Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hversu margir greinast árlega með krabbamein á Íslandi?
Spurningin í heild hljóðar svona: Hversu margir greinast árlega með krabbamein á Íslandi og hvert er hlutfallið miðað við aðra? Árlega greinast 546 karlar og 541 kona með krabbamein á Íslandi sé miðað við meðaltal áranna 1997-2001. Fjöldinn eykst með ári hverju, sem skýrist að miklu leyti af því að hlutfall eldra...
Hver er tilgangurinn með hvalveiðum Íslendinga í rannsóknaskyni?
Á síðastliðnu vori kynnti Hafrannsóknastofnunin tveggja ára áætlun um veiðar þriggja hvalategunda í rannsóknaskyni. Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að rannsóknaveiðarnar stæðu í tvö ár og hvort ár yrðu veiddar 100 hrefnur á tímabilinu maí-september. Auk þess var gert ráð fyrir veiðum á 100 langreyðum og 50...
Hvað er átt við með samráði í samkeppnisreglum?
Með samráði er einfaldlega átt við að menn ræði saman og alla jafna þykir ekki ástæða til að amast við því. Þegar fyrirtæki eiga í samkeppni er þó oftast talið óæskilegt að stjórnendur þeirra ræði saman og ákveði til dæmis hvernig þeir ætla að verðleggja vörur sínar eða skipta með sér mörkuðum. Skýringin á því ...
Hvað er líkt með atferli hunda og úlfa?
Úlfar (Canis lupus) og hundar eru náskyldar tegundir enda eru margir dýrafræðingar á því að hundurinn sé deilitegund úlfsins og beri því fræðiheitið Canis lupus familiaris. Aðrir dýrafræðingar vilja hins vegar flokka hundinn sem sérstaka tegund innan ættkvíslarinnar Canis en þá er tegundarheitið Canis familiaris. ...
Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna?
Ef hiti jökuls er við frostmark, eins og langoftast er hér á landi, getur hann í rauninni ekki "hitnað". Ef reynt er að hita hann frekar þá bráðnar hann og bræðsluvatnið rennur burt, þannig að efnið er þá hvorki jökulís lengur né heldur hluti af upphaflega jöklinum. — Ef hitastig jökulsins er hins vegar undir fros...
Af hverju eru salerni merkt með stöfunum WC?
Skammstöfunin WC stendur fyrir water closet 'vatnssalerni'. Closet er notað í fleiri en einni merkingu:fataskápur, fataherbergilítið herbergi notað til hvíldar eða til þess að draga sig í hlé.Orðið er skylt latnesku sögninni claudo 'ég loka, læsi' en af henni er dregið nafnorðið claustrum 'læstur staður'. Fyrr á t...
Hvað er maðurinn með mörg rifbein og viðbein?
Rifbeinin eru þunn, flöt, bogin bein sem mynda kassa til varnar líffærum í brjóstholinu, svokallaðan brjóstkassa (e. ribcage). Þau eru alls 24 eða tólf pör og skiptast í þrjá flokka. Fyrstu sjö pörin eru kölluð heilrif (e. true ribs). Þau festast við hrygginn að aftan og um svokallaðan geislung úr brjóski við brin...
Af hverju er maður með blóð í líkamanum?
Blóðið gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíoxíð þannig að þeir geti starfað eðlilega eins og fjallað er um í svari við spurningunni: Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna? Einnig gegnir það hlutverki í vörnum líkamans þar sem hvítkorni...
Hvernig gengur með þróun á postulínsfyllingum í tennur?
Stöðug þróun á sér stað í tannfyllingarefnum almennt, sérlega þeim sem höfða til útlits, það er plastefna og postulíns. Postulínsfyllingar (krónur og innlegg) hafa verið notaðar lengi og tekið miklum framförum, sérlega hvað styrk varðar. Þegar postulínsfyllingar eru gerðar þarf að taka mát af viðkomandi tönn e...
Ógna tilraunir CERN með stóra sterkeindahraðlinum tilvist heimsins?
Svarið er einfalt nei. Á bak við það liggja margvísleg rök sem byggjast á þekkingu sem menn hafa aflað sér á náttúrunni á umliðnum öldum og árþúsundum. Auk þess má segja að náttúran svari þessu sjálf á einfaldan hátt því að í náttúrunni gerast svipaðar "tilraunir" ótt og títt, til dæmis þegar orkumiklir geimgeisla...
Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn?
Orðið þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Hér er hægt að skoða dæmi um orðið þjóðstjórn á vef alþingis...
Af hverju eru strútar með svona lítinn heila?
Strúturinn (Struthio camelus) hefur vissulega lítinn heila miðað við okkur mennina. Heilinn í strútum er svipaður og hjá öðrum fuglum en þar sem hann er stærstur allra núlifandi fugla þá er hlutfallsleg stærð heilans miðað við líkamsþyngd frekar lítil. Þetta á reyndar við um margar aðrar fuglategundir. Heili strú...
Hvað eiga menn við með orðunum 'harkan sex'?
Orðasambandið harkan sex þekkist vel í málinu í yfirfærðri merkingu. Oft er sagt sem svo: ,,Ekki þýðir annað en sýna núna hörkuna sex ef ná á árangri.“ Þá er átt við að sýna þurfi mikinn dugnað og harðfylgi. Orðasambandið er sótt til jarðfræði. Steintegundir eru flokkaðar eftir því hvert viðnám þeirra er gegn ...
Hvað er í gangi með síldina í Kolgrafafirði?
Síld er svokallaður torfufiskur. Í einum hópi eða flekk geta verið allt að nokkrar milljónir einstaklinga. Síldartorfur hreyfast líkt og um eina sjálfstæða lífveru væri að ræða. Um það má lesa meira í svari við spurningunni Getið þið sagt mér eitthvað um síld?. Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér af hver...
Hverjir eru helstu hjartagallarnir sem börn greinast með?
Það eru margir hjartagallar sem börn greinast með en á Íslandi eru það þrír sem eru algengastir: Op á milli gátta (e. atrial septal defect, skammstafað ASD). Op milli slegla (e. ventricular septal defect, skammstafað VSD). Opin fósturæð (e. patent ductus arterio, skammstafað PDA). Op á milli gátta Stun...