Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til einhverjar skrifaðar siðareglur sem varða starfsmenn og skyldur fyrirtækisins gagnvart þeim?

Helga Hafliðadóttir

Ýmis rög og reglur gilda um vinnurétt. Sem dæmi má nefna lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 10/1996, lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 og lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Þar að auki má finna sértækar reglur um einelti á vinnustöðum. Þær eru í reglugerð nr. 1000/2004 um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum. Þar kemur fram í II. kafla hverjar skyldur atvinnurekanda gagnvart starfsfólki séu. Hann þarf að gera starfsmönnum ljóst að ótilhlýðileg háttsemi sé bönnuð á vinnustað og jafnframt ber honum skylda til að tryggja öryggi og heilbrigði á vinnustað. Verði starfsmaður fyrir einelti getur hann beitt kæruheimild er kemur fram í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Einnig eru til siðareglur ýmissa stétta, svo sem lækna, lögmanna og hjúkrunarfræðinga.

Þegar talað er um siðareglur er oftast átt við reglur sem gilda um samskipti manna í samfélagi, til dæmis almennar kurteisisreglur. Opinberar stofnanir hafa margar hverjar gert siðareglur er gilda um samskipti milli starfamanna og samskipti starfsmanna við viðskiptavini stofnunarinnar. Þær geta birst í vinnustaða- og verklagsreglum eða í starfsmannastefnu, eða þá sem sérstakar siðareglur.

Sumir einkaaðilar hafa sett ákveðnar siðareglur sem eru í gildi í fyrirtæki þeirra. Sjái starfsmaður ástæðu til að kvarta undan samskiptum innan fyrirtækis getur hann snúið sér til trúnaðarmanns, ef hann er starfandi innan fyrirtækis eða stofnunar. Trúnaðarmaður er fulltrúi starfsmanna gagnvart fyrirtækinu og yfirmönnum, og getur hann komið kvörtun á framfæri við yfirmann án þess að nafn starfsmanns komi fram.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.11.2005

Spyrjandi

Anna Einarsdóttir

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Eru til einhverjar skrifaðar siðareglur sem varða starfsmenn og skyldur fyrirtækisins gagnvart þeim?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5417.

Helga Hafliðadóttir. (2005, 18. nóvember). Eru til einhverjar skrifaðar siðareglur sem varða starfsmenn og skyldur fyrirtækisins gagnvart þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5417

Helga Hafliðadóttir. „Eru til einhverjar skrifaðar siðareglur sem varða starfsmenn og skyldur fyrirtækisins gagnvart þeim?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5417>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til einhverjar skrifaðar siðareglur sem varða starfsmenn og skyldur fyrirtækisins gagnvart þeim?
Ýmis rög og reglur gilda um vinnurétt. Sem dæmi má nefna lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 10/1996, lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 og lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Þar að auki má finna sértækar reglur um einelti á vinnustöðum. Þær eru í reglugerð nr. 1000/2004 um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum. Þar kemur fram í II. kafla hverjar skyldur atvinnurekanda gagnvart starfsfólki séu. Hann þarf að gera starfsmönnum ljóst að ótilhlýðileg háttsemi sé bönnuð á vinnustað og jafnframt ber honum skylda til að tryggja öryggi og heilbrigði á vinnustað. Verði starfsmaður fyrir einelti getur hann beitt kæruheimild er kemur fram í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Einnig eru til siðareglur ýmissa stétta, svo sem lækna, lögmanna og hjúkrunarfræðinga.

Þegar talað er um siðareglur er oftast átt við reglur sem gilda um samskipti manna í samfélagi, til dæmis almennar kurteisisreglur. Opinberar stofnanir hafa margar hverjar gert siðareglur er gilda um samskipti milli starfamanna og samskipti starfsmanna við viðskiptavini stofnunarinnar. Þær geta birst í vinnustaða- og verklagsreglum eða í starfsmannastefnu, eða þá sem sérstakar siðareglur.

Sumir einkaaðilar hafa sett ákveðnar siðareglur sem eru í gildi í fyrirtæki þeirra. Sjái starfsmaður ástæðu til að kvarta undan samskiptum innan fyrirtækis getur hann snúið sér til trúnaðarmanns, ef hann er starfandi innan fyrirtækis eða stofnunar. Trúnaðarmaður er fulltrúi starfsmanna gagnvart fyrirtækinu og yfirmönnum, og getur hann komið kvörtun á framfæri við yfirmann án þess að nafn starfsmanns komi fram. ...