Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru helstu störf Þorsteins Vilhjálmssonar í þágu vísinda?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Þorsteinn Vilhjálmsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverfanda hveli I-II frá 1986-1987 og Einstein, eindir og afstæði frá 2015 sem Þorsteinn ritstýrði og samdi að hluta.

Þorsteinn er fæddur árið 1940. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1960 og meistaraprófi í öreindafræði árið 1967 frá Bohr-stofnuninni í Kaupmannahöfn. Hann starfaði fyrst í tvö ár við norrænu rannsóknastofnunina Nordita, sem þá var í Kaupmannahöfn. Hann réðst til starfa við Raunvísindastofnun árið 1967 og við Raunvísindadeild tveimur árum síðar.

Þorsteinn Vilhjálmsson hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum.

Þorsteinn varð prófessor 1989 og var forseti deildarinnar 1995-1997. Auk eðlisfræðinnar hóf hann kennslu í sögu og heimspeki vísinda um 1980. Hann hafði áhuga á tilhögun háskólakennslu og var formaður kennslumálanefndar Háskóla Íslands 1985-1992. Hann fór á eftirlaun 2010 en stundar áfram rannsóknir og ritstörf.

Þorsteinn hefur gert sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi, haldið erindi af því tagi, skrifað greinar og samið bækur eða ritstýrt. Hann var aðalritstjóri Orðaskrár Eðlisfræðifélagsins sem kom út árið 1996. Hann vann að stofnun Vísindavefsins árið 2000 og var aðalritstjóri hans 2000-2010. Árið 2005 fékk Þorsteinn sérstaka viðurkenningu menntamálaráðuneytisins fyrir störf sín að vísindamiðlun og var síðan tilnefndur til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins. Þorsteinn hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 2011 „fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings.“

Rannsóknir Þorsteins á vísindum og fræðum norrænna miðalda hafa beinst bæði að því að greina norrænar frumheimildir, rekja uppruna þeirra þegar við á og að átta sig á því sem menn hafa líklega ráðið af umhverfinu með beinum athugunum og reynslu. Hann vinnur nú meðal annars að fræðilegum útgáfum verka af þessum toga.

Mynd:
  • Úr safni ÞV.

Útgáfudagur

16.2.2018

Síðast uppfært

2.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hver eru helstu störf Þorsteins Vilhjálmssonar í þágu vísinda?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75270.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 16. febrúar). Hver eru helstu störf Þorsteins Vilhjálmssonar í þágu vísinda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75270

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hver eru helstu störf Þorsteins Vilhjálmssonar í þágu vísinda?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75270>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu störf Þorsteins Vilhjálmssonar í þágu vísinda?
Þorsteinn Vilhjálmsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverfanda hveli I-II frá 1986-1987 og Einstein, eindir og afstæði frá 2015 sem Þorsteinn ritstýrði og samdi að hluta.

Þorsteinn er fæddur árið 1940. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1960 og meistaraprófi í öreindafræði árið 1967 frá Bohr-stofnuninni í Kaupmannahöfn. Hann starfaði fyrst í tvö ár við norrænu rannsóknastofnunina Nordita, sem þá var í Kaupmannahöfn. Hann réðst til starfa við Raunvísindastofnun árið 1967 og við Raunvísindadeild tveimur árum síðar.

Þorsteinn Vilhjálmsson hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum.

Þorsteinn varð prófessor 1989 og var forseti deildarinnar 1995-1997. Auk eðlisfræðinnar hóf hann kennslu í sögu og heimspeki vísinda um 1980. Hann hafði áhuga á tilhögun háskólakennslu og var formaður kennslumálanefndar Háskóla Íslands 1985-1992. Hann fór á eftirlaun 2010 en stundar áfram rannsóknir og ritstörf.

Þorsteinn hefur gert sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi, haldið erindi af því tagi, skrifað greinar og samið bækur eða ritstýrt. Hann var aðalritstjóri Orðaskrár Eðlisfræðifélagsins sem kom út árið 1996. Hann vann að stofnun Vísindavefsins árið 2000 og var aðalritstjóri hans 2000-2010. Árið 2005 fékk Þorsteinn sérstaka viðurkenningu menntamálaráðuneytisins fyrir störf sín að vísindamiðlun og var síðan tilnefndur til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins. Þorsteinn hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 2011 „fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings.“

Rannsóknir Þorsteins á vísindum og fræðum norrænna miðalda hafa beinst bæði að því að greina norrænar frumheimildir, rekja uppruna þeirra þegar við á og að átta sig á því sem menn hafa líklega ráðið af umhverfinu með beinum athugunum og reynslu. Hann vinnur nú meðal annars að fræðilegum útgáfum verka af þessum toga.

Mynd:
  • Úr safni ÞV.

...