Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 18 svör fundust
Hvað eru eðalsteinar?
Eðalsteinar eða gimsteinar eru skrautsteinar sem hafa næga hörku til þess að rispast ekki við daglega notkun. Skrautsteinar eru náttúrulegar steindir eða bergtegundir sem notaðar eru í skrautmuni. Harka steinda er gefin upp samkvæmt svonefndum Mohs-kvarða sem nær frá einum og upp í tíu. Mjúkar steindir, til dæ...
Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?
Orðið "steinn" í merkingu spurningarinnar getur þýtt að minnsta kosti tvennt, annars vegar steind eða steintegund, og hins vegar bergtegund. Bergtegundir eru yfirleitt samsettar úr mörgum steintegundum. Algengast er að "grjót" hér á landi sé svart eða dökkgrátt að lit og er þá oftast blágrýti, sem samanstendur e...
Hverrar tegundar eru fallegu hvítu steinarnir sem finnast í Glerhallavík í Skagafirði?
Glerhallur (draugasteinn, holtaþór) nefnist öðru nafni kalsedón (e. chalcedony). Hann er dulkornótt afbrigði af kvarsi (SiO2) og er þétt sambreyskja örsmárra kristalla. Raunar kom í ljós nýlega að kalsedón er samgróningur tveggja kísilsteinda, kvars (sem kristallast í þríhyrnda kerfinu) og móganíts (einhalla kerfi...
Hvað er löss?
Löss er vindborið set sem iðulega hefur myndast við lok ísaldar þegar jöklar hörfuðu og skildu eftir sig mikið af fínkorna bergmylsnu sem sorfist hafði úr berggrunninum. Vindar feyktu setinu langar leiðir og settu það niður í þykkum lögum sem þekja landslagið sem fyrir var. Frægar myndanir eru til dæmis í vestanve...
Hvað er granít og hvernig myndast það?
Granít er grófkristallað, kísilríkt (SiO2 = 70%) djúpberg með steindasamsetningu nálægt 25% kvars, 40% alkalífeldspat, 26% plagíóklas og 5-6% bíótít og/eða amfiból. Granít er helsta bergtegund meginlandsskorpunnar. Lengi voru uppi deilur meðal bergfræðinga um uppruna þess og tókust þar á tvær meginkenningar; a...
Hvað er baggalútur?
Baggalútar (hreðjasteinar) myndast í ríólíti (líparíti) við samsöfnun efnis meðan bergið er að storkna. Slík samsöfnun efnis (e. concretions) þekkist líka í seti; dæmi um slíkt eru sandkristallar – stórir, stakir kristallar til dæmis af kalsíti sem vaxa í vatnsósa seti. Baggalútar. Kúlurnar eru um 1,5 cm í þv...
Hvernig verður ummyndun í bergi?
Öll efnafræðileg ferli leita í átt til jafnvægis við ríkjandi hita og þrýsting. Berg sem myndaðist við hraða kólnun frá 1100°C hita er greinilega í ójafnvægi við þær aðstæður sem ríkja við yfirborð jarðar. Hins vegar eru flest efnahvörf mjög hæg við slíkar aðstæður; hitni það hins vegar upp aftur, til dæmis í jarð...
Hvers konar steinn er ametyst?
Ametyst er holufylling en holufyllingar verða smám saman til þegar efni úr heitu vatni sem leikur um bergið sest í holur, glufur og sprungur. Til þess að stórir kristallar myndist verður hiti lausnarinnar að haldast lengi við „rétt“ hitastig, það er rétt neðan við mettunarmörk hennar. Hægt er að flokka holufyll...
Hvað er járnblendi og hvernig er það framleitt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er gert í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga? Hvað er járnblendi, til hvers er það notað og hvernig er það framleitt?Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er framleitt kísiljárn (e. ferrosilicon). Meginafurðin er svokallað 75% kísiljárn, táknað FeSi75, sem innihe...
Hvað er kísilgúr og til hvers er hann framleiddur?
Kísiliðjan við Mývatn vinnur hráefni sitt úr setlögum á botni Mývatns en ekki er vitað til þess að slík vinnsla úr votnámu fari fram annars staðar í heiminum. Mývatn er talið hafa myndast fyrir um 2300 árum og hefur það mikla sérstöðu meðal stöðuvatna á norðlægum slóðum. Vatnið er allt mjög grunnt og nær sólarljós...
Er hægt að geyma vetnisflúoríð á glerflösku ef það er ekki leyst upp í vatni?
Gerður er greinarmunur á HF á gasformi og HF í vatnslausn. HF á gasformi kallast vetnisflúoríð og er táknað með HF(g) en vatnslausn af vetnisflúoríði kallast flússýra (einnig kallað flúorsýra eða flúrsýra) og er táknuð með HF(aq). Algengasta form vetnisflúoríðs er 40% lausn af HF í vatni. Slíkar lausnir eru se...
Eru til margar tegundir gimsteina á Íslandi og finnast gull, silfur og kopar í einhverju magni?
Því miður er svarið við báðum spurningum neitandi – hér á landi finnast hvorki gimsteinar né dýrir málmar. Eiginlegir gimsteinar (eðalsteinar), sem eru svo harðir að þeir rispast ekki við daglega notkun, skera sig með hörkunni frá hversdagslegri skrautsteinum eins og til dæmis kvarsi, jaspis eða hrafntinnu. Deman...
Af hverju eru flestir steinar gráir?
Það er rétt að langflestir steinar í umhverfi okkar eru gráir og skýrist það af þeirri berggerð sem algengust er hér á landi. Steinar finnast samt sem áður einnig í öðrum litum og er slíkt nokkuð algengt sums staðar erlendis. Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir). ...
Hvað er kristall og af hverju myndast hann?
Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...
Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?
Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...