Nokkur önnur Hestfjöll eru til í landinu, til dæmis Hestfjall fyrir ofan bæinn Hest í Andakíl, Borgarfjarðarsýslu. Það er bratt að framan með klettum í brúnum og minnir að því leyti á Hestfjall í Árnessýslu. Hestfjall heitir fjall í landi Fróðár í Fróðárhreppi í Snæfellsnessýslu og annað í botni Önundarfjarðar í V-Ísafjarðarsýslu. Fjall við Seyðisfjörð í N-Ísafjarðarsýslu heitir einnig Hestfjall og fjall vestan Héðinsfjarðar í Eyjafjarðarsýslu ber sama nafn (líka nefnt Hesturinn). Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund:
- Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til?
- Af hverju heitir Grímsnes þessu nafni?
- Er það rétt að tiltölulega fleiri örnefni í landinu tengist svínum en sauðfé?
- Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 6. 12. 2010.