Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru hundar gæludýr manna?

JMH

Sjálfsagt er hægt að svara þessari spurningu á ýmsan hátt. Meðal annars með því að vísa í hvernig félagsgerð hunda er en hundar eru hópdýr og hentuðu því vel sem gæludýr inn á heimilum okkar mannanna, auk þess að sinna mörgum mikilvægum verkum manninum til gagns í þúsundir ára.

Um tilkomu þessa langa sambands manns og hunds er auðvitað ekki vitað en vísindamenn hafa rökrætt upprunann í áratugi. Menn telja þó að villihundar hafi upphaflega fylgt mönnum eftir til að hirða af þeim leifar veiðidýra sem menn höfðu lagt sér til munns. Smám saman nálguðust þeir mennina og fengu að éta kjöt nærri þeim. Eflaust hafa kynnin orðið svona. Aðrir telja að menn hafi tekið sér hvolpa undan villihundum og alið upp því menn hafa í árdaga séð möguleika í að halda hunda þar sem þeir nýtast vel til að hjálpa mönnum við veiðar.

Ekki er vitað með vissu af hverju menn byrjuðu að nota hunda sem gæludýr.

Elstu minjar um nána sambúð hunda og manna eru úr fornleifauppgreftri á svæði sem nefnist Bonn-Berkassel í vesturhluta Þýskalands en þar fundust leifar af hundi innan um mannvistarleifar. Þessar minjar eru 14 þúsund ára gamlar samkvæmt kolefnisaldursgreiningu en þá ríkti ísöld í Evrópu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

18.3.2011

Spyrjandi

Björgvin Konráð Andrésson, f. 1997

Tilvísun

JMH. „Af hverju eru hundar gæludýr manna?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58903.

JMH. (2011, 18. mars). Af hverju eru hundar gæludýr manna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58903

JMH. „Af hverju eru hundar gæludýr manna?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58903>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru hundar gæludýr manna?
Sjálfsagt er hægt að svara þessari spurningu á ýmsan hátt. Meðal annars með því að vísa í hvernig félagsgerð hunda er en hundar eru hópdýr og hentuðu því vel sem gæludýr inn á heimilum okkar mannanna, auk þess að sinna mörgum mikilvægum verkum manninum til gagns í þúsundir ára.

Um tilkomu þessa langa sambands manns og hunds er auðvitað ekki vitað en vísindamenn hafa rökrætt upprunann í áratugi. Menn telja þó að villihundar hafi upphaflega fylgt mönnum eftir til að hirða af þeim leifar veiðidýra sem menn höfðu lagt sér til munns. Smám saman nálguðust þeir mennina og fengu að éta kjöt nærri þeim. Eflaust hafa kynnin orðið svona. Aðrir telja að menn hafi tekið sér hvolpa undan villihundum og alið upp því menn hafa í árdaga séð möguleika í að halda hunda þar sem þeir nýtast vel til að hjálpa mönnum við veiðar.

Ekki er vitað með vissu af hverju menn byrjuðu að nota hunda sem gæludýr.

Elstu minjar um nána sambúð hunda og manna eru úr fornleifauppgreftri á svæði sem nefnist Bonn-Berkassel í vesturhluta Þýskalands en þar fundust leifar af hundi innan um mannvistarleifar. Þessar minjar eru 14 þúsund ára gamlar samkvæmt kolefnisaldursgreiningu en þá ríkti ísöld í Evrópu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....