Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 15 svör fundust
Hvað er mengi?
Mengi er safn vel skilgreindra hluta. Hlutirnir sem mynda mengið kallast stök þess og þeir geta verið af hvaða tagi sem er, til dæmis má tala um mengi allra ríkja í Evrópu og mengi allra heilla talna. Ríkin Andorra, Belgía og Króatía eru þá dæmi um stök í fyrra menginu og tölurnar $2$, $-7$ og $33$ eru dæmi um stö...
Hefur það einhverja merkingu að velja stak af handahófi úr óendanlegu mengi?
Öll þekkjum við ferlið að velja einn kost af nokkrum af hreinu handahófi þar sem hver kostur kemur upp með jöfnum líkum. Kunnugleg dæmi eru að kasta krónu til að velja milli tveggja kosta (til dæmis hvort liðið byrjar kappleik) með jöfnum líkum $1/2$ ($50\%$) á hvorum þeirra og að kasta sex hliða teningi til að fá...
Rakarinn í Þorlákshöfn rakar alla sem raka sig ekki sjálfir. Rakar hann sjálfan sig?
Þessi margumtalaði rakari virðist víðförull mjög og er ýmist sagður búa í Sevilla, á Sikiley, nú, eða í Þorlákshöfn. Eins og útskýrt verður hér að neðan er reyndar óhugsandi að þessi maður sé til eða hafi nokkurn tíma verið til. Þverstæðan um rakarann er svona: Rakarinn í þorpinu rakar alla (og aðeins þá) þor...
Hvað hefur vísindamaðurinn Rögnvaldur G. Möller rannsakað?
Rögnvaldur G. Möller stundar rannsóknir í grúpufræði. Grúpufræði er ein af megingreinum nútíma algebru. Grúpa $G$ er mengi með einni reikniaðgerð sem kölluð er margföldun þannig að þegar tvö stök i grúpunni eru margfölduð saman þá er útkoman nýtt stak í grúpunni. Um reikniaðgerðina þarf að gilda að $(fg)h=f(gh)$ f...
Er hægt að segja að talan 0 sé eining, öllu heldur sem eitthvað, jafnvel áþreifanlegt?
Elstu menningarþjóðirnar, Forn-Egyptar, Majar, Kínverjar og Súmerar, virðast hafa haft hugtakið "núll", en sérstakt tákn var þó ekki notað fyrir það nema stundum til að gefa til kynna eyðu á milli annarra tölustafa. Fyrsta notkun á tölustafnum "0" (það er samsvarandi tákni) á sama hátt og hann er notaður í dag kem...
Hvernig er best að lágmarka áhrif gengisbreytinga á kostnað af láni sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum?
Í flestum tilfellum er ekki skynsamlegt að reyna eingöngu að lágmarka áhrif gengisbreytinga á afborganir láns sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum. Ef það er eina markmiðið er einfaldast að taka lán í innlendum gjaldmiðli. Annar kostur sem einnig eyðir öllum áhrifum gengisbreytinga er að gera í upphafi framvirka sa...
Er munur á mótsögn og þversögn? Ef svarið er já, hver er þá munurinn?
Mótsögn er í hnotskurn fullyrðing sem bæði játar og neitar því sama. Einföld framsetning gæti verið á þessa leið á táknmáli rökfræðinnar: p ∧ ¬ p (það er p og ekki-p) þar sem breytan p stendur fyrir hvaða staðhæfingu sem er. Ef breytan p stendur til dæmis fyrir staðhæfinguna „Ísland er eyja“ fæst: Íslan...
Getur eitthvað verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt?
Þessari spurningu er erfitt að svara meðal annars vegna þess að það er ekki fullljóst hvað orðin „eðlilegt“ og „óeðlilegt“ eiga að merkja nákvæmlega. Áður en við veltum því fyrir okkur hvort eitthvað geti verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt er því við hæfi að íhuga aðeins merkingu orðanna. Í ein...
Hvernig er hægt að nálgast óendanlega einhvern punkt en ná aldrei til hans? Og hvernig getur eitthvað hreinlega verið óendanlegt?
Í venjulegri rúmfræði er ekki hægt að vera óendanlega nálægt punkti, nema að vera í honum. En það má til dæmis nálgast punkt með því að færast á hverri sekúndu hálfa leiðina til hans. Þá næst aldrei til punktins en með því að taka sér nógan tíma kemst maður hversu nálægt honum sem vera skal. Þetta mætti orða þanni...
Hver er munurinn á falli og vörpun í stærðfræði?
Oftast er ekki gerður neinn greinarmunur á skilgreiningunni á vörpun og falli. Hins vegar er stundum munur á því hvernig orðin eru notuð. Vörpun eða fall, F, er skilgreint sem ákveðin „aðgerð“ sem úthlutar sérhverju staki úr tilteknu mengi, köllum það A, staki í öðru mengi sem kalla má B (sjá dæmi á mynd). Stakið ...
Hver var Vilhjálmur Ögmundsson og hvert var hans framlag til stærðfræðinnar?
Vilhjálmur Ögmundsson (1897–1965), bóndi á Narfeyri á Skógarströnd, stundaði rannsóknir í stærðfræði nær alla sína ævi einn síns liðs og án þeirrar formlegu menntunar sem nauðsynleg hefur talist til að takast á við slík verk. Störf hans vöktu undrun og aðdáun stærðfræðinga og við ævilok höfðu niðurstöður rannsókna...
Hvernig er stærðfræðileg skýring á Quicksort algoritmanum?
Spurningin í heild er sem hér segir: Hvernig er stærðfræðileg skýring á Quicksort algoritmanum? Er til hraðari algoritmi til þess að raða gögnum og ef svo er, hvernig er hann? Til eru ýmsar útgáfur af Quicksort röðunaraðferðinni, en grunnaðferðinni má lýsa þannig að byrjað er á að velja svokallað vendistak (á en...
Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tvíundastrengja af lengd n með k ása einmitt C(n,k)?
Formlega er tvíliðustuðullinn $C(n,k)$ skilgreindur sem fjöldi $k$ staka hlutmengja í $n$ staka mengi. Óformlega þýðir þetta að $C(n,k)$ er fjöldi möguleika á að velja $k$ hluti úr safni af $n$ hlutum, þar sem ekki skiptir máli í hvaða röð þessir $k$ hlutir eru valdir. Ef til dæmis velja á $5$ einstaklinga úr $10$...
Hver er skilgreiningin á þrepasönnun?
Spyrjandi bætir við: Má þrepasanna án þess að vera með gildi sitt hvoru megin við jafnaðarmerki? Er hægt að þrepasanna í orðum? Sönnun með þrepun, þrepasönnun, er ákveðin gerð stærðfræðisönnunar sem þráfaldlega er notuð til að sýna fram á að fullyrðing sé sönn (eða regla gildi) fyrir allar náttúrlegar tölur, þ...
Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...