Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 519 svör fundust

Hverjar eru líkurnar að ég fái fuglaflensuna?

Eins og staðan er í dag (apríl 2006) eru harla litlar líkur á að þú smitist af fuglaflensunni. Í fyrsta lagi smitast fuglaflensan ekki á milli manna. Í öðru lagi hefur flensan ekki enn greinst í fuglum á Íslandi þó líkur á að hún berist fljótlega hingað til lands hafi aukist verulega eftir að svanur drapst ú...

Nánar

Hvert er algengasta tréð á Íslandi?

Langalgengasta tréð á Íslandi er ilmbjörk (Betula pubescens). Undanfarin 2 ár er ilmbjörk einnig mest gróðursetta trjátegundin á landinu. Birkiskógar og kjarr þekja um 120.000 hektara (ha) lands eða 1,2% af landinu öllu. Til samanburðar þekja allar aðrar trjátegundir samanlagt um 15.000 ha eða 0,15% af landinu. ...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um förufálka?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað verpir förufálki mörgum eggjum? Förufálkinn (Falco peregrinus) er að öllum líkindum útbreiddastur allra ránfugla heimsins og verpir hann í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Förufálkinn hefur aðlagast fjölbreytilegum búsvæðum þó hann sé algengastur á opnum s...

Nánar

Hvað er gosrein og hvað er sprungusveimur?

Gliðnun lands við frárek í gosbeltunum leiðir til eldgosa á löngum sprungum sem geta náð langt út fyrir megineldstöð. Víða er þannig að finna langar gígaraðir sem liggja að mestu leyti utan megineldstöðva. Dæmi um slíkt eru Lakagígar. Gígaraðir raðast stundum í þyrpingar, þannig að nokkrar slíkar úr mismunandi eld...

Nánar

Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi?

Til að dýrategund teljist ný í dýrafánu hvers lands þarf hún í fyrsta lagi að geta dregið fram lífið á landsins gæðum og í öðru lagi að geta tímgast á nýja staðnum. Fræðimenn sem fjalla um þessa grein líffræðinnar gera skýran greinarmun á svokölluðum flækingum sem berast inn á ákveðin svæði og þeim dýrum sem e...

Nánar

Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra?

Kólfsveppir (Basidiomycota) eru ein fjögurra fylkinga sveppa sem tilheyra svepparíkinu (Fungi). Hinar fylkingarnar eru kytrusveppir (Chytridiomycota), oksveppir (Zygomycota) og asksveppir (Ascomycota). Að auki eru vankynssveppir (anamorphic eða mitosporic fungi) en þeir mynda gró með venjulegri skiptingu en ekki ...

Nánar

Hvernig myndast nifteindastjörnur?

Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Þegar stjarna framleiðir orku í kjarna sínum myndast þrýstingur sem vinnur gegn þyngdarkraftinum. Ævi stjörnunnar einkennist af togstreitu milli þessara tveggja krafta. Þr...

Nánar

Hvernig myndast svarthol í geimnum?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Slík svarthol verða til er kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Stór svarthol geta einnig myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi kunna lítil svarthol að hafa orðið til í Mi...

Nánar

Hvað er upplýsingalæsi?

Upplýsingalæsi (e. information literacy, IL), er hæfni einstaklings til að rata í frumskógi upplýsinga, vita hvaða upplýsingar hann vantar og þekkja leiðir til að finna þær. Upplýsingalæsi er hæfni til að geta borið saman upplýsingar, metið áreiðanleika þeirra á gagnrýninn og greinandi hátt, skilja hvernig þær haf...

Nánar

Hvað er einn hnútur margir kílómetrar á klukkustund?

Einn hnútur samsvarar einni sjómílu eða 1,852 kílómetrum á klukkustund. Ef skip siglir á 11 hnúta hraða, fer það 11 sjómílur á klst. eða 20 kílómetra á klukkustund. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur getur siglt á 16-17 hnúta hraða. Herjólfur er 2 klukkustundir og 45 mínútur á leiðinni milli lands og Eyja þegar sj...

Nánar

Af hverju lifa moldvörpur ekki á Íslandi?

Moldvörpur lifa ekki í íslenskri náttúru en finnast víða í nágrannalöndunum, svo sem í Danmörku, syðst í Svíþjóð og á Bretlandseyjum, þó ekki á Írlandi. Um er að ræða tegund sem kallast Talpa europaea eða evrópska moldvarpan. Útbreiðsla tegundarinnar nær frá Bretlandseyjum austur í Mið-Rússland og suður til norður...

Nánar

Hvaða tegundir gæsa heimsækja Ísland?

Spurningin í heild sinni var:Hvaða tegundir gæsa heimsækja Ísland frá því snemma á vorin þar til seint á haustin? Á vorin koma nokkrar tegundir gæsa hingað til lands, bæði tegundir sem verpa á Íslandi og tegundir sem koma hingað í æti á ferðalagi til eða frá varpstöðvum sínum. Til varpfugla teljast grágæs (...

Nánar

Af hverju er sólin til?

Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafnvel þúsundir stjarna á borð við sólina. Stjarna myndast þegar slíkt ský verður fyrir ytri röskun og tekur að falla saman sökum þyngdaraflsi...

Nánar

Fleiri niðurstöður