Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 567 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Thor Aspelund rannsakað?
Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði í læknadeild Háskóla Íslands, við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og forstöðumaður Tölfræðiráðgjafar Heilbrigðisvísindasviðs. Thor hefur rannsakað áhrif áhættuþátta á hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki og hvernig er hægt að nota þá sem forspárþætti í áhættureiknum. Einni...
Hvað er að vera „forpokaður“ og hver er eiginlega uppruni orðsins? Íslensk orðsifjabók stendur hér á gati.
Sögnin að forpokast merkir að hnigna andlega, glata fjöri og áhuga samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:371) og sá sem er forpokaður er þá áhugalaus, gamaldags, oft afturhaldssamur og lítt hugsandi um nýjungar og framfarir. Uppruninn er ekki fulljós. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina forpokast er úr ritinu...
Hver eru helstu bókmenntaverk sem skrifuð voru á sjöunda áratugnum og hvað einkennir þau helst?
Sjöundi áratugurinn markaði um margt tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Þá náði módernisminn fótfestu í íslenskri skáldsagnaritun. Áður hafði módernismi komið fram í ljóðagerð og smásagnagerð á Íslandi, en það var hins vegar ekki fyrr en upp úr 1965 sem stefnan varð ríkjandi meðal skáldsagnahöfunda. Erlendis var m...
Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup? Var hann Englendingur eða norskur? Lengst af hafa biskupar á Íslandi verið íslenskir menn. Þetta er í raun og veru langt frá því að vera sjálfsagt. Kaþólska miðaldakirkjan var alþjóðleg stofnun. Þrátt fyrir biskupskjör í e...
Hvernig myndast standberg?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvar er hæsta standberg við sjó á Íslandi og í Evrópu? Standberg nefnist lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Slík hamraþil myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu uns lóðrétt spilda hrynur utan af því (sjá svar sama höfundar við spurningunn...
Hvernig mynduðust Rauðhólar?
Rauðhólar eru þyrping af gervigígum — fyrirbæri sem sagt er að ekki hafi fundist annars staðar en á Íslandi og reikistjörnunni Mars. Önnur dæmi hér á landi eru Álftavershólar og Landbrotshólar í Skaftafellssýslu (hvoru tveggja taldir vera í Eldgjárhrauni frá 934) og gígarnir við Mývatn, til dæmis Skútustaðagígar. ...
Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers-sjúkdóms?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í sjónvarpsþætti sem framleiddur er af BBC, Sannleikurinn um offitu, og sýndur var á RÚV í janúar 2021, heldur prófessor Steve Bloom því fram að ef fólk sem er of feitt léttist, minnki líkur á alzheimers-sjúkdómi. Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers? Lítið samband...
Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?
Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls o...
Hver var Bjarni Sæmundsson og hvert var hans framlag til náttúrufræða á Íslandi?
Bjarni Sæmundsson (1867 - 1940) var brautryðjandi í rannsóknum á lífríki Íslands. Hann fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík þann 15. apríl 1867 og voru foreldrar hans Sæmundur Jónsson útvegsbóndi og Sigríður Bjarnadóttir. Snemma kom í ljós að Bjarni var gæddur miklum gáfum og var hann einnig mjög hagur. Það lá ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Lotta María Ellingsen rannsakað?
Lotta María Ellingsen er dósent í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands og rannsóknarlektor við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore. Rannsóknir Lottu eru á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar og hefur hún meðal annars þróað sjálfvirkar myndgreiningaraðferðir fyrir segulómmyndir af heila og tölvusneiðm...
Hver eru helstu störf Þorsteins Vilhjálmssonar í þágu vísinda?
Þorsteinn Vilhjálmsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverf...
Hvernig er best að mæla fjarlægð eldingar á einfaldan hátt?
Maður nýtir sér að mjög mikill munur er á hljóðhraða og ljóshraða, sem gerir það að verkum að við heyrum þrumuna eftir að við sjáum eldinguna. Hraði hljóðs í andrúmslofti er um það bil 0,34 km/s (kílómetrar á sekúndu) en ljóshraðinn er um það bil 300.000 km/s sem er gífurlegur hraði miðað við hljóðhraðann, og ...
Af hverju hefur ljós ávallt sama hraða og hve mikil orka er fólgin í því að viðhalda þeim hraða?
Til að svara því hvers vegna ljóshraði helst jafn í tómarúmi má benda á svör Þorsteins Vilhjálmssonar við eftirfarandi spurningum: Er hraði ljóssins breytilegur? Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu? Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi? Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á sama hraða og ljósið, til ...
Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna?
Darwin hélt því fram að menn og apar hefðu átt sameiginlegan forföður. Ekki lögðu allir jafnmikinn trúnað á þessa hugmynd, eins og sést hér á skopmynd af Darwin í líki apa. Mikið hefur verið skrifað um þróun mannsins á netinu. Við heimildaleit getur oft verið gott að skoða fyrst alfræðiorðabækur eins og...
Hvað varð um Manna, bróður Jóns Sveinssonar (Nonna)?
Nonnabækur Jóns Sveinssonar (1857-1944) komu út á árunum 1913-1944 og eru tólf talsins. Bækurnar fjalla um ævintýri Jóns Sveinssonar og ferðalög hans, bæði á æsku- og fullorðinsárum. Aðalpersónan er Nonni sjálfur en Manni, yngri bróðir Nonna, leikur einnig stórt hlutverk. Þetta á einkum við um bókina Nonni og Mann...