Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er sagt „ég stökk hátt" en ekki „ég stökk háa"?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Af hverju segir maður "ég synti langt" og "ég stökk hátt", en "ég söng illa" og "ég keyrði glannalega"? Ætti maður þá ekki að segja "ég söng illt" og "ég keyrði glannalegt"? Eða "ég synti langa" og "ég stökk háa" Hvaða lógík er á bakvið þetta?

Í spurningunni er um að ræða mun á lýsingarorðum og atviksorðum. Atviksorðum er oft skipt í flokka eftir notkun, það er háttaratviksorð (hvernig eitthvað er gert), staðaratviksorð (hvar eitthvað gerist) og tíðaratviksorð (hvenær eitthvað gerist).

Í dæminu hér að ofan, „ég söng illa“, er um háttaratviksorð að ræða, það er hvernig söng ég. Frumstigið er illa, miðstigið verr, efstastigið verst. Í dæminu „ég stökk hátt“ er einnig um háttaratviksorð að ræða, það er hvernig stökk ég. Þarna er atviksorðið samhljóða hvorugkyni lýsingarorðsins hár og stigbreytist í miðstigi hærra og í efsta stigi hæst. „Ég stökk hæst í bekknum“ er þá atviksorð í efsta stigi.

Í dæminu „ég stökk hátt“ er um háttaratviksorð að ræða. Mynd af íþróttamanninum John Winter sem fór með sigur af hólmi í hástökki á Ólympíuleikunum í Lundúnum 1948.

Í dæminu „ég synti langt“ er einnig um atviksorð að ræða, í miðstigi lengra og í efsta stigi lengst. Í „þetta er langt reipi og lengra reipi en þitt“ eru langt og lengra lýsingarorð í hvorugkyni en í „ég synti langt i dag og lengra en í gær“ eru langt og lengra háttaratviksorð.

Orðið glannalega, sem nefnt er í síðasta dæminu, er háttaratviksorð með viðskeytinu –lega. Sambærilegt viðskeyti lýsingarorða er -legur (kk.), -leg (kvk.), -legt (hk.). Í „hann keyrir glannalegar en ég“ er um atviksorð í miðstigi að ræða en í „þetta er glannalegur kjóll“ (kk.) er glannalegur lýsingarorð með nafnorðinu kjóll.

Rökin (í spurningunni „lógíkin“) eru þau að um tvo orðflokka er að ræða sem fara eftir eigin reglum.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.5.2018

Spyrjandi

Jón Helgi

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt „ég stökk hátt" en ekki „ég stökk háa"?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74836.

Guðrún Kvaran. (2018, 29. maí). Af hverju er sagt „ég stökk hátt" en ekki „ég stökk háa"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74836

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt „ég stökk hátt" en ekki „ég stökk háa"?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74836>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sagt „ég stökk hátt" en ekki „ég stökk háa"?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Af hverju segir maður "ég synti langt" og "ég stökk hátt", en "ég söng illa" og "ég keyrði glannalega"? Ætti maður þá ekki að segja "ég söng illt" og "ég keyrði glannalegt"? Eða "ég synti langa" og "ég stökk háa" Hvaða lógík er á bakvið þetta?

Í spurningunni er um að ræða mun á lýsingarorðum og atviksorðum. Atviksorðum er oft skipt í flokka eftir notkun, það er háttaratviksorð (hvernig eitthvað er gert), staðaratviksorð (hvar eitthvað gerist) og tíðaratviksorð (hvenær eitthvað gerist).

Í dæminu hér að ofan, „ég söng illa“, er um háttaratviksorð að ræða, það er hvernig söng ég. Frumstigið er illa, miðstigið verr, efstastigið verst. Í dæminu „ég stökk hátt“ er einnig um háttaratviksorð að ræða, það er hvernig stökk ég. Þarna er atviksorðið samhljóða hvorugkyni lýsingarorðsins hár og stigbreytist í miðstigi hærra og í efsta stigi hæst. „Ég stökk hæst í bekknum“ er þá atviksorð í efsta stigi.

Í dæminu „ég stökk hátt“ er um háttaratviksorð að ræða. Mynd af íþróttamanninum John Winter sem fór með sigur af hólmi í hástökki á Ólympíuleikunum í Lundúnum 1948.

Í dæminu „ég synti langt“ er einnig um atviksorð að ræða, í miðstigi lengra og í efsta stigi lengst. Í „þetta er langt reipi og lengra reipi en þitt“ eru langt og lengra lýsingarorð í hvorugkyni en í „ég synti langt i dag og lengra en í gær“ eru langt og lengra háttaratviksorð.

Orðið glannalega, sem nefnt er í síðasta dæminu, er háttaratviksorð með viðskeytinu –lega. Sambærilegt viðskeyti lýsingarorða er -legur (kk.), -leg (kvk.), -legt (hk.). Í „hann keyrir glannalegar en ég“ er um atviksorð í miðstigi að ræða en í „þetta er glannalegur kjóll“ (kk.) er glannalegur lýsingarorð með nafnorðinu kjóll.

Rökin (í spurningunni „lógíkin“) eru þau að um tvo orðflokka er að ræða sem fara eftir eigin reglum.

Mynd:

...