Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gera alþingismenn annað en að setja ný lög og breyta lögum?

Stefanía Óskarsdóttir

Hlutverk þingmanna á Íslandi er margþætt. Það helgast af því að Alþingi fer með löggjafarvaldið og á Alþingi sitja kjörnir fulltrúar stjórnmálaflokka. Auk þess er Ísland þingræðisríki sem þýðir að engin ríkisstjórn situr nema hún hafi stuðning meirihluta þingmanna og oftast nær koma ráðherrar úr röðum þingmanna. Þetta þýðir að Alþingi er mjög samtvinnað framkvæmdarvaldinu. Skoðum þetta aðeins nánar.

Samkvæmt stjórnarskrá fer Alþingi með lagasetningarvaldið ásamt forseta. Frumkvæði að þeim lögum sem Alþingi samþykkir kemur oftast nær frá ráðuneytum sem vinna drög að lagasetningu (frumvörp), gjarnan í samráði við sérfræðinga og hagsmunaaðila utan ráðuneytanna. Þegar frumvörp koma inn í þingið eru þau afgreidd til viðkomandi þingnefndar sem hefur það hlutverk að rýna þau. Þess vegna fer hluti vinnutíma þingmanna í vinnu í þingnefndum sem krefst þess að þeir setji sig vel inn í málefni sem tengjast málefnasviði þeirrar þingnefnda sem þeir sitja í. Þingnefndir leita eftir umsögnum frá hagsmunaaðilum, sérfræðingum og almennum borgurum til að leggja betra mat á þau mál sem þær fjalla um. Á grundvelli slíkar vinnu gera þingnefndir ef til vill tillögur um breytingar á frumvörpum og færa jafnframt rök fyrir því í nefndarálitum hvers vegna mál eigi að ganga fram eða ekki. Þessi hluti starfsins getur verið tímafrekur ekki síst fyrir nýja þingmenn. Þá má nefna að mikill tími fer til dæmis í það á hverju hausti að fjalla um frumvarp til fjárlaga, ekki síst fyrir þá sem sitja í fjárlaganefnd. En án samþykkis Alþingis er hvorki hægt að ráðstafa fjármunum ríkisins né leggja á skatta og aðrar álögur. Stundum leggja þingmenn fram frumvörp eða þingsályktunartillögur sem þeir hafa sjálfir samið en slík mál ná nær aldrei fram að ganga nema þau séu studd af ríkisstjórninni.

Alþingismenn sjá um að setja lög eða breyta þeim. Hlutverk þeirra er þó mun flóknara því þeir hafa líka aðkomu að framkvæmdarvaldinu og sinna jafnframt umræðu- og eftirlitshlutverki.

Auk þessa sækja þingmenn þingflokksfundi og almenna þingfundi í hverri viku á meðan þing kemur saman. Á þingflokksfundum gefst þingmönnum tækifæri til að skiptast á skoðunum og stilla saman strengi um hvernig þingflokkurinn muni bregðast við þingmálum sem til afgreiðslu eru og ef til vill ræða stöðuna í stjórnmálunum. Í stærri þingflokkum myndast oft verkaskipting á milli þingmanna sem felst í því að þingmenn sérhæfa sig í sérstökum málaflokkum. Slík verkaskipting getur sparað tíma fyrir aðra þingmenn sem geta þá betur einbeitt sér að öðrum málaflokkum.

Þingfundir eru þeir fundir kallaðir sem eru haldnir í þingsal og sýnt er frá á sérstakri sjónvarpsrás. Á þeim fer fram umræða um þingmál og atkvæði eru greidd um þau. Lagafrumvörp sem hljóta afgreiðslu þingsins fara í gegnum þrjár umferðir auk þess sem viðkomandi þingnefnd fjallar um þau. Þingsályktunartillögur þurfa hins vegar bara tvær umræður. Þingmenn geta líka óskað eftir utandagskrárumræðu um mál, önnur en þau sem eru í formlegu ferli í þinginu, til að draga athygli að málum sem varða kjósendur eða stjórn landsins. Þingmenn geta líka borið fram spurningar til ráðherra í munnlegum fyrirspurnartímum eða lagt fram skriflegar fyrirspurnir til þeirra sem ráðherrum er einnig skylt að svara. Fyrirspurnir veita ráðherrum aðhald og eru oft einnig upplýsandi um stjórnarhætti, ráðstöfun opinbers fjár og annað sem varðar stjórn hins opinbera.

Langoftast eru íslenskir ráðherrar þingmenn. Sem ráðherrar fara þeir með æðsta framkvæmdarvaldið í þeim ráðuneytum sem þeim er treyst fyrir. Vegna þeirrar staðreyndar að ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings meirihluta þingmanna (þingræðisreglan) skiptast þingmenn í tvö lið: stjórnarmeirihluta og stjórnarandstöðu. Stjórnarliðar standa með ríkisstjórninni og reyna að tryggja að stefna hennar nái fram að ganga á þingi. Þingmenn í stjórnarmeirihlutanum sem ekki eru ráðherrar eru því að ýmsu leyti einnig hluti af framkvæmdarvaldinu. Eftirlitshlutverk þingsins með framkvæmdarvaldinu lendir því ef til vill frekar á fulltrúum stjórnarandstöðunnar sem geta notað vinnu í þingnefndum, fyrirspurnir til ráðherra og beiðnir um skýrslur sem og utandagskrárumræður og almenna samfélagsumræðu til að veita framkvæmdarvaldinu aðhald. Eftirlitshlutverk þingsins var eflt eftir Hrun meðal annars með breytingum á nefndarskipan Alþingis og auknu hlutverki stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Sem fulltrúar stjórnmálaflokka þurfa þingmenn líka að gæta þess að rækta sambandið við flokksmenn enda eiga þeir það undir þeim hvort þeir verða áfram fulltrúar flokkanna í næstu kosningum. Þingmenn eru því líklegir til að vera duglegir að sækja fundi flokksins og skemmtanir sem og viðburði í kjördæminu. Þingmenn eru í samkeppni við aðra innan flokksins um að halda þingsætinu svo þeir eyða góðum tíma í að styrkja baklandið í flokknum. Í dreifbýliskjördæmunum getur verið um langan veg að fara til að halda góðu sambandi við bæði flokksmenn og almenna kjósendur sem tekur tíma. Þingmenn eru einnig líklegir til að verja umtalsverðum tíma í skrifa greinar í blöð eða láta í sér heyra á samfélagmiðlum og í öðrum fjölmiðlum til að öðlast stuðning kjósenda. Þingmenn tala líka gjarnan á fundum og ráðstefnum um þau mál sem þeir láta sig varða.

Þessir yfirferð sýnir að alþingismenn eru því ekki bara í því hlutverki að setja lög eða breyta þeim. Hlutverk þeirra er mun flóknara. Þeir fara vissulega með lagasetningarvaldið en þeir hafa líka aðkomu að framkvæmdarvaldinu og hafa jafnframt umræðu- og eftirlitshlutverk. Sem kjörnir fulltrúar mynda þeir brú á milli kjósenda og ríkisvaldsins. Í því felst meðal annars að þeir þurfa að tileinka sér þekkingu í flóknum málefnum sem tengjast rekstri ríkisins og viðhaldi samfélagslegs stöðugleika. Vinnustaður þingmanna er heldur ekki bara þinghúsið heldur starfa þeir einnig á vettvangi stjórnmálaflokkanna og drjúgur tími þingmanna fer í að rækta sambandið við kjósendur sem þeir eru fulltrúar fyrir. Vinnuumhverfi þeirra má lýsa sem markaðstorgi hugmyndanna. Þingmenn sem best gengur í þingmannsstarfinu eru ekki síst sérfræðingar í mannlegum samskiptum og í þeirri list að sannfæra aðra um hvert skuli stefna.

Heimild og frekara lesefni:
  • Stefanía Óskarsdóttir, Ómar H. Kristmundsson. The novice MP: The experience of the newly elected in Iceland. Icelandic Review of Politics and Administration Vol. 16, Issue 2 , 2020, bls. 125-146.

Mynd:

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað gera Alþingismenn annað en að setja ný lög og breyta lögum? Eru þingmenn tilneyddir til að stanslaust setja ný lög, jafnvel þó það væri ekki þörf á nýjum lögum, ef t.d. allir væru bara nógu ánægðir hvernig hlutirnir væru eins og þeir eru nú. Myndu þingmenn þá bara gera ekki neitt og fá borgað fyrir það?

Höfundur

Stefanía Óskarsdóttir

prófessor í stjórnmálafræðideild við HÍ

Útgáfudagur

16.3.2021

Spyrjandi

Bjarki Hrafnsson

Tilvísun

Stefanía Óskarsdóttir. „Hvað gera alþingismenn annað en að setja ný lög og breyta lögum?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78945.

Stefanía Óskarsdóttir. (2021, 16. mars). Hvað gera alþingismenn annað en að setja ný lög og breyta lögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78945

Stefanía Óskarsdóttir. „Hvað gera alþingismenn annað en að setja ný lög og breyta lögum?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78945>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gera alþingismenn annað en að setja ný lög og breyta lögum?
Hlutverk þingmanna á Íslandi er margþætt. Það helgast af því að Alþingi fer með löggjafarvaldið og á Alþingi sitja kjörnir fulltrúar stjórnmálaflokka. Auk þess er Ísland þingræðisríki sem þýðir að engin ríkisstjórn situr nema hún hafi stuðning meirihluta þingmanna og oftast nær koma ráðherrar úr röðum þingmanna. Þetta þýðir að Alþingi er mjög samtvinnað framkvæmdarvaldinu. Skoðum þetta aðeins nánar.

Samkvæmt stjórnarskrá fer Alþingi með lagasetningarvaldið ásamt forseta. Frumkvæði að þeim lögum sem Alþingi samþykkir kemur oftast nær frá ráðuneytum sem vinna drög að lagasetningu (frumvörp), gjarnan í samráði við sérfræðinga og hagsmunaaðila utan ráðuneytanna. Þegar frumvörp koma inn í þingið eru þau afgreidd til viðkomandi þingnefndar sem hefur það hlutverk að rýna þau. Þess vegna fer hluti vinnutíma þingmanna í vinnu í þingnefndum sem krefst þess að þeir setji sig vel inn í málefni sem tengjast málefnasviði þeirrar þingnefnda sem þeir sitja í. Þingnefndir leita eftir umsögnum frá hagsmunaaðilum, sérfræðingum og almennum borgurum til að leggja betra mat á þau mál sem þær fjalla um. Á grundvelli slíkar vinnu gera þingnefndir ef til vill tillögur um breytingar á frumvörpum og færa jafnframt rök fyrir því í nefndarálitum hvers vegna mál eigi að ganga fram eða ekki. Þessi hluti starfsins getur verið tímafrekur ekki síst fyrir nýja þingmenn. Þá má nefna að mikill tími fer til dæmis í það á hverju hausti að fjalla um frumvarp til fjárlaga, ekki síst fyrir þá sem sitja í fjárlaganefnd. En án samþykkis Alþingis er hvorki hægt að ráðstafa fjármunum ríkisins né leggja á skatta og aðrar álögur. Stundum leggja þingmenn fram frumvörp eða þingsályktunartillögur sem þeir hafa sjálfir samið en slík mál ná nær aldrei fram að ganga nema þau séu studd af ríkisstjórninni.

Alþingismenn sjá um að setja lög eða breyta þeim. Hlutverk þeirra er þó mun flóknara því þeir hafa líka aðkomu að framkvæmdarvaldinu og sinna jafnframt umræðu- og eftirlitshlutverki.

Auk þessa sækja þingmenn þingflokksfundi og almenna þingfundi í hverri viku á meðan þing kemur saman. Á þingflokksfundum gefst þingmönnum tækifæri til að skiptast á skoðunum og stilla saman strengi um hvernig þingflokkurinn muni bregðast við þingmálum sem til afgreiðslu eru og ef til vill ræða stöðuna í stjórnmálunum. Í stærri þingflokkum myndast oft verkaskipting á milli þingmanna sem felst í því að þingmenn sérhæfa sig í sérstökum málaflokkum. Slík verkaskipting getur sparað tíma fyrir aðra þingmenn sem geta þá betur einbeitt sér að öðrum málaflokkum.

Þingfundir eru þeir fundir kallaðir sem eru haldnir í þingsal og sýnt er frá á sérstakri sjónvarpsrás. Á þeim fer fram umræða um þingmál og atkvæði eru greidd um þau. Lagafrumvörp sem hljóta afgreiðslu þingsins fara í gegnum þrjár umferðir auk þess sem viðkomandi þingnefnd fjallar um þau. Þingsályktunartillögur þurfa hins vegar bara tvær umræður. Þingmenn geta líka óskað eftir utandagskrárumræðu um mál, önnur en þau sem eru í formlegu ferli í þinginu, til að draga athygli að málum sem varða kjósendur eða stjórn landsins. Þingmenn geta líka borið fram spurningar til ráðherra í munnlegum fyrirspurnartímum eða lagt fram skriflegar fyrirspurnir til þeirra sem ráðherrum er einnig skylt að svara. Fyrirspurnir veita ráðherrum aðhald og eru oft einnig upplýsandi um stjórnarhætti, ráðstöfun opinbers fjár og annað sem varðar stjórn hins opinbera.

Langoftast eru íslenskir ráðherrar þingmenn. Sem ráðherrar fara þeir með æðsta framkvæmdarvaldið í þeim ráðuneytum sem þeim er treyst fyrir. Vegna þeirrar staðreyndar að ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings meirihluta þingmanna (þingræðisreglan) skiptast þingmenn í tvö lið: stjórnarmeirihluta og stjórnarandstöðu. Stjórnarliðar standa með ríkisstjórninni og reyna að tryggja að stefna hennar nái fram að ganga á þingi. Þingmenn í stjórnarmeirihlutanum sem ekki eru ráðherrar eru því að ýmsu leyti einnig hluti af framkvæmdarvaldinu. Eftirlitshlutverk þingsins með framkvæmdarvaldinu lendir því ef til vill frekar á fulltrúum stjórnarandstöðunnar sem geta notað vinnu í þingnefndum, fyrirspurnir til ráðherra og beiðnir um skýrslur sem og utandagskrárumræður og almenna samfélagsumræðu til að veita framkvæmdarvaldinu aðhald. Eftirlitshlutverk þingsins var eflt eftir Hrun meðal annars með breytingum á nefndarskipan Alþingis og auknu hlutverki stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Sem fulltrúar stjórnmálaflokka þurfa þingmenn líka að gæta þess að rækta sambandið við flokksmenn enda eiga þeir það undir þeim hvort þeir verða áfram fulltrúar flokkanna í næstu kosningum. Þingmenn eru því líklegir til að vera duglegir að sækja fundi flokksins og skemmtanir sem og viðburði í kjördæminu. Þingmenn eru í samkeppni við aðra innan flokksins um að halda þingsætinu svo þeir eyða góðum tíma í að styrkja baklandið í flokknum. Í dreifbýliskjördæmunum getur verið um langan veg að fara til að halda góðu sambandi við bæði flokksmenn og almenna kjósendur sem tekur tíma. Þingmenn eru einnig líklegir til að verja umtalsverðum tíma í skrifa greinar í blöð eða láta í sér heyra á samfélagmiðlum og í öðrum fjölmiðlum til að öðlast stuðning kjósenda. Þingmenn tala líka gjarnan á fundum og ráðstefnum um þau mál sem þeir láta sig varða.

Þessir yfirferð sýnir að alþingismenn eru því ekki bara í því hlutverki að setja lög eða breyta þeim. Hlutverk þeirra er mun flóknara. Þeir fara vissulega með lagasetningarvaldið en þeir hafa líka aðkomu að framkvæmdarvaldinu og hafa jafnframt umræðu- og eftirlitshlutverk. Sem kjörnir fulltrúar mynda þeir brú á milli kjósenda og ríkisvaldsins. Í því felst meðal annars að þeir þurfa að tileinka sér þekkingu í flóknum málefnum sem tengjast rekstri ríkisins og viðhaldi samfélagslegs stöðugleika. Vinnustaður þingmanna er heldur ekki bara þinghúsið heldur starfa þeir einnig á vettvangi stjórnmálaflokkanna og drjúgur tími þingmanna fer í að rækta sambandið við kjósendur sem þeir eru fulltrúar fyrir. Vinnuumhverfi þeirra má lýsa sem markaðstorgi hugmyndanna. Þingmenn sem best gengur í þingmannsstarfinu eru ekki síst sérfræðingar í mannlegum samskiptum og í þeirri list að sannfæra aðra um hvert skuli stefna.

Heimild og frekara lesefni:
  • Stefanía Óskarsdóttir, Ómar H. Kristmundsson. The novice MP: The experience of the newly elected in Iceland. Icelandic Review of Politics and Administration Vol. 16, Issue 2 , 2020, bls. 125-146.

Mynd:

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað gera Alþingismenn annað en að setja ný lög og breyta lögum? Eru þingmenn tilneyddir til að stanslaust setja ný lög, jafnvel þó það væri ekki þörf á nýjum lögum, ef t.d. allir væru bara nógu ánægðir hvernig hlutirnir væru eins og þeir eru nú. Myndu þingmenn þá bara gera ekki neitt og fá borgað fyrir það?
...