Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Myndir sýnir þverskurð af drullusokki sem þrýst er að stífluðu niðurfalli vasks. Drullusokkurinn samanstendur vanalega af íhvolfri gúmmiblöðku og skafti sem stendur upp úr henni líkt og myndin sýnir.
Þegar skaftinu er þrýst niður pressast blaðkan saman. Rúmmál hennar minnkar og umfram loftið þrýstist út undan brúnum hennar. Séu brúnir blöðkunnar nægilega sléttar og botn vasksins einnig, flæðir loft ekki til baka þegar átakinu sleppir.
Loftþrýstingur beggja vegna stíflunnar er í upphafi sá sami en þegar togað er í skaftið á drullusokknum eykst rúmmál blöðkunnar. Við það lækkar loftþrýstingur innan í blöðkunni (P1 á mynd), svo framarlega sem stíflan í niðurfallinu sé þétt, og verður lægri en þrýstingurinn fyrir neðan stífluna (P2 á mynd). Þar sem þrýstingur fyrir neðan stífluna er núna orðinn meiri en þrýstingur fyrir ofan hana þrýstist það sem olli stíflunni (vonandi) upp og losnar.
Mynd:Dixieline.com