Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 619 svör fundust
Hvert berst gosaska?
Algengt er að lofthjúpurinn sé mjög lagskiptur bæði hvað varðar hitafallanda og vindstefnu og styrk. Ofan á veðrahvolfinu liggja ætíð svokölluð veðrahvörf og eru þau jafnframt neðra borð heiðhvolfsins. Hiti fellur lítið í heiðhvolfinu og er loft þar mjög stöðugt. Lóðréttar hreyfingar lofts eru mjög litlar að ja...
Hver var Sólon frá Aþenu?
Sólon var aþenskur stjórnmálaleiðtogi, löggjafi og skáld, sem hafði nokkurs konar landsföðursímynd í hugum Aþeninga á klassískum tíma. Hann var einnig talinn einn af vitringunum sjö síðar meir en til þeirra sóttu Grikkir gjarnan innblástur enda var þeim eignuð margvísleg speki. Þó var líklega oft um vel kunna máls...
Hvað getið þið sagt mér um ævi Nikulásar Kópernikusar?
Nikulás Kópernikus fæddist 19. febrúar 1473 í borginni Torun sem nú er ekki fjarri miðju Póllands. Borgin var í Hansasambandinu á þessum tíma, mikilvæg viðskiptamiðstöð og vellauðug. Átján ára að aldri fór Kópernikus til náms við háskólann í Krakow, en hann er meðal elstu háskóla í Evrópu og naut mikillar virði...
Hvað þýðir það að erfðavísar séu ónýtir og hvernig kemur slíkt fram í svipgerð fólks?
Gen (erfðavísar) eru mikilvægasti hluti erfðaefnisins. Erfðaefnið DNA eru tvíþátta þræðir sem mynda litningana. Við manneskjurnar fáum eitt sett af litningum frá móður og eitt sett frá föður. Því höfum við tvö heil eintök af flestum okkar genum - eitt frá hvoru foreldri. Það er kallað að vera tvílitna. Algengast e...
Hvað eru vorjafndægur og af hverju verða þau?
Klukkan 16:15 þriðjudaginn 20. mars 2018 verða vorjafndægur á norðurhveli jarðar en haustjafndægur á suðurhvelinu. Þá færist sólin norður yfir miðbaug himins. Á sumarsólstöðum í júní verður sólin svo lengst frá miðbaug himins og byrjar eftir það að lækka aftur á lofti. Dagur og nótt ekki alveg jafn löng Á...
Hver er besta leiðin til að fá „six pack“?
Margir lesendur Vísindavefsins hafa spurt um kviðvöðvann, sem oft er vísað til með ensku orðunum „six pack“ en kallast á íslensku kviðbeinn. Hér er öllum þessum spurningum svarað lið fyrir lið. Félagi minn er ekki með six pack, hann er með eight pack. Er það eðlilegt? Já, það er eðlilegt. Enska orðið „six pa...
Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...
Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað kallast hvalaættkvíslin "Right whale" á íslensku? Sléttbakur (Eubalaena glacialis) er ein þriggja tegunda innan ættkvíslarinnar Eubalaena sem á íslensku hefur verkið kölluð höttungar en á ensku right whale. Sléttbakurinn, sem einnig hefur gengið undir nöfnum eins og ísland...
Hver er saga dánarvottorða á Íslandi?
Á Norðurlöndunum var rík hefð fyrir því að prestar skráðu upplýsingar um dánarmein í prestsþjónustbækur sínar, og tölfræðilegar upplýsingar um dánarmein grundvölluðust framan af á skýrslum frá prestum. Lengi vel var söfnun upplýsinga um dánarmein mun ítarlegri í sænska ríkinu (það er í Svíþjóð og Finnlandi) en í D...
Hvenær var blómatími grískrar heimspeki og hvenær lauk honum?
Nú er spurt um gullöld grískrar heimspeki. Hugtakið ‘blómatími’, eins og ‘gullöld’ og önnur áþekk hugtök, er fyrst og fremst merkimiði sem við höfum búið til og notum til þess að upphefja ákveðið tímabil sem okkur þykir af einhverjum ástæðum mikið til koma. Við köllum eitthvert tímabil í sögu heimspekinnar blómatí...
Eru spanhellur hættulegar heilsu manna og ætti að nota blýsvuntur til að verjast geislun frá þeim?
Með aukinni notkun rafmagns og raftækja undanfarin ríflega hundrað ár hafa jafnframt aukist áhyggjur manna af hættum sem geta skapast af henni, og eru þar með taldar hættur vegna rafsegulsviðs (e. electromagnetic field). Sérstaklega hafa þessar áhyggjur vaxið undanfarin um það bil 40 ár. Þannig þekkjum við flest u...
Hvernig nákvæmlega voru Skaftáreldarnir? Hvernig var aðdragandinn og hvernig fór þetta allt fram?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hversu lengi stóð gosið í Lakagígum yfir? Hvert fór askan sem kom upp í Skaftáreldum? Skaftáreldar hófust 8. júní 1783 og stóðu yfir í átta mánuði eða til 7. febrúar 1784. Þeir eru annað stærsta flæðibasaltgos Íslandssögunnar á eftir Eldgjárgosinu 934-940.[1] Mei...
Hvernig grafa ár sig niður?
Þessu verður ekki betur svarað en með lýsingu Þorleifs heitins Einarssonar í jarðfræðibókum hans, fyrst Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968).[1] „Rennandi vatn er iðið við mótun landslags og raunar afkastadrýgst útrænu aflanna í þeirri iðju. Hreint vatn vinnur þó lítið á föstu bergi nema undir fossum og í kröpp...
Hvað er embætti sýslumanns gamalt og hvað var yfirvaldið kallað fyrir það?
Fram yfir miðja 13. öld, á svonefndum þjóðveldistíma, réðu goðar yfir héruðum landsins og ekki er hægt að tala um miðstjórnarvald að öðru leyti en því að þeir komu með þingmönnum sínum til fundar á alþingi á Þingvöllum á sumrum, enda giltu ein lög í landinu sem nú ganga undir nafninu Grágás. Eftir að íslenskir höf...
Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?
Spurningin lýtur að því hvort löggæslufólki sé óheimilt að framfylgja skipunum af tveimur ólíkum ástæðum, það er annars vegar þegar það telur að skipun brjóti gegn siðferðisvitund sinni og hins vegar þegar það telur að hún sé mögulega ólögmæt. Fyrst verður vikið að síðari ástæðunni og mestu púðri eytt í hana en sv...