Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLögfræði

Við erum nokkur sem langar til að vita hvernig eigi að stofna sértrúarsöfnuð?

Sértrúarsöfnuður nefnist á ensku sectarian eða sect sem er dregið af latneska orðinu secta sem merkir til dæmis 'lífsmáti, áætlun, leið'. Í klassískri latínu var secta til dæmis notað um þá sem aðhylltust ákveðnar stjórnmálaskoðanir eða fylgdu flokkslínum. Talið er að orðið sectarian hafi fyrst verið notað um miðj...

category-iconBókmenntir og listir

Er til tónn sem er svo ljótur að hann er kenndur við djöfulinn?

Hugtakið tónskratti eða diabolus in musica varð til á miðöldum og á við tónbil en ekki stakan tón. Ekki er víst hvort ástæðan fyrir nafngiftinni hafi verið sú að tónbilið þótti ljótt. Á miðöldum voru svonefndar kirkjutóntegundir notaðar í tónlist. Frumtóntegundirnar fjórar voru: dórísk, frýgísk, lýdísk og mixó...

category-iconLandafræði

Hvað eru margir staðir á Íslandi sem byrja á stafnum M eða H?

Á Veraldarvefnum er hægt að leita að staðarnöfnum í sérstakri Örnefnaskrá. Ef slegnir eru inn bókstafirnir M og H, leitar forritið að öllum staðarnöfnum í grunninum sem byrja á stöfunum. Samkvæmt talningu byrja 913 staðarnöfn á M og 2783 á H. Hér sést kort með fjölmörgum staðarnöfnum sem byrja á H....

category-iconMálvísindi: almennt

Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni?

Erfitt er að svara þessari spurningu þar sem upplýsingar virðast ekki liggja frammi um röðun í símaskrá um allan heim. Athugun á Norðurlöndum sýnir að þar er raðað eftir kenninafni (ættarnafni). Annars staðar í Evrópu gildir hið sama. Í Bandaríkjunum og Ástralíu er raðað eftir kenninafni. Um Afríku og Asíu mun...

category-iconLandafræði

Hver er saga Áshildardysar sem er í landi Áshildarholts II í Skarðshreppi, Skagafirði?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Rétt sunnan við afleggjarann inn á Sauðárkrók er dys rétt við þjóðveginn í átt til Reykjavíkur. Dys þessi er í landi Áshildarholts II, í gamla Skarðshrepp. Vegaskilti er þar með áletruninni: „Áshildardys“ og á því skilti er slaufuferningurinn sem Vegagerðin kallar: „Ath...

category-iconTrúarbrögð

Hvaðan komu gjafirnar sem Jesúbarninu voru færðar og til hvers voru þær notaðar?

Á gull er minnst 439 sinnum í Biblíunni, þar af 403 sinnum í Gamla testamentinu og 36 sinnum í Nýja testamentinu, og er ekki minnst á neina málmtegund þar jafn oft. Reykelsi kemur fyrir 146 sinnum, þar af 136 sinnum í Gamla testamentinu og 10 sinnum í Nýja testamentinu. Myrru er getið 16 sinnum, þar af 13 sinnum í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða lúður gamlar og hve stór var stærsta lúðan sem veiðst hefur?

Lúðan er langlífur fiskur en hún getur að öllum líkindum orðið allt að 35-40 ára. Lúður verða tiltölulega seint kynþroska, hrygnurnar ekki fyrr en um 12 ára aldur og hafa þá náð umtalsverðri stærð eða um 120 til 130 cm. Hængurinn verður kynþroska heldur yngri eða um 8 ára gamall, og er þá um 90 til 110 cm á lengd....

category-iconLífvísindi: almennt

Verða frumur alltaf minni og minni eftir því sem þær skipta sér oftar?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Við frumuskiptingu verða dótturfrumur minni en móðurfrumur. Verða þá ekki „næstu kynslóðir“ frumunnar ennþá minni og svo koll af kolli? Þótt dótturfrumur séu minni en móðurfruma eins og hún var rétt fyrir skiptingu, ná þær senn eðlilegri stærð sinnar frumugerðar. Þær skip...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið nefnt mér einhver dýr sem byrja á bókstafnum i í íslensku?

Já, það getum við gert. Hér eru nokkur: Iðormar er einn hópur flatorma sem lifa í lækjum, ám, sjó og vötnum. Iðormar eru, ólíkt flestum dýrum, bara með eitt op á meltingarveginum. Yfirleitt nærast iðormar á rotnandi leifum jurta og dýra. Ef engan mat er að finna nærast þeir á sjálfum sér, eða þeim líffærum sem ...

category-iconLögfræði

Eru til einhverjar skrifaðar siðareglur sem varða starfsmenn og skyldur fyrirtækisins gagnvart þeim?

Ýmis rög og reglur gilda um vinnurétt. Sem dæmi má nefna lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 10/1996, lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 og lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Þar að auki má finna sértækar reglur um einelti á vinnustöðum. Þær eru í regluge...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist ef maður sem ekki er ofvirkur tekur rítalín? Getur hann dáið?

Rítalín er í raun aðeins ein tegund lyfja sem innihalda virka efnið metýlfenídat (enska methylphenidate). Það örvar miðtaugakerfið og svipar því til efna á borð við koffín, sem meðal annars er í kaffi, súkkulaði og mörgum gosdrykkjum, og ólöglegra vímuefna eins og amfetamíns og kókaíns. Efnasamsetning metýlfen...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru allar dúfurnar sem voru alltaf í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum?

Dúfur (Columba livia domestica) voru algengar í Reykjavík hér áður fyrr. Dúfnarækt var vinsælt tómstundagaman og dúfurnar sluppu stundum úr haldi auk þess sem einfaldast var að sleppa öllum hópnum þegar menn misstu áhugann á ræktinni. Þannig bættist alltaf við villta (eða öllu heldur hálfvillta) stofninn í borginn...

category-iconFélagsvísindi

Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?

Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.)....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara?

Svarið er já, þessi regla er til og hún er svona: v2 = 254 * μ * d Hér er v hraði bílsins í kílómetrum á klukkustund (km/h) og v2 er þessi hraði margfaldaður með sjálfum sér; d er lengd hemlafara í metrum og μ (mu) er svokallaður núningsstuðull. Stuðullinn lýsir núningskraftinum milli bíls og undirlags...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar?

Veirur verða að sýkja frumur til að geta fjölgað sér. Þær eru því algjörlega háðar hýsilfrumum sínum og nýta sér efni og aðbúnað í þeim til að mynda nýjar veiruagnir sem svo aftur geta sýkt fleiri frumur. Lífsferill veira er jafn mismunandi og þær eru margar, en í aðalatriðum þurfa veirur að festa sig við hýsil...

Fleiri niðurstöður