Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2313 svör fundust
Hvað er innst inni í jörðinni?
Vísindamenn hafa hugmyndir um innri gerð jarðar úr ýmsum áttum. Jarðskjálftamælingar sýna að í miðju jarðar er kúlulaga jarðkjarni með um 3470 km geisla (radíus). Allra innst er svonefndur innri kjarni sem er aðallega úr járni. Þar fyrir utan er kjarni úr fljótandi efni, uppistaðan í honum er einnig talin vera jár...
Eru öll svör á Vísindavefnum sambærileg eða eru þau unnin á mismunandi hátt?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „nei, svörin á Vísindavefnum eru alls ekki öll sambærileg“. Þar kemur einkum tvennt til - annars vegar eru spurningarnar afar fjölbreyttar og taka til allra fræðasviða vísindanna, hins vegar eru spyrjendur Vísindavefsins á ýmsum aldri og hafa ólíkan bakgrunn. S...
Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?
Tóbak var fyrst flutt frá Vesturálfu til Evrópu, fyrst og fremst Spánar og Portúgals, á miðri 16. öld. Einni öld síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Fljótlega varð ljós skaðsemi tóbaks og þegar um miðja 18. öld birtust varnaðarorð um efnið, þar á meðal krabbameinsvaldandi verkun þess. Þessi varn...
Hvað veldur því að austan og vestan við Ísland er úthafsskorpan óvenjulega þykk?
Sú skorpa sem vísað er til í spurningunni er basaltskorpa hafsbotnanna, sem er að jafnaði um 7 km þykk undir úthöfunum en 30+/-5 km þykk á hryggnum frá A-Grænlandi um Ísland til Færeyja. Undir basaltskorpunni er jarðmöttullinn sem hefur talsvert aðra efna- og steindasamsetningu. Basaltið sem myndar skorpuna hefur ...
Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur?
Ekki hefur tekist að sýna fram á í rannsóknum að matur sem eldaður er í örbylgjuofni sé óhollari en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Það er meira að segja svo að matur sem eldaður er i örbylgjuofni heldur almennt eftir fleiri næringarefnum en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Líklega er þessi hræðs...
Hvernig verka venjulegar kjarnorkusprengjur?
Kjarnorkan myndast við kjarnahvörf þar sem atómkjarnar breytast hverjir í aðra og gefa frá sér orku um leið. Þannig á kjarnorkan upptök sín í atómkjarnanum en venjuleg efnaorka sem myndast við bruna og önnur efnahvörf á upptök sín í rafeindaskipan frumeinda og sameinda utan atómkjarnans. Í kjarnahvörfum breytist m...
Hvernig geta eldflaugar farið um geiminn þar sem ekkert loft er?
Hreyfing eldflauga er í eðli sínu allt önnur en flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugin breytir ferð sinni og stefnu með því að senda frá sér efni ("eldsneyti") með miklum hraða. Þetta efni verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarstefnu þess. Hraðabreyting eða hröðun eldflaugarinna...
Hvað eru vörtur?
Vörtur eru aðallega þrenns konar. Í fyrsta lagi frauðvörtur sem eru algengastar meðal barna. Í öðru lagi vörtur á höndum og fótum, líka algengastar meðal barna og í þriðja lagi kynfæravörtur, sem eru að verða æ algengari sérstaklega í aldurshópnum 15-18 ára. Frauðvörtur Frauðvörtur orsakast af veiru (Mollus...
Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti?
Enginn. Iðnaðardemantur getur verið náttúrulegur demantur með miklum byggingarveilum eða óhreinindum. Mikill minnihluti náttúrulegra demanta er svo gallalaus að hægt sé að slípa þá og nota í skartgripi. Slíkir skartgripademantar hafa einkum fundist í námagreftri í gömlum eldstöðvum í Suður-Afríku, Ástralíu, ...
Af hverju eru geymar fyrir fljótandi köfnunarefni kringlóttir að lögun?
Hér mun vera átt við lögun geymslu- og flutningstanka fyrir fljótandi nitur (köfnunarefni, N2). Þessir tankar eru í meginatriðum byggðir eins og venjulegir hitabrúsar. Nitur-vökvinn er við hitann –196°C, svo að hitastigsmunur við umhverfið er um og yfir 200°C. Til að hægja á uppgufun vökvans þarf því að halda v...
Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum? - Myndband
Ljósgjafinn sem um er spurt er engan veginn venjulegur heldur lýsir hann að mestu á útfjólubláa öldulengdarbilinu en lítið á því sýnilega. Ljóseindir á þessu bili hafa meiri orku en ljóseindir í sýnilegu ljósi. Ljósgjafar af þessu tagi ganga undir nokkrum enskum nöfnum: black light, Wood's lamp, eða bara UV lamp (...
Hvar eru mestar líkur á því að finna demanta á Íslandi?
Demantar finnast ekki í náttúru Íslands, þannig að þeir sem hafa í hyggju að grafa eftir demöntum þurfa að leita annað. Demantar finnast helst í mjög fornu, basísku storkubergi og myndbreyttu bergi, en einnig í sand- og malarlögum, en þar sitja þeir eftir þegar mýkra berg eyðist. Á kortinu hér fyrir neðan sjást...
Hvers vegna varpar eldur engum skugga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kemur ekki skuggi af eldi en eldur getur búið til skugga af öðrum hlutum? Þegar lýst er á hlut fer ljósið að hluta til í gegnum hann, það endurkastast af honum eða er gleypt af hlutnum. Styrkur ljóssins sem kemst í gegn og endar á fletinum fyrir aftan hefur...
Hvað er hulduorka (dark energy)?
Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum:Þenst alheimurinn út að eilífu? (Jón Sævarsson)Er sú kenning að alheimurinn hraði útþenslu sinni rétt, og ef svo er verður þá ekkert eftir að lokum? (Valdimar Brynjarsson)Hvað stækkar alheimurinn hratt? (Sveinbjörn Geirsson)Hverjar eru kenningarnar um endalok alheimsins?...
Hvers vegna kemur reykurinn af eldinum?
Í eldi eru efnin í eldsneytinu að brenna, það er að segja að taka upp súrefni eða ildi úr andrúmsloftinu. Við það losnar mikil orka sem veldur örri hreyfingu á sameindum efnisins og birtist okkur sem hiti og varmi eða varmaorka. Þessi hreyfing er yfirleitt svo mikil að efnin skipta um ham sem kallað er og verða að...