Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um ríki múslima á Spáni sem kallaðist Al-Andalus?

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Bjartur Logi Fránn Gunnarsson, Daníel Hólmar Hauksson og Þorsteinn Gíslason

Árið 711 leiddi herforinginn Tariq ibn Ziyad 1200-1700 manna her Berba frá Norður-Afríku til Suður-Spánar. Herinn kom að landi við Gíbraltar en sem dregur nafn sitt af brenglaðri útgáfa af arabíska heitinu Jebal Tarik sem merkir 'fjall Tariqs'. Eftir að hafa komið her sínum á land er sagt að Tariq hafi látið brenna öll skipin sem fluttu þá til Spánar svo menn hans gætu ekki flúið til baka. Sama ár fékk Tariq liðsauka frá Musa ibn Nusair sem var vesír í Norður-Afríku og var innrásarher múslima á Spáni þá orðinn 10.000-15.000 manns.

Tariq var fljótlega kallaður aftur til Damaskus af kalífanum eftir sigurinn á Spáni. Hugsanlega var það vegna þess að Tariq var Berbi, það er innfæddur Norður-Afríkumaður, en kalífinn hafi frekar viljað að Arabi, eins og Musa ibn Nusair, myndi hljóta heiðurinn af sigrinum frekar en Berbarnir. Sonur Musa, Abd al-Aziz, tók við stjórn yfirráðasvæðis múslima á Spáni og hélt áfram útþenslu múslima til ársins 718 en þá höfðu múslimar lagt undir sig nánast allan Pýreneaskaga fyrir utan fjalllendi Norður-Spánar.

Ríki múslima á Spáni sem kallaðist Al-Andalus var að mestu leyti stjórnað af landstjóra Ifriqiyu en það er arabíska heitið yfir núverandi Túnis og landsvæðið þar í kring. Örfá kristin ríki Vísigota og innfæddra Spánverja héldu yfirráðum sínum nyrst á Spáni. Árið 756 kom Abdul al-Rahman, af ætt Umayyada, til Al-Andalus og tók völdin í borgunum Córdoba og Sevilla. Eftir það lýsti hann því yfir að hann væri nýr emír eða stjórnandi landsins. Al-Rahman tókst að ná völdum með því að banna alla umræðu um kalífa Abbasída í Damaskus, einkum á meðan föstudagsbænum stóð. Með valdatöku hans varð sunnanverður Spánn í rauninni sjálfstætt ríki, óháð kalífadæminu í Damaskus. Þó að þessi aðskilnaður hefði ekki verið samþykktur af öðrum ráðamönnum innan heims íslam, taldi Al-Rahman og eftirmenn hans að þeir væru hinir réttmætu arftakar Umayyada-kalífadæmisins og að yfirráð þeirra væru réttmætari en yfirráð Abbasída.

Garður í Alhambra-virkinu í Andalúsíuhéraði syðst á Spáni.

Al-Rahman barðist fyrir sameiningu Al-Andalus í eitt ríki þar til hann lést 788. Á sama tímabili jókst miðstýring í landinu sem varð í kjölfarið fyrir meiri áhrifum frá íslamstrú. Spænska kirkjan, sem átti meginstöð sína í Toledóborg, missti stuðning Rómarkirkju seint á 8. öld vegna yfirráða múslima þar í landi. Kristnir íbúar í Al-Andalus fóru í auknum mæli að taka íslamstrú og lærðu einnig arabísku. Þetta voru sérstaklega aðalsmenn sem sóttust eftir því að deila valdi með múslimum. Aftur á móti hélt meirihluti íbúanna í kristna trú og latnesk mállýska var þar enn þá ríkjandi fram á 11. öld.

Stjórnarættin sem Abd al-Rahman stofnaði entist allt til 11. aldar. Þeir stjórnendur sem fylgdu eftir ætt hans voru minni háttar emírar en þeim tókst ekki að stöðva útrás kristnu konungsríkjanna úr norðri. Almóravídar (1086-1173) og Almóhadar (1147-1173) tóku síðan við stjórn Al-Andalus og á eftir þeim komu Marínítar 1269. Veldi múslima á Spáni í Al-Andalus leið undir lok þegar síðasti emír múslima í Granadaborg var sigraður af sameinuðum her Ísabellu af Kastillu og Ferdínands af Aragon árið 1492.

Á 7. öld, þegar múslimar réðust inn á suðurhluta Spánar, var Pýreneaskagi samfélag margra ólíkra þjóðernishópa. Ráðandi þjóðernishópur var Vísigotar en þeir voru upprunalega austur-germönsk þjóð, mögulega ættuð frá Norðurlöndum. Hinir innfæddu Spánverjar voru margir af keltneskum uppruna sérstaklega á Norðvestur-Spáni. Á Norðaustur-Spáni bjuggu Baskar, afkomendur frumbyggja Vestur-Evrópu sem höfðu búið á Spáni frá því löngu fyrir komu indóevrópskra þjóða til þessa svæðis. Á Spáni var einnig fjöldi Gyðinga sem á 7. öld voru margir ofsóttir af Vísigotum.

Innviðir dómkirkjunnar í Córdoba sem lengi vel var notuð sem helgistaður múslima.

Vísigotar voru hluti af austur-germanskri flökkuþjóð sem nefndist Gotar. Gotar eru taldir draga nafn sitt af sænsku eyjunni Gotlandi eða héraðinu Gautlandi. Margir fræðimenn á fyrri öldum töldu þess vegna að Gotar hefðu væru upprunnir frá Norðurlöndum. Auk Vísigota höfðu hinir germönsku Sváfar, sem voru upprunalega frá Þýskalandi, stofnað ríki sem heitir Portúgal í dag.

Meirihluti Spánverja voru afkomendur innfæddra þjóðernishópa sem höfðu búið þar frá tímum Rómverja. Á Norðaustur-Spáni býr sérstakur þjóðernishópur sem kallast Baskar. Baskar eru eina þjóðin í Vestur-Evrópu sem talar ekki indóevrópskt mál og er tungumál þeirra óskylt öllum öðrum núverandi tungumálum. Talið er að tungumál Baska hafi tilheyrt tungumálaætt sem eitt sinn var útbreidd um Vestur-Evrópu. Þegar indóevrópskir þjóðflokkar fluttust til Vestur-Evrópu dóu þessi tungumál út nema í hinu einangraða Baskahéraði á Spáni. Rannsóknir á þrjú til fimm þúsund ára gömlum beinum akuryrkjumanna á Spáni sýna erfðafræðilegan skyldleika við Baska. Þetta sýnir að Baskar eru afkomendur bænda sem fluttust til Spánar á nýsteinöld (fyrir sjö til tíu þúsund árum) og blönduðu blóði við þarlenda veiðimenn og safnara sem höfðu búið á Spáni frá síðasta kuldaskeiði.

Ýmsar þjóðir á Miðjarðarhafi námu land á Spáni á fornöld. Fönikíumenn og afkomendur þeirra, Karþagómenn, stofnuðu nýlendur á Suður-Spáni, til dæmis í Cadiz og Barcelona. Grikkir stofnuðu einnig nýlendur á austurströnd Spánar. Á 6. eða 5. öld f.Kr fluttust þjóðflokkar indóevrópskra Kelta suður á Pýreneaskaga. Einn hópur þeirra blandaði blóði við hina innfædda íbúa sem nefndust Íberar og voru þeir því kallaðir Keltíberar af Rómverjum. Á Norður-Spáni bjuggu einnig keltneskir þjóðir sem hétu Kantabrar, Astúrar og Galisiumenn.

Heimildir:
  • Omaar Rageh. An Islamic History of Europe. Heimildarmynd á BBC, 4. ágúst 2005.
  • Roth Norman. Jews, Visigoths and Muslims in Medieval Spain: Cooperation and Conflict, Leiden: E.J., Brill, 1994.
  • Roth Collins. The Arab Conquest of Spain, 710–797, Oxford: Blackwell, 1989.
  • Hugh Kennedy. Muslim Spain and Portugal: A Political History of al-Andalus, New York and London: Longman, 1996.
  • Torsten Günther, Cristina Valdiosera og fleiri. Ancient genomes link early farmers from Atapuerca in Spain to modern-day Basques. Í Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America, 112(38), 2015, doi: 10.1073/pnas.1509851112.

Mynd:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

Upprunalega spurningin var almenns eðlis (um mikilvæg atriði í sögu Spánar) og er hér svarað að hluta og einnig í öðrum svörum á Vísindavefnum.

Höfundar

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson

BA-nemandi í sagnfræði

Bjartur Logi Fránn Gunnarsson

MA-nemandi í miðaldafræði

Daníel Hólmar Hauksson

BA-nemi í sagnfræði

BA-nemi í sagnfræði

Útgáfudagur

17.5.2017

Spyrjandi

Snædís Ómarsdóttir

Tilvísun

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Bjartur Logi Fránn Gunnarsson, Daníel Hólmar Hauksson og Þorsteinn Gíslason. „Hvað getið þið sagt mér um ríki múslima á Spáni sem kallaðist Al-Andalus?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2017, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73665.

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Bjartur Logi Fránn Gunnarsson, Daníel Hólmar Hauksson og Þorsteinn Gíslason. (2017, 17. maí). Hvað getið þið sagt mér um ríki múslima á Spáni sem kallaðist Al-Andalus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73665

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Bjartur Logi Fránn Gunnarsson, Daníel Hólmar Hauksson og Þorsteinn Gíslason. „Hvað getið þið sagt mér um ríki múslima á Spáni sem kallaðist Al-Andalus?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2017. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73665>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um ríki múslima á Spáni sem kallaðist Al-Andalus?
Árið 711 leiddi herforinginn Tariq ibn Ziyad 1200-1700 manna her Berba frá Norður-Afríku til Suður-Spánar. Herinn kom að landi við Gíbraltar en sem dregur nafn sitt af brenglaðri útgáfa af arabíska heitinu Jebal Tarik sem merkir 'fjall Tariqs'. Eftir að hafa komið her sínum á land er sagt að Tariq hafi látið brenna öll skipin sem fluttu þá til Spánar svo menn hans gætu ekki flúið til baka. Sama ár fékk Tariq liðsauka frá Musa ibn Nusair sem var vesír í Norður-Afríku og var innrásarher múslima á Spáni þá orðinn 10.000-15.000 manns.

Tariq var fljótlega kallaður aftur til Damaskus af kalífanum eftir sigurinn á Spáni. Hugsanlega var það vegna þess að Tariq var Berbi, það er innfæddur Norður-Afríkumaður, en kalífinn hafi frekar viljað að Arabi, eins og Musa ibn Nusair, myndi hljóta heiðurinn af sigrinum frekar en Berbarnir. Sonur Musa, Abd al-Aziz, tók við stjórn yfirráðasvæðis múslima á Spáni og hélt áfram útþenslu múslima til ársins 718 en þá höfðu múslimar lagt undir sig nánast allan Pýreneaskaga fyrir utan fjalllendi Norður-Spánar.

Ríki múslima á Spáni sem kallaðist Al-Andalus var að mestu leyti stjórnað af landstjóra Ifriqiyu en það er arabíska heitið yfir núverandi Túnis og landsvæðið þar í kring. Örfá kristin ríki Vísigota og innfæddra Spánverja héldu yfirráðum sínum nyrst á Spáni. Árið 756 kom Abdul al-Rahman, af ætt Umayyada, til Al-Andalus og tók völdin í borgunum Córdoba og Sevilla. Eftir það lýsti hann því yfir að hann væri nýr emír eða stjórnandi landsins. Al-Rahman tókst að ná völdum með því að banna alla umræðu um kalífa Abbasída í Damaskus, einkum á meðan föstudagsbænum stóð. Með valdatöku hans varð sunnanverður Spánn í rauninni sjálfstætt ríki, óháð kalífadæminu í Damaskus. Þó að þessi aðskilnaður hefði ekki verið samþykktur af öðrum ráðamönnum innan heims íslam, taldi Al-Rahman og eftirmenn hans að þeir væru hinir réttmætu arftakar Umayyada-kalífadæmisins og að yfirráð þeirra væru réttmætari en yfirráð Abbasída.

Garður í Alhambra-virkinu í Andalúsíuhéraði syðst á Spáni.

Al-Rahman barðist fyrir sameiningu Al-Andalus í eitt ríki þar til hann lést 788. Á sama tímabili jókst miðstýring í landinu sem varð í kjölfarið fyrir meiri áhrifum frá íslamstrú. Spænska kirkjan, sem átti meginstöð sína í Toledóborg, missti stuðning Rómarkirkju seint á 8. öld vegna yfirráða múslima þar í landi. Kristnir íbúar í Al-Andalus fóru í auknum mæli að taka íslamstrú og lærðu einnig arabísku. Þetta voru sérstaklega aðalsmenn sem sóttust eftir því að deila valdi með múslimum. Aftur á móti hélt meirihluti íbúanna í kristna trú og latnesk mállýska var þar enn þá ríkjandi fram á 11. öld.

Stjórnarættin sem Abd al-Rahman stofnaði entist allt til 11. aldar. Þeir stjórnendur sem fylgdu eftir ætt hans voru minni háttar emírar en þeim tókst ekki að stöðva útrás kristnu konungsríkjanna úr norðri. Almóravídar (1086-1173) og Almóhadar (1147-1173) tóku síðan við stjórn Al-Andalus og á eftir þeim komu Marínítar 1269. Veldi múslima á Spáni í Al-Andalus leið undir lok þegar síðasti emír múslima í Granadaborg var sigraður af sameinuðum her Ísabellu af Kastillu og Ferdínands af Aragon árið 1492.

Á 7. öld, þegar múslimar réðust inn á suðurhluta Spánar, var Pýreneaskagi samfélag margra ólíkra þjóðernishópa. Ráðandi þjóðernishópur var Vísigotar en þeir voru upprunalega austur-germönsk þjóð, mögulega ættuð frá Norðurlöndum. Hinir innfæddu Spánverjar voru margir af keltneskum uppruna sérstaklega á Norðvestur-Spáni. Á Norðaustur-Spáni bjuggu Baskar, afkomendur frumbyggja Vestur-Evrópu sem höfðu búið á Spáni frá því löngu fyrir komu indóevrópskra þjóða til þessa svæðis. Á Spáni var einnig fjöldi Gyðinga sem á 7. öld voru margir ofsóttir af Vísigotum.

Innviðir dómkirkjunnar í Córdoba sem lengi vel var notuð sem helgistaður múslima.

Vísigotar voru hluti af austur-germanskri flökkuþjóð sem nefndist Gotar. Gotar eru taldir draga nafn sitt af sænsku eyjunni Gotlandi eða héraðinu Gautlandi. Margir fræðimenn á fyrri öldum töldu þess vegna að Gotar hefðu væru upprunnir frá Norðurlöndum. Auk Vísigota höfðu hinir germönsku Sváfar, sem voru upprunalega frá Þýskalandi, stofnað ríki sem heitir Portúgal í dag.

Meirihluti Spánverja voru afkomendur innfæddra þjóðernishópa sem höfðu búið þar frá tímum Rómverja. Á Norðaustur-Spáni býr sérstakur þjóðernishópur sem kallast Baskar. Baskar eru eina þjóðin í Vestur-Evrópu sem talar ekki indóevrópskt mál og er tungumál þeirra óskylt öllum öðrum núverandi tungumálum. Talið er að tungumál Baska hafi tilheyrt tungumálaætt sem eitt sinn var útbreidd um Vestur-Evrópu. Þegar indóevrópskir þjóðflokkar fluttust til Vestur-Evrópu dóu þessi tungumál út nema í hinu einangraða Baskahéraði á Spáni. Rannsóknir á þrjú til fimm þúsund ára gömlum beinum akuryrkjumanna á Spáni sýna erfðafræðilegan skyldleika við Baska. Þetta sýnir að Baskar eru afkomendur bænda sem fluttust til Spánar á nýsteinöld (fyrir sjö til tíu þúsund árum) og blönduðu blóði við þarlenda veiðimenn og safnara sem höfðu búið á Spáni frá síðasta kuldaskeiði.

Ýmsar þjóðir á Miðjarðarhafi námu land á Spáni á fornöld. Fönikíumenn og afkomendur þeirra, Karþagómenn, stofnuðu nýlendur á Suður-Spáni, til dæmis í Cadiz og Barcelona. Grikkir stofnuðu einnig nýlendur á austurströnd Spánar. Á 6. eða 5. öld f.Kr fluttust þjóðflokkar indóevrópskra Kelta suður á Pýreneaskaga. Einn hópur þeirra blandaði blóði við hina innfædda íbúa sem nefndust Íberar og voru þeir því kallaðir Keltíberar af Rómverjum. Á Norður-Spáni bjuggu einnig keltneskir þjóðir sem hétu Kantabrar, Astúrar og Galisiumenn.

Heimildir:
  • Omaar Rageh. An Islamic History of Europe. Heimildarmynd á BBC, 4. ágúst 2005.
  • Roth Norman. Jews, Visigoths and Muslims in Medieval Spain: Cooperation and Conflict, Leiden: E.J., Brill, 1994.
  • Roth Collins. The Arab Conquest of Spain, 710–797, Oxford: Blackwell, 1989.
  • Hugh Kennedy. Muslim Spain and Portugal: A Political History of al-Andalus, New York and London: Longman, 1996.
  • Torsten Günther, Cristina Valdiosera og fleiri. Ancient genomes link early farmers from Atapuerca in Spain to modern-day Basques. Í Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America, 112(38), 2015, doi: 10.1073/pnas.1509851112.

Mynd:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

Upprunalega spurningin var almenns eðlis (um mikilvæg atriði í sögu Spánar) og er hér svarað að hluta og einnig í öðrum svörum á Vísindavefnum.

...