Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 21 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus?

Í nútíma svæfingalæknisfræði er notast við nokkra mismunandi lyfjaflokka til að gera skurðlæknum kleift að framkvæma skurðaðgerðir án sársauka. Innöndun á rokgjörnum svæfingalyfjum hefur verið notuð til svæfinga síðan um miðja nítjándu öld. Eter var fyrst notaður árið 1846 og var það fyrsta lyfið í flokki lyfj...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er mikið blóð í mannslíkamanum? Hversu mikið blóð má maður missa áður en það verður hættulegt?

Í líkama fullorðins einstaklings eru um 5 lítrar af blóði. Í ungabörnum er rúmlega lítri af blóði. Ef slagæð verður fyrir skaða getur það valdið miklu blóðtapi vegna innri og ytri blæðinga í líkamanum. Svo mikill þrýstingur er í slagæðum að blóðið hreinlega spýtist út. Ef fullorðinn maður tapar meira en lítra ...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur hláturgas á menn?

Hláturgas eða glaðgas kallast á máli efnafræðinnar dínitureinildi eða díniturmonoxíð. Efnatákn þess er N2O. Glaðgas lætur manni líða mjög vel og léttir af áhyggjum. Það er meðal annars notað í tannlækningum og skurðaðgerðum til staðdeyfingar eða svæfinga og einnig við deyfingu mæðra í hríðum. Glaðgasið er blan...

category-iconEfnafræði

Hversu algengt er frumefnið neon og hversu hættulegt er efnið?

Frumefnið neon (Ne) er það sem kallast eðalgastegund. Það hefur fullskipað rafeindahvolf og hvarfast þess vegna ekki við önnur efni og getur því ekki brunnið. Nánar má lesa um frumefnið í svari Dags Snæs Sævarssonar við spurningunni Hvað er neon? Neon er einungis 0,0018% andrúmsloftsins á jörðinni. Þrátt fyrir ...

category-iconSálfræði

Hvar í heilanum er meðvitundin?

Þegar spurt er hvar meðvitundin sé í heilanum þarf að skilgreina hvað átt sé við með hugtakinu sjálfu. Heimspekingar greina gjarnan á milli skynvitundar (e. phenomenal consciousness) og aðgangsvitundar (e. access consciousness). Með skynvitund er átt við huglæga upplifun hvers og eins. Það hefur reynst mönnum ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju líður yfir fólk og hvað gerist í líkamanum sem veldur yfirliðinu?

Það líður yfir fólk vegna tímabundins skorts á blóði og þar með súrefni til heilans. Þegar það gerist missir fólk meðvitund í skamma stund. Ólíkt því sem gerist við flog endurheimtar fólk sem hefur fallið í yfirlið árvekni fljótlega eftir að meðvitund næst aftur. Margt getur leitt til þess að það dregur tímabu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum?

Eldgosum fylgir oft öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur bæði valdir bráðri og langvinnri eitrun. Auðleyst flúorsambönd sogast fljótt og nær algjörlega frá meltingarvegi og finnast eftir ...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna sofna sjúklingar við svæfingu?

Við innleiðslu svæfinga á fullorðnum og eldri börnum, eru yfirleitt notuð svæfingalyf, sem gefin eru í æð. Nú er lyfið propofol mest notað. Það virkar hratt, eða byrjar að verka eftir þann tíma, sem tekur lyfið að berast frá indælingarstað (venjulega bláæð á handlegg) til heilans. Hámarksverkun eftir einn innleiðs...

category-iconLæknisfræði

Af hverju rotast maður við höfuðhögg?

Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn. Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?

Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ...

category-iconLæknisfræði

Hver eru einkenni heilahimnubólgu og hvað er bráðaheilahimnubólga?

Heilahimnubólga er bólga í himnunum sem umlykja heila og mænu. Oftast stafar bólgan af sýkingu en getur þó einnig verið af öðrum völdum, svo sem lyfjum og sjálfsofnæmissjúkómum. Meingerð sjúkdómsins er á þann veg að sýkingarvaldar, sem oft búa í nefkoki og öndunarvegi, komast inn í miðtaugakerfið (MTK). Það getur ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Finnast hættuleg eiturefni í kartöflum?

Sólanín er samheiti yfir efnin alfa-sólanín og alfa-chacónín sem eru glýkóalkalóíðar. Með alkalóíðum er átt við lífræn efni sem hafa þrígilt köfnunarefni. Glýkóalkalóíðar eru náttúruleg eiturefni sem geta myndast í kartöflum og gegna hlutverki varnarefna, það er geta varið kartöfluna fyrir ákveðnum sjúkdómum og au...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er skáldskapur?

Orðið 'skáldskapur' merkir nánast 'það sem skáldin skapa'. Flestir tengja skáldskap líklega við það sem menn yrkja, til dæmis ljóð. Í Heimskringlu er sagt frá atgervi Óðins og hvers vegna hann var tignaður. Þar segir meðal annars:hann talaði svo snjallt og slétt að öllum er á heyrðu þótti það eina satt. Mælti hann...

category-iconLæknisfræði

Hvað er áfengiseitrun?

Hér er einnig svarað spurningunum:Eru til margar gerðir af áfengiseitrun? Hver eru einkennin? Er hættulegt að blanda saman orkudrykkjum og áfengi? Með hugtakinu áfengiseitrun er í raun átt við þau einkenni sem fylgja ofskammti af áfengi. Virka efnið í öllu áfengi (bjór, léttvíni, brenndum drykkjum) er það sama...

category-iconLæknisfræði

Hvað er háfjallaveiki?

Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn. Orsakir og einkenni Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill...

Fleiri niðurstöður