaðir ekki alfarið sú sama. Almenna reglan er sú að opinberir embættismenn eru skipaðir í embætti. Samk...
Hvernig leysi ég x og y út úr jöfnunum y = 1 + x og 2x + 3y = 28?
Svokölluð jöfnuhneppi eru notuð þegar leysa þarf tvær jöfnur sem hafa tvær óþekktar stærðir. Þá er önnur óþekkta stærðin einangruð í annarri hvorri jöfnunni. Hún er síðan sett inn fyrir óþekktu stærðina í hinni jöfnunni. Í dæminu sem spyrjandi kemur með er y einangrað í fyrri jöfnunni. Þá þarf einungis að setja...
Hvernig á að setja upp vindhana?
Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...
Hvaðan kemur orðatiltækið „að vera tekinn á teppið“?
Orðasambandið að taka einhvern á teppið er ungt í málinu og merkir að ‘skamma einhvern duglega’. Það þekkist frá síðari hluta 20. aldar. Það er fengið að láni úr ensku: to call somebody on the carpet með vísun til þess að yfirmaður kallar undirmann sinn inn á teppalagða skrifstofu sína til þess (oftast) að setja o...
Er hægt að setja sjálfstýringu í bíla?
Nú þegar er í bílum ýmiss konar sjálfvirkur búnaður sem kenna má við sjálfstýringu. Engu að síður væri tæknilega og fræðilega mögulegt að setja miklu meiri sjálfstýringar- og sjálfvirknibúnað í bíla en nú tíðkast. Jafnframt má greina skýra þróun bíla á markaði í þessa átt á undanförnum tveimur áratugum eða svo. ...
Er til orðatiltækið 'að setja miðið hátt'? Mér finnst það hljóma betur en 'að setja markið hátt'
Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er engin heimild um sambandið að setja miðið hátt. Aftur á móti er vel þekkt að maður setji markið hátt ef hann ætlar sér mikið. Mark merkir þarna ‛markmið, takmark; skotmark’. Sá sem setur sér metnaðarfullt markmið stefnir hátt. Orðasambandið þekkist frá síðari hluta 20...
Hvers vegna má ekki setja málmhluti í örbylgjuofn?
Málmar og örbylgjur geta farið ágætlega saman. Þannig eru bylgjurnar í örbylgjuofninum leiddar frá bylgjugjafanum í málmstokki sem kallaður er bylgjuleiðari og sjálft bylgjuhólfið sem maturinn er hitaður í er málmkassi. Bylgjurnar speglast af málmfletinum og fara aðra umferð um hólfið. Speglunin gerist á þann hátt...
Er hægt að setja 'óendanlegt' í annað veldi?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er hægt að setja endalaust í annað veldi?Þessa spurningu má skilja á fleiri en einn veg en við höfum kosið að skilja hana eins og fram kemur í spurningarreitnum. Vikið er að öðrum kostum í lok svarsins. Svarið er já, og útkoman er aftur „endalaust“ eða óendanlegt. En hér ...
Væri ólöglegt að setja upp tollhlið við Seltjarnarnes?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ólöglegt að setja upp tollhlið við Seltjarnarnes, ef svo er, hvers vegna? Tollsvæði íslenska ríkisins er eins og segir í tollalögum landið ásamt eyjum og útskerjum sem því tilheyra, svo og tólf mílna landhelgi umhverfis það eins og hún er afmörkuð í lögum um la...
Á að setja punkt innan sviga eða utan?
Í Réttritunarreglum, sem birtar eru á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og samþykktar af menntamálaráðuneyti, segir svo í grein 32.3: „Punktar, spurningarmerki og upphrópunarmerki eru sett á undan seinni sviga (þ.e. innan sviga) ef svigarnir afmarka heila málsgrein eða tilsvarandi. Einnig geta s...
Hvenær má setja bráðabirgðalög og hvernig er það gert?
Um bráðabirgðalög segir eftirfarandi í stjórnarskránni:Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum]. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný]. [Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög...
Hvers vegna má ekki setja málmhluti í örbylgjuofn? - Myndband
Málmar og örbylgjur geta farið ágætlega saman. Þannig eru bylgjurnar í örbylgjuofninum leiddar frá bylgjugjafanum í málmstokki sem kallaður er bylgjuleiðari og sjálft bylgjuhólfið sem maturinn er hitaður í er málmkassi. Bylgjurnar speglast af málmfletinum og fara aðra umferð um hólfið. Speglunin gerist á þann hátt...
Er hagkvæmt að setja upp vindmyllur til raforkuframleiðslu á Íslandi?
Vindorkan, líkt og vatnsorkan, rekur uppruna sinn til geislunar frá sólinni og hringrásar orku frá miðbaugssvæðunum norður á bóginn. Vindorkan er þannig endurnýjanleg auðlind. Mikil þróun hefur orðið í hönnun á vindmyllum undanfarin ár. Fyrir um áratug var orkuframleiðsla stærstu myllanna um og innan við 1 MW, en ...
Hvernig er hægt að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem án blöndunar?
Röndótt tannkrem hefur löngum þótt dularfullt fyrirbæri. Aðferðin við að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem, til dæmis, er þó sáraeinföld. Litunum er ekki blandað saman í túpunni, heldur við stútinn þar sem tannkremið kemur út. Tannkremstúpunni er skipt í tvö hólf. Annað hólfið er stærra og í því er hvítt ta...
Hvað gera alþingismenn annað en að setja ný lög og breyta lögum?
Hlutverk þingmanna á Íslandi er margþætt. Það helgast af því að Alþingi fer með löggjafarvaldið og á Alþingi sitja kjörnir fulltrúar stjórnmálaflokka. Auk þess er Ísland þingræðisríki sem þýðir að engin ríkisstjórn situr nema hún hafi stuðning meirihluta þingmanna og oftast nær koma ráðherrar úr röðum þingmanna. Þ...