Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1390 svör fundust
Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu?
Orðið hafsauga merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:518) ‘staður langt úti í hafi, ysta hafsbrún’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir og er hin elsta þeirra frá 1749. Hún er úr bréfi Eggerts Ólafssonar, náttúrufræðings og skálds, „til N.N. á Íslandi, um safn til ritgjörðar um eldfjöll á Ís...
Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?
Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í. Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll ...
Hversu langt er spottakorn?
Engin ákveðin mælieining felst í orðinu spottakorn. Þar er síðari liðurinn –korn smækkunarending sem misst hefur hina eiginlegu merkingu sína og orðið merkir 'stutt vegalengd, stuttur spotti'. Það er eiginlega á mörkum afleiðslu og samsetningar. Í orðunum drengkorn, dúkkorn, kistilkorn, piltkorn og spýtukorn e...
Hvað er langt til Mars?
Mars og jörðin eru bæði á braut kringum sólina svo að það getur verið misjafnlega langt hverju sinni á milli þessara reikistjarna. Pláneturnar fara á mismunandi hraða svo að á einum tíma geta þær verið sömu megin við sólina en hvor sínu megin á öðrum tíma. Þegar pláneturnar eru næst hvor annari eru um það bil 78.0...
Hvað er eitt áratog langt?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er áratog mælt og hversu langt er það? Mælieining á vegalengd, hefur með árabáta að gera. Eitt áratog er ekki föst vegalengd heldur er orðið notað yfir „það að toga í árarnar, róa með árum“[1]. Eitt áratog er því sú vegalengd sem farin er þegar þessi aðgerð er framkvæmd...
Hversu langt skríða skjaldbökur á dag?
Því miður hefur ekki tekist að finna fyllilega viðunandi svar við spurningunni en henni verða þó gerð einhver skil hér á eftir. Í heiminum lifa nú rúmlega 200 tegundir af skjaldbökum. Þær eru mjög misstórar og misfljótar. Sumar synda í sjó og koma aðeins að landi til að verpa. Aðrar eru í ám og vötnum en ganga ...
Hvað er Plútó langt frá jörðu?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hversu langt frá jörðu er þyngdarleysi?
Við höfum þegar svarað ýmsum spurningum um þyngdarleysi og má finna svörin með því að setja það orð inn í leitarvél Vísindavefsins hér efst á vefsíðunni. Hér lítum við svo á að hér sé átt við þyngdarleysi í þeirri merkingu að þyngdarsvið sé 0, það er að segja að enginn þyngdarkraftur verki á hlut á viðkomandi ...
Hvað er tunglið langt frá jörðu?
Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en minnsta 363.300 km. Ástæða þess að tunglið er ekki alltaf í sömu fjarlægð frá jörðu er sú að braut þess um jörðu er ekki hringur heldur sporbaugur ("ellipsa"). Miðskekkja hennar er 0,0549 en í því felst meðal annars að fjarlægð jarð...
Hvað er nám í stjarneðlisfræði langt?
Stjarneðlisfræðinám er yfirleitt jafnlangt og nám til sama prófs í öðrum greinum raunvísinda. Með öðrum orðum er til dæmis nám til meistaraprófs í stjarneðlisfræði oftast 5 ár frá stúdentsprófi, en stundum 4 ár. Flestir eru um 10 ár að ljúka doktorsprófi eftir stúdentspróf ef námið er nokkurn veginn samfellt. M...
Hvað liggja Hvalfjarðargöngin langt undir sjávarbotninum?
Á vefsetri fyrirtækisins Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöngin er að finna ýmsar tölur og upplýsingar um göngin. Þar kemur til dæmis fram að heildarlengd þeirra er 5,8 kílómetrar og þar af eru 3,8 km undir sjó. Hallinn að sunnanverðu er minni en í Kömbunum og hallinn að norðanverðu er svipaður og í Bankastræti í...
Hve langt fara sniglar á klukkustund?
Sniglar eru í flokki lindýra. Þeir eru með vöðvamikinn fót og flestir þeirra með gormundinn kuðung. Flestir sniglar eru jurta- og hræætur en sumir eru sníklar. Þeir lifa á landi, í sjó og í ferskvötnum og þeir skiptast í fortálkna, baktálkna og lungnasnigla. Sniglar eru 0,1-20 cm á lengd. Á Íslandi hafa fundist um...
Af hverju er sagt „ég stökk hátt" en ekki „ég stökk háa"?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju segir maður "ég synti langt" og "ég stökk hátt", en "ég söng illa" og "ég keyrði glannalega"? Ætti maður þá ekki að segja "ég söng illt" og "ég keyrði glannalegt"? Eða "ég synti langa" og "ég stökk háa" Hvaða lógík er á bakvið þetta? Í spurningunni er um að...
Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Þannig getum við sagt að mannkynssagan nái aftur til þess tíma þegar dýrategundin Homo sapiens kemur fram fyrir um það bil 400-500 þúsundum ára, eða fyrsti forveri hennar (Australopithecines) sem talinn er koma fram fyrir u.þ.b. 4,4 milljónum ára. Venjan er hins vegar í ...
Hvað er langt frá Íslandi til Japan?
Milli Reykjavíkur og Tókíó eru 8820 kílómetrar stystu leið eftir yfirborði jarðar. Sú leið liggur ekki eftir breiddarbaugum eins og auðvelt er að láta sér detta í hug þegar horft er á kort. Stysta leið milli staða á jörðinni er alltaf eftir svokölluðum stórhring en það er hringur sem hefur miðju í miðju jarðar og ...