Af hverju segir maður "ég synti langt" og "ég stökk hátt", en "ég söng illa" og "ég keyrði glannalega"? Ætti maður þá ekki að segja "ég söng illt" og "ég keyrði glannalegt"? Eða "ég synti langa" og "ég stökk háa" Hvaða lógík er á bakvið þetta?Í spurningunni er um að ræða mun á lýsingarorðum og atviksorðum. Atviksorðum er oft skipt í flokka eftir notkun, það er háttaratviksorð (hvernig eitthvað er gert), staðaratviksorð (hvar eitthvað gerist) og tíðaratviksorð (hvenær eitthvað gerist). Í dæminu hér að ofan, „ég söng illa“, er um háttaratviksorð að ræða, það er hvernig söng ég. Frumstigið er illa, miðstigið verr, efstastigið verst. Í dæminu „ég stökk hátt“ er einnig um háttaratviksorð að ræða, það er hvernig stökk ég. Þarna er atviksorðið samhljóða hvorugkyni lýsingarorðsins hár og stigbreytist í miðstigi hærra og í efsta stigi hæst. „Ég stökk hæst í bekknum“ er þá atviksorð í efsta stigi.

Í dæminu „ég stökk hátt“ er um háttaratviksorð að ræða. Mynd af íþróttamanninum John Winter sem fór með sigur af hólmi í hástökki á Ólympíuleikunum í Lundúnum 1948.
- Athlete John Winter winning the high jump event at the Lon… | Flickr. (Sótt 29.5.2018).