Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 39 svör fundust
Hvað er "samsviðskenningin" og hvað gengur hún nákvæmlega út á?
Alsameinaðar sviðskenningar (e. grand unified theories, GUT) ganga út á að sameina þrjár af fjórum víxlverkunum í náttúrunni í eina kenningu. Þær eru veika og sterka víxlverkunin auk rafsegulvíxlverkunarinnar. Snemma á nítjándu öld var talið að rafmagn og segulmagn væru ótengd fyrirbæri; annað hefði eit...
Er hægt að setja rafsegulfræðina fram með hnikareikningi, svipað og aflfræði og ljósfræði?
Spurningin í heild sinni:Í eðlisfræði má setja aflfræðina fram þannig að ögn fer þá leið sem hefur minnstu verkun (eða verkunin fyrir þá leið er útgildi eða söðulpunktur). Ljósfræðina má skýra með því að sama gildi fyrir tíma. En er eitthvert sambærilegt lögmál sem við höfum fyrir rafsegulfræðina? [flókið svar ósk...
Hver uppgötvaði ljósröfun?
Þýski eðlisfræðingurinn Heinrich Hertz uppgötvaði ljósröfun árið 1887. Næstu tvo áratugina voru gerðar miklar rannsóknir á fyrirbærinu en eiginleikar þess voru í mikilli mótsögn við klassíska rafsegulfræði. Skýring Einsteins á fyrirbærinu frá 1905 er eitt þeirra verka sem ruddu skammtafræðinni braut. Skýringin hla...
Hvaða sérsvið eru til innan eðlisfræðinnar, efnafræðinnar og stjörnufræðinnar?
Sérsvið innan fræðigreina eru yfirleitt ekki sérlega vel skilgreind, til dæmis í samanburði við sjálf hugtök vísindanna. Því verður að hafa sérstaka fyrirvara um þetta svar. Þau svið sem mest eru rannsökuð í eðlisfræði nú á dögum eru líklega öreindafræði, þéttefnisfræði, ljósfræði og kjarneðlisfræði. Auk þeirra...
Hver er að hringja bjöllunni?
Ritstjórn Vísindavefsins hefur rætt þessa erfiðu spurningu rækilega. Við byrjuðum að sjálfsögðu á að hugleiða hvort hún væri á verksviði okkar, en stundum fáum við spurningar sem eru það ekki. Síðan veltum við því fyrir okkur hvort þetta hefði verið mamma eða afi, stóri bróðir, Davíð eða Ingibjörg, Guð eða kannski...
Hvenær var Einstein uppi?
Albert Einstein fæddist 14. mars 1879 í bænum Ulm í Bæjaralandi, Þýskalandi, og lést 18. apríl 1955 í Princeton, Bandaríkjunum. Einstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum því að hann var seinþroska. Sem barn átti hann erfitt um mál, var lítt gefinn fyrir leiki og lei...
Hvað eru til margir kraftar?
Hér er væntanlega átt við hversu margar tegundir krafta séu til, því að ýmiss konar kraftar verka milli flestra hluta og það mundi æra óstöðugan að ætla sér að telja þá! Í venjulegri, hefðbundinni aflfræði er mest fjallað um togkrafta, þrýstikrafta, núningskrafta, þyngdarkrafta og fleira. Í rafsegulfræði lærum ...
Hver var Heinrich Hertz og hvert var framlag hans til vísindanna?
Heinrich Rudolf Hertz fæddist í Hamborg í Þýskalandi þann 22. febrúar 1857. Hann var elstur fimm barna Gustav Ferdinand Hertz og Anna Elisabeth Pfefferkorn. Föðurafi Heinrich Rudolfs hafði haft trúskipti frá gyðingdómi til lútherstrúar þegar hann kvæntist inn í lútherska fjölskyldu. Faðir Heinrich var lögfræðingur...
Er hægt að hafa örbylgjuofn í gangi með opnar dyr, og ef svo er, hvað myndi gerast?
Hér er einnig svarað spurningu Ólafs Heiðars Helgasonar: Hvað myndi gerast ef að ég myndi fá á mig jafnmikla örbylgjugeislun og ef ég væri inni í örbylgjuofni? Af öryggisástæðum er gengið þannig frá hurð örbylgjuofna að aflrás til örbylgjugjafans rofnar þegar dyrnar eru opnaðar. Þetta er gert vegna þess að annar...
Hver er segulsvörunarstuðull fyrir venjulegt smíðastál?
Segulsvörunarstuðull (e. magnetic permeability) efnis, táknaður m, er rafsegulfræðilegur eiginleiki sem segir til um hvernig efnið breytir segulflæðiþéttleika ytra segulsviðs. Einnig má skilgreina segulsvörunarstuðul sem hlutfallið milli segulflæðiþéttleika efnisins, B, og ytra segulsviðs, H, það er m = B / H. Fyr...
Hvernig skaða eldingar líkamann og hvernig má reyna að minnka þann skaða?
Áætlað er að um 1000 manns látist á ári hverju í heiminum af völdum eldinga. Slíkt er þó hægt að lifa af. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hættan af eldingu fyrir dýr er að minnsta kosti tvenns konar. Annars vegar getur eldingin sjálf hlaupið í dýr sem standa upp úr umhverfinu eins og til dæmis mann sem...
Af hverju dragast seglar saman á einni hlið en ekki hinni?
Á hverjum segli eru tvö skaut, norðurskaut og suðurskaut. Norðurskautið er það skaut sem vísar á norðurpól jarðar ef seglinum er komið þannig fyrir að hann geti snúist. Samkynja skaut hrinda hvort öðru frá sér, norðurskaut hrindir norðurskauti á öðrum segli frá sér og suðurskaut ýtir suðurskauti frá sér. Norður...
Eyðir spennubreytir sem er í sambandi jafnmikilli raforku hvort sem hann er í notkun eða ekki?
Svarið er: Nei, hann eyðir meiri orku þegar hann er í notkun heldur en þegar hann er bara „í sambandi“. Þegar spennubreytir er í sambandi en ekki í notkun fer riðstraumur um inntaksvafningana en ekki úttaksmegin. Spennirinn flytur því ekki afl frá inngangi til útgangs en hann eyðir samt nokkurri orku eða afli....
Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?
Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...
Hvað eru útvarpsbylgjur í geimnum?
Útvarpsbylgjur (radio waves) eru ein tegund af rafsegulbylgjum (electromagnetic waves) sem við köllum svo. Rafsegulbylgjur verða til þegar rafhleðslur (electric charge) hreyfast fram og aftur með einhverjum hætti, til dæmis þegar breytilegur rafstraumur fer um sendiloftnet eða rafeindir fara í hringi í segulsviði ...