Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 163 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvert var verðmæti eins sterlingspunds árið 1932?

Verðlag í Bretlandi er nú, í maí 2002, fjörutíu sinnum hærra en það var árið 1932 ef miðað er við hækkun vísitölu neysluverðs þar í landi. Fyrir eitt sterlingspund árið 1932 var því hægt að kaupa álíka mikið og fyrir 40 sterlingspund nú. Rétt er að hafa í huga að slíkur samanburður er af ýmsum ástæðum mjög erf...

category-iconVísindavefur

Hver fann upp sjónvarpið og hvenær?

Skoski verkfræðingurinn John Logie Baird (1888-1946) fann upp sjónvarpið. Hann sendi út fyrstu sjónvarpsmyndirnar frá herbergi á Central Hotel í Glasgow árið 1924. Þar var aðeins um útlínur hluta að ræða. Fyrsta andlitið birtist á skjánum hjá Baird ári seinna og fyrstu sjónvarpsmyndirnar af hlutum á hreyfingu þann...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um moldvörpur?

Moldvörpur (Talpidae) tilheyra ættbálki skordýraæta (Insectivore). Þekktar eru að minnsta kosti 29 tegundir í 12 ættkvíslum. Moldvörpur finnast á þrem afmörkuðum útbreiðslusvæðum: í Evrópu, Asíu og austurhluta Norður-Ameríku. Í Evrópu finnast 3 tegundir. Fyrst skal nefna hina eiginlegu moldvörpu eða evrópsku moldv...

category-iconLandafræði

Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?

Silkileiðin á sér langa og margbrotna sögu. Þýski landfræðingurinn og baróninn Ferdinand Paul Wilhelm von Richthofen (1833–1905) ljáði henni þetta rómantíska heiti (þ. Seidenstraße) og hefur það loðað við hana síðan. Hann taldi að leiðin hefði fyrr á tímum verið eins konar breiðgata milli Rómaveldis og Kína. Engar...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er pönk?

Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?

Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...

category-iconNæringarfræði

Í hvaða fæðutegundum eru flókin kolvetni og í hvaða fæðutegundum eru einföld kolvetni?

Kolvetni finnast nær eingöngu í fæðutegundum sem eru úr jurtaríkinu. Eina kolvetnið úr dýraríkinu sem við borðum er svolítið af glýkógeni sem hefur stundum verið kallað dýramjölvi eða dýrasterkja á íslensku. Hér er um að ræða flókið kolvetni sem finnst í svolitlu magni í vöðvum og lifur og er orkuforði dýra. Við m...

category-iconLífvísindi: almennt

Er gras á norður- eða suðurpólnum?

Ef spurningin á við pólana í merkingunni nyrsti og syðsti punktur jarðkringlunnar er svarið nei. Þar er ekki gras eða annar gróður enda skilyrði öll hin erfiðustu fyrir gróður, um 2.700 m þykkur ís á suðurpólnum og hafís fljótandi yfir norðurpólnum. Hins vegar notar fólk stundum orðið suðurpóll þegar það á í raun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju voru risaeðlur kallaðir því nafni þrátt fyrir að sumar þeirra væru mjög litlar?

Hugtakið dinosaur er komið frá breska líffræðingnum Sir Richard Owen (1804-1892). Það er dregið af gríska orðinu deinos sem þýðir skelfilegur eða ógurlegur og sauros sem þýðir eðla. Vissulega voru ekki allar risaeðlur stórar og ógnvænlegar. Nú hafa fræðimenn lýst meira en 500 ættkvíslum og yfir 1000 tegundum í þes...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið strákar tengt skandinavíska orðinu kar sem merkir drengur?

Spurning í heild hljóðaði svona: Góðan dag. Hver er uppruni orðsins strákur (et.), strákar (ft.)? Er orðið á einhvern tengt skandinavíska (norska bm/nn) orðinu kar sem í nútímamerkingu þýðir drengur eða unglingspiltur? Er orðið kar t.d. komið frá fornnorrænu af orðinu karl? Nánara væri áhugavert að heyra hvaða...

category-iconHeimspeki

Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?

Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru háhyrningar hvalategund? Eru hvalir rándýr?

Svarið við fyrri spurningunni er já, háhyrningar eru sérstök tegund hvala og nefnis á fræðimáli Orcinus orca. Lausleg skilgreining á hugtakinu tegund er afmarkaður hópur lífvera, hvort sem um er að ræða jurtir eða dýr, sem eru í meginatriðum eins að útliti og líkamsgerð og geta átt saman frjó afkvæmi. Háhyrnin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um Samójed-sleðahundana?

Samójed-hundar eru nefndir eftir samójed-þjóðflokknum sem líklega er mongólskur að uppruna. Þessi þjóðflokkur skiptist í nokkra hópa, Nenets, Enets, Naganasat og Yurat, sem lifa í Norður-Síberíu, aðallega við Úralfjöll og allt austur að hinu mikla Jenisej fljóti. Í gegnum tíðina hefur þjóð þessi verið hreindýrahir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið skriðdreki?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að Íslendingar notast við orðið ,,skriðdreki“ til að merkja þetta brynvarða drápstæki er á góðri ensku kallast ,,Tank“ - en ekki t.d. ,,stríðsvagn“ eins og skandínavískir frændur okkar gera? Farið var að nota skriðdreka í fyrri heimsstyrjöldinni. ...

category-iconSálfræði

Sýna þeir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega í æsku einhver einkenni þess síðar í lífinu, til dæmis í kynlífi?

Rannsóknir á áhrifum kynferðisofbeldis á börn og afleiðingum þess síðar á ævinni, hafa hingað til einkum beinst að stúlkum og konum, sem beittar hafa verið slíku ofbeldi í bernsku. Ástæða þessa er væntanlega sú að stúlkubörn virðast oftar vera fórnarlömb kynferðisofbeldis en drengir. Svarið byggist því á rannsóknu...

Fleiri niðurstöður