Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 98 svör fundust
Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?
Orðasambandið að hleypa í brýnnar er notað um að láta í ljós óánægju eða reiði með því að draga saman augabrúnirnar. Einnig er talað um að hleypa brúnum í sömu merkingu. Ýmsar aðrar sagnir eru notaðar til að lýsa óánægju eða reiði með einhvers konar augngrettum. Vel er þekkt að yggla brýnnar og setja í brýnnar...
Af hverju erum við með augabrúnir?
Líklega er helsti tilgangur augabrúna að koma í veg fyrir að vökvi á borð við regnvatn eða svita berist í augun. Lögun augabrúnanna gerir að verkum að vatn lekur fremur framhjá augunum en inn í þau. Einnig er mjög líklegt að augabrúnir auðveldi mönnum að sýna tilfinningar sínar. Þegar fólk er reitt hleypir það...
Hvað ræður augnalit okkar? Hvort eru blá eða brún augu ríkjandi?
Hér er einnig svar við spurningunni: Geta foreldrar sem bæði eru brúneygð átt bláeygt barn? Gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráða því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg og sa...
Hvers vegna eru dansleikir auglýstir með aldurstakmarki en ekki aldurslágmarki?
Orðin aldurstakmark og aldurslágmark eru notuð á misjafna vegu. Aldurstakmark er það mark sem aldurinn setur, bæði hámark og lágmark. Þegar talað er um aldurslágmark er átt við lægsta aldur, sem til greina kemur í einhverju tilviki, en aldurshámark þann hæsta. Þegar auglýst er að aldurslágmark á dansleik sé við 16...
Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?
Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....
Hvernig verkar drullusokkur?
Myndir sýnir þverskurð af drullusokki sem þrýst er að stífluðu niðurfalli vasks. Drullusokkurinn samanstendur vanalega af íhvolfri gúmmiblöðku og skafti sem stendur upp úr henni líkt og myndin sýnir. Þegar skaftinu er þrýst niður pressast blaðkan saman. Rúmmál hennar minnkar og umfram loftið þrýstist út und...
Hvað eru til mörg litbrigði af jaspis?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvað eru til mörg litbrigði af steintegundinni jaspis og hvar er jaspis helst að finna? Jaspis er dulkornótt afbrigði af kísli, SiO2, rétt eins og kalsedón (glerhallur, draugasteinn) og tinna. Jaspis er ekki hreinn kísill heldur mengaður ýmsum efnum, einkum járnsamböndum, ...
Af hverju heitir Hestfjall í Grímsnesi þessu nafni?
Hestfjall dregur líklega nafn sitt af lögun, það er eins og liggjandi hestur til að sjá. Efst á því heita Hesteyru. Hitt er svo annað mál að Hestfjall var notað til hrossabeitar frá Skálholtsstað áður fyrr en það kemur nafngiftinni sennilega ekki við. Hestur og Hestfjall í Grímsneshreppi í baksýn. Nokkur önnur ...
Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?
Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógr...
Getur komið jarpt afkvæmi undan brúnni meri og rauðum hesti?
Í mjög stuttu máli er svarið við þessari spurningu já: Það getur komið jarpt afkvæmi undan brúnu og rauðu. En skoðum málið aðeins nánar til að skilja hvers vegna. Aðallitir í hrossum og jafnframt þeir algengustu eru brúnn, jarpur og rauður. Tvö aðalefni ráða litnum, annað svart en hitt rautt eða rauðgult. ...
Úr hverju er laufblað?
Laufblöð eru samsett úr nokkrum lögum en þau eru efri yfirhúð (e. upper epidermis), stafvefur (e. palisade layer), svampvefur (e. spongy layer) og neðri yfirhúð (e. lower epidermis). Efst er efri yfirhúð og frumur hennar eru þaktar með vaxkenndum hjúp eða vaxlagi til þess að draga úr vatnstapi. Frumurnar í efr...
Hvernig er hægt að láta hvítu kúluna fara aðra leið en lituðu kúlurnar þegar hún fer ofan í holu á biljarðborði?
Biljarður eða ballskák er samheiti yfir nokkrar tegundir leikja þar sem kjuði er notaður til að skjóta kúlum á sérstöku biljarðborði. Til þessara leikja heyra til dæmis snóker og pool, sem er útbreiddasti biljarðleikurinn. Pool má síðan flokka í nokkra undirleiki eins og nine ball og eight ball, sem er líklega vin...
Af hverju gátu Bakkabræður ekki borið birtuna inn í húsið í húfunum sínum?
Bakkabræður virðast hafa lesið sér til í eðlisfræði og komist að því að ljósið hegði sér oft einsog agnir sem nefnast ljóseindir. Þeir hafa þess vegna ályktað að hægt væri að bera agnirnar inn í kolniðamyrkur og hleypa þeim þar út til að bregða birtu á bæinn. Ályktunarhæfni bræðranna hefur þó aðeins brugðist þ...
Er löglegt að skjóta dróna sem fer inn á einkalóð niður með haglabyssu?
Dróni er samkvæmt íslenskri orðabók fjarstýrt loftfar. Drónar eru ómönnuð loftför en samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998 er loftfar sérhvert tæki sem haldist getur á flugi vegna verkana loftsins, annarra en loftpúðaáhrifa við yfirborð jarðar. Lögin gilda því um dróna. Einnig er reglugerð nr. 770/2010 um f...
Af hverju fá karlkyns ljón makka en ekki kvenkyns?
Það er vel þekkt í náttúrunni að karldýr hafi eitthvað sem hjálpar þeim til að ganga í augun á kvendýrunum. Til dæmis eru karlfuglar oft æði litskrúðugir og er tilgangurinn sá að vekja athygli kvenfuglanna. Makki ljónsins gegnir sama hlutverki og skrautlegar fjaðrir eða litir meðal ýmissa fugla, það er að gera kar...