Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2147 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Í hvaða menntaskóla er best að fara til að verða geimfari og lenda á tunglinu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í hvaða menntaskóla þarf ég að fara í til að geta lært um geiminn og farið á tunglið. Mig langar svo mikið að fara útaf ég ætla að vera fyrsti Íslendingurinn að lenda á tunglinu til að gera mömmu og pabba stolt af mér. Stutta svarið er að framhaldsskólar búa fólk ek...

category-iconVísindavefurinn

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2021

Samkvæmt vefmælingu Matomo heimsóttu 3 milljónir og 69 þúsund gestir Vísindavefinn árið 2021[1] og hafa notendur aldrei verið fleiri. Árið áður voru heimsóknir 2,9 milljónir og aukningin milli ára er því um 4,5%. Flettingar jukust um 5,3% milli ára. Þær voru rétt um 4,3 milljónir árið 2021 en 4 milljónir árið 2020...

category-iconNæringarfræði

Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hver er uppskriftin af Coca-Cola? Hver er efnablanda Coca-Cola? Hvað er þetta efni E338 sem er í Coca-Cola með sykri og hvað gerir það? Það er enginn vandi að tilgreina hver helstu innihaldsefni í drykknum Coca-Cola eru, enda koma þau flest fyrir á innihaldslýsingu á umbúðu...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær?

Börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu er iðulega skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum eru jólasveinarnir og í hinum önnur börn Grýlu. Spurningunni er þess vegna hægt að svara með því að tiltaka þau nöfn jólasveina sem vísa til kvenkynsfyrirbæra og með því að birta stúlkunöfn Grýlubarna. Höfundi þessa svars finnst lík...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru póstmódernískar bókmenntir?

Hugtakið póstmódernískar bókmenntir hefur verið notað til að lýsa textum sem bregðast við síðnútímanum og hinu póstmóderna ástandi; í þeim er heildræn merking og leitin að henni gefin upp á bátinn eða tekin sérstaklega til umfjöllunar. Póstmódernísk verk birta samkvæmt slíkum viðmiðum ekki bara brotakenndan heim, ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju gýs ekki við Svartsengi þar sem kvikan safnast fyrir og landrisið er mest?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu stórt er svæðið við Svartsengi sem er að rísa og hníga á víxl? Af hverju kemur ekki kvika upp þar? Land rís nú við Svartsengi í níunda sinn síðan 2020. Flest bendir til þess að risið stafi af söfnun kviku á um 4-5 km dýpi og virðist safnstaðurinn vera sá sami í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara mál að beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær kom orðið gagnrýni inn í íslensku? Stundum er spurt hvort eigi að segja beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun. Stutta svarið er að hvort tveggja er rétt, en það þarfnast nánari skýringar. Venjuleg mynd þessa lýsingarorðs í nefnifalli eintölu er gagnrý...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr var beljaki og hvenær var hann uppi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Í svari Vísindavefs um dýrin með stærstu tungurnar er sagt að beljakinn hafi mögulega verið með langa tungu. Hvernig dýr var beljakinn? Beljakar (Paracheratherium, hafa líka verið nefndir Indricotherium) voru risavaxin spendýr af ættbálki Perissodactyla, eins og meðal annar...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hafði pillan á líf íslenskra kvenna?

Getnaðarvarnarpillan kom fyrst á markaðinn um 1960 og varð fljótlega vinsæl meðal íslenskra kvenna. Ekki aðeins gerði hún konum kleift að koma í veg fyrir getnað á skilvirkari máta en nokkur önnur getnaðarvörn fram að því, heldur var notkun hennar á ábyrgð kvennanna sjálfra og hún tekin óháð kynlífsathöfninni. Pil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?

Úti í heimi finnast nokkrar tegundir svokallaðra eldmaura. Í Evrópu finnst tegundin Myrmica rubra og er hún stundum nefnd evrópskir eldmaurar (e. European fireants eða Common red ants). Útbreiðsla tegundarinnar er aðallega á norðlægum svæðum í Evrópu og austur eftir Asíu[1] en hún hefur dreifst víðar um jörðina me...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað getið þið sagt mér um jólasveina?

Uppruna hins rauðklædda jólasveins má rekja til heilags Nikulásar sem er sagður hafa verið biskup í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.Kr. Nikulás var meðal annars verndardýrlingur sæfarenda, kaupmanna, menntasetra og barna. Löngu seinna varð hann þekktur sem gjafmildur biskup, klæddur purpuralitaðri kápu með mí...

category-iconVeðurfræði

Hvað er El Niño?

Í gegnum tíðina hefur Vísindavefurinn fengið fjölmargar fyrirspurnir um El Niño. Aðrir spyrjendur eru: Ragnheiður Hrönn, Steinunn Ingvarsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, Hildur Anna Karlsdóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Hildur Ósk Pétursdóttir, Jórunn Helgadóttir, Esther Bergsdóttir, Hanne...

category-iconStærðfræði

Hver var Charles Babbage og hvers vegna er hann kallaður faðir tölvunnar?

Charles Babbage var nítjándu aldar stærðfræðingur og uppfinningamaður. Hann hannaði reiknivélar og tölvu, en því miður voru þær aldrei smíðaðar meðan hann lifði. Hann var sá fyrsti sem hannaði forritanlega tölvu. Babbage hannaði þrjár mismunandi stórar vélrænar reiknivélar til nokkuð almennra nota auk þess sem ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er rauðvín grennandi?

Í stuttu máli er ekkert sem styður þá fullyrðingu að rauðvín geti verið grennandi. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í fjölmiðlum, að rauðvín geti verið grennandi. [1] Ástæðan er sú að efnið resveratról, sem talið er að vinni gegn fitumyndun, mælist í rauðvíni. Ekki er vitað með vissu hvernig efnið vinn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Prumpa hvalir og losa þeir þá mikið af metangasi sem veldur hlýnun jarðar?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað má reikna með að hvalur (t.d. hnúfubakur) gefi mikið frá sér af metangasi, eða skaðlegum efnum fyrir andrúmsloftið? Tímaeiningin gæti t.d. verið mánuður eða ár. Við erum að tala um hvalaprump. Það væri fróðlegt að fá samanburð t.d. við nautgripi. Langflest spendýr o...

Fleiri niðurstöður