Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru stjörnumerki Ptólemaíosar?

Stjörnufræðivefurinn

Þau stjörnumerki sem við þekkjum í dag eru byggð á hópi 48 grískra persóna sem Kládíus Ptólemaíos frá Alexandríu skráði í rit sitt Almagest um 150 e.Kr. Önnur menningarsamfélög höfðu sín merki eins og Forn-Egyptar og Kínverjar en Egyptar teiknuðu upp óvenjulegri merki á borð við kött og flóðhest svo dæmi séu tekin.

Ptólemaíos (um 90 - 168 e.Kr.).

Rit Ptólemaíosar inniheldur mikilvægustu stjörnumerkin sem sáust frá breiddargráðu Alexandríu, þar sem nú er Kaíró höfuðborg Egyptalands. Á meðal þeirra eru nokkur merki sem margir þekkja ef til vill, eins og til dæmis birnirnir tveir, Svanurinn, Herkúles, Vatnaskrímslið og Vatnsberinn ásamt merkjum dýrahringsins. Í riti hans er einnig að finna nokkur smærri, óskýrari merki á borð við Folann og Örina.

Sagt hefur verið að himinninn sé eins og goðfræðileg myndabók. Á himninum er nefnilega að finna persónur úr mörgum frægum goðsögum, til dæmis flestar persónurnar úr sögunum af Perseifi – þar á meðal sjávarskrímsli eitt sem þó er betur þekkt í dag sem meinlaus hvalur. Á himninum er líka að finna veiðimanninn mikla Óríon sem sest niður fyrir sjóndeildarhringinn og mundar kylfu sína í átt til Nautsins. Þegar Óríon sest, rís drápsvera hans Sporðdrekinn og beinir eituroddi sínum að honum; Herkúles liggur í norðri ásamt fórnarlambi sínu Ljóninu.

Listi yfir stjörnumerki Ptólemaíosar:

  • Argóarfarið
  • Altarið
  • Andrómeda
  • Bikarinn
  • Bogmaðurinn
  • Drekinn
  • Fiskarnir
  • Fljótið
  • Folinn
  • Harpan
  • Herkúles
  • Hérinn
  • Hjarðmaðurinn
  • Hrafninn
  • Hrúturinn
  • Hvalurinn
  • Sporðdrekinn
  • Steingeitin
  • Stórihundur
  • Stóribjörn
  • Suðurfiskurinn
  • Suðurkórónan
  • Svanurinn
  • Tvíburarnir
  • Úlfurinn
  • Vatnaskrímslið
  • Vatnsberinn
  • Vogin
  • Þríhyrningurinn
  • Ökumaðurinn
  • Örin
  • Örninn

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Kaler, James. 2002. The Ever-Changing Sky: A Guide to the Celestial Sphere. Cambridge University Press, Massachusetts.
  • Sagan, Carl. 1980. Cosmos. Random House, New York.
  • Snævarr Guðmundsson. 2004. Íslenskur stjörnuatlas. Mál og menning, Reykjavík.
  • NationMaster.com (síða skoðuð 13. ágúst 2008).

Mynd:


Þetta svar er fengið af Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

12.3.2010

Síðast uppfært

19.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hver eru stjörnumerki Ptólemaíosar?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2010, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55659.

Stjörnufræðivefurinn. (2010, 12. mars). Hver eru stjörnumerki Ptólemaíosar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55659

Stjörnufræðivefurinn. „Hver eru stjörnumerki Ptólemaíosar?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2010. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55659>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru stjörnumerki Ptólemaíosar?
Þau stjörnumerki sem við þekkjum í dag eru byggð á hópi 48 grískra persóna sem Kládíus Ptólemaíos frá Alexandríu skráði í rit sitt Almagest um 150 e.Kr. Önnur menningarsamfélög höfðu sín merki eins og Forn-Egyptar og Kínverjar en Egyptar teiknuðu upp óvenjulegri merki á borð við kött og flóðhest svo dæmi séu tekin.

Ptólemaíos (um 90 - 168 e.Kr.).

Rit Ptólemaíosar inniheldur mikilvægustu stjörnumerkin sem sáust frá breiddargráðu Alexandríu, þar sem nú er Kaíró höfuðborg Egyptalands. Á meðal þeirra eru nokkur merki sem margir þekkja ef til vill, eins og til dæmis birnirnir tveir, Svanurinn, Herkúles, Vatnaskrímslið og Vatnsberinn ásamt merkjum dýrahringsins. Í riti hans er einnig að finna nokkur smærri, óskýrari merki á borð við Folann og Örina.

Sagt hefur verið að himinninn sé eins og goðfræðileg myndabók. Á himninum er nefnilega að finna persónur úr mörgum frægum goðsögum, til dæmis flestar persónurnar úr sögunum af Perseifi – þar á meðal sjávarskrímsli eitt sem þó er betur þekkt í dag sem meinlaus hvalur. Á himninum er líka að finna veiðimanninn mikla Óríon sem sest niður fyrir sjóndeildarhringinn og mundar kylfu sína í átt til Nautsins. Þegar Óríon sest, rís drápsvera hans Sporðdrekinn og beinir eituroddi sínum að honum; Herkúles liggur í norðri ásamt fórnarlambi sínu Ljóninu.

Listi yfir stjörnumerki Ptólemaíosar:

  • Argóarfarið
  • Altarið
  • Andrómeda
  • Bikarinn
  • Bogmaðurinn
  • Drekinn
  • Fiskarnir
  • Fljótið
  • Folinn
  • Harpan
  • Herkúles
  • Hérinn
  • Hjarðmaðurinn
  • Hrafninn
  • Hrúturinn
  • Hvalurinn
  • Sporðdrekinn
  • Steingeitin
  • Stórihundur
  • Stóribjörn
  • Suðurfiskurinn
  • Suðurkórónan
  • Svanurinn
  • Tvíburarnir
  • Úlfurinn
  • Vatnaskrímslið
  • Vatnsberinn
  • Vogin
  • Þríhyrningurinn
  • Ökumaðurinn
  • Örin
  • Örninn

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Kaler, James. 2002. The Ever-Changing Sky: A Guide to the Celestial Sphere. Cambridge University Press, Massachusetts.
  • Sagan, Carl. 1980. Cosmos. Random House, New York.
  • Snævarr Guðmundsson. 2004. Íslenskur stjörnuatlas. Mál og menning, Reykjavík.
  • NationMaster.com (síða skoðuð 13. ágúst 2008).

Mynd:


Þetta svar er fengið af Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. ...