Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 222 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði?

Utan hins norræna málsvæðis eru einungis varðveitt örfá eddukvæða brot um fornar hetjur. Drjúgur hluti hins norræna efnis fjallar hins vegar um forna germanska guði sem skýrar vísbendingar eru um að hafi verið tignaðir víða um Evrópu á heiðnum tíma. Nútímamaðurinn vissi þó fátt um þessi goð ef ekki væri fyrir ísle...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar ríma er Tímaríma?

Árið 1783 kom út í Hrappsey hin óvenjulega Tímaríma Jóns Sigurðssonar Dalaskálds (1685-1720) en hún var áður prentuð í Kaupmannahöfn 1772. Rímur voru almennt kveðnar til skemmtunar og ein helsta dægradvöl þjóðarinnar í aldanna rás. Tímaríma er engin undantekning frá því en hún er um leið gagnrýnin og sver sig í æt...

category-iconHugvísindi

Er vitað um foreldra Kveld-Úlfs?

Í þessu svari verður notaður rithátturinn Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur á nöfnum lykilpersónanna tveggja, eins og gert er í Egils sögu og Landnámabók. Að rita nöfn þeirra í einu orði þekkist þó víða í íslenskum textum, Kveldúlfur og Skallagrímur, og gagnlegt er að hafa báðar útgáfurnar í huga þegar leitað er upplýs...

category-iconHugvísindi

Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir?

Í sem stystu máli mætti segja að svarið væri nei, víkingar voru ekki góðhjartaðir. En eins og oft vill verða með svona spurningar er svarið að verulegu leyti fólgið í merkingu orðanna, hér merkingu orðsins víkingur. Því þarf að útskýra ýmislegt áður en komist er að þessari niðurstöðu. Sverrir Jakobsson sagnfræð...

category-iconHugvísindi

Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð?

Ítarlegar ritheimildir um stríð birtast fyrst um 2500 f.Kr. hjá Súmerum í Mesópótamíu þar sem nú er Írak. Súmerar voru fyrstir til að þróa skrift þegar þeir mótuðu fleygrúnir um 3500 f.Kr. Oft er talað um vöggu siðmenningar á þessu svæði og þar hófst fyrst öflug borgmenning. Þegar leitað er svara við spurningun...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru möngumyndasögur?

Upphaflega hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á möngum og venjulegum teiknimyndasögum (fyrir utan það að manga er japanskt)? Eins og spyrjandi bendir réttilega á eru möngur (nf. et. manga) japanskar teiknimyndasögur, enda er manga japanska orðið yfir slíkar sögur. Möngur urðu til skömmu eftir lok seinni...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar hljóðfæri er þeremín?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...

category-iconFornfræði

Hver var Elektra sem elektruduld er kennd við?

Elektra var dóttir Agamemnons, konungs í Mýkenu, og Klýtæmnestru. Hennar er ekki getið í kviðum Hómers en tveir forngrískir harmleikir um Elektru eru varðveittir, annar þeirra er Elektra Sófóklesar en hinn er Elektra Evripídesar. Auk þess kemur Elektra fyrir í þríleiknum Óresteiu eftir Æskýlos. Teikning af Elektr...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?

Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...

category-iconHeimspeki

Hver er tengingin milli grískrar heimspeki og heimspekinga miðalda?

Spurningin er viðamikil en í stuttu máli má segja að sú heimspekihefð sem varð til og mótaðist meðal Forngrikkja eigi sér órofa sögu sem teygir sig í gegnum Rómaveldi og miðaldir til okkar tíma, þótt hún teygi sig reyndar í aðrar áttir líka. Þessi hefð er stundum kölluð vestræn heimspeki. Þetta er ekki eina heimsp...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er absúrdismi?

Heitið absúrdismi er dregið af latneska lýsingarorðinu absurdus og skírskotar til þess sem talið er fjarstæðukennt eða fáránlegt, en algengt er að absúrdismi sé kenndur við fáránleika á íslensku. Hugtakið er komið úr umræðum um nútímabókmenntir og heimspeki og lýsir afstöðu mannsins til heimsins eftir að trúarleg ...

category-iconHugvísindi

Hver var Kató gamli?

Marcus Porcius Cato, sem kallaður er Kató gamli, var rómverskur stjórnmálamaður og ræðumaður, uppi milli 234 og 149 fyrir Krist. Sem ungur maður barðist hann í öðru af þremur svokölluðum púnverskum stríðum sem Rómverjar háðu við Púnverja, íbúa borgarinnar Karþagó sem stóð í Norður-Afríku, ekki langt frá þeim s...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar bókmenntaverk er Búnaðarbálkur eftir Eggert Ólafsson?

Hjarðljóð (e. pastoral poetry) hafa frá fornu fari birt eins konar óskamynd af lífinu í formi náttúrulýsinga en boðið um leið upp á gagnrýni á það sem þykir ámælisvert í heiminum. Þar mátti einnig koma að ábendingum um búskaparhætti og hagnýt efni. Rómverska skáldið Virgill (70-19 f.Kr.) orti Georgica eða Búnaðarb...

category-iconBókmenntir og listir

Hver konar kvæði er Lilja sem Eysteinn Ásgrímsson á að hafa ort?

Eysteinn Ásgrímsson (d. 1361) er talinn höfundur Lilju, eins merkasta helgikvæðis sem samið hefur verið á íslensku. Lilja er svokölluð heimssögudrápa þar sem höfundur færir okkur heimssögu kristninnar í bundnu máli frá sköpun heims og fram á dómsdag. Eins og aðrar drápur einkennist Lilja af kvæðaforminu sem skipti...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er mansöngur í rímum?

Talið er líklegt að rímnaskáld hafi snemma tekið upp á því að yrkja mansöng í upphafi hvers rímnaflokks en fljótlega fór þó að bera á því að mansöngur væri ortur á undan hverri rímu og þá nokkrir innan hvers flokks. Ýmislegt bendir til þess að mansöngvar hafi verið ortir að kröfu kvenna. Í Skáld-Helga rímum segir ...

Fleiri niðurstöður