Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru eðalsteinar?

Kristján Jónasson

Eðalsteinar eða gimsteinar eru skrautsteinar sem hafa næga hörku til þess að rispast ekki við daglega notkun. Skrautsteinar eru náttúrulegar steindir eða bergtegundir sem notaðar eru í skrautmuni.

Harka steinda er gefin upp samkvæmt svonefndum Mohs-kvarða sem nær frá einum og upp í tíu. Mjúkar steindir, til dæmis talk eða talkúm (e. talc, soapstone), hafa hörkuna 1 og harðasta steindin, demantur, hefur hörku 10.

Af algengum steindum í umhverfi okkar er kvars hörðust með hörku 7. Kvars er til dæmis oft meginuppistaðan í ljósum sandi erlendis. Steindir með hörku 8-10 eru harðari en kvars og því litlar líkur á að þær rispist við notkun.


Demantur

Dæmi um eðalsteina eru demantar, rúbínar, smaragðar, zirkónar og tópasar. Verðmæti eðalsteina fer eftir ýmsu svo sem fegurð, hörku, stærð, ljósbroti, slípun og því hversu sjaldgæfur steinninn er. Þyngd eðalsteina er gjarnan mæld í karötum. Eitt karat er 0,2 grömm.

Mynd: Natural Resources Canada

Höfundur

jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

25.3.2004

Spyrjandi

Ásdís Marteinsdóttir, f. 1985

Tilvísun

Kristján Jónasson. „Hvað eru eðalsteinar?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4098.

Kristján Jónasson. (2004, 25. mars). Hvað eru eðalsteinar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4098

Kristján Jónasson. „Hvað eru eðalsteinar?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4098>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru eðalsteinar?
Eðalsteinar eða gimsteinar eru skrautsteinar sem hafa næga hörku til þess að rispast ekki við daglega notkun. Skrautsteinar eru náttúrulegar steindir eða bergtegundir sem notaðar eru í skrautmuni.

Harka steinda er gefin upp samkvæmt svonefndum Mohs-kvarða sem nær frá einum og upp í tíu. Mjúkar steindir, til dæmis talk eða talkúm (e. talc, soapstone), hafa hörkuna 1 og harðasta steindin, demantur, hefur hörku 10.

Af algengum steindum í umhverfi okkar er kvars hörðust með hörku 7. Kvars er til dæmis oft meginuppistaðan í ljósum sandi erlendis. Steindir með hörku 8-10 eru harðari en kvars og því litlar líkur á að þær rispist við notkun.


Demantur

Dæmi um eðalsteina eru demantar, rúbínar, smaragðar, zirkónar og tópasar. Verðmæti eðalsteina fer eftir ýmsu svo sem fegurð, hörku, stærð, ljósbroti, slípun og því hversu sjaldgæfur steinninn er. Þyngd eðalsteina er gjarnan mæld í karötum. Eitt karat er 0,2 grömm.

Mynd: Natural Resources Canada

...