Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 68 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru kraftar Londons?

Venjulegar sameindir (e. molecules) eru óhlaðnar sem heild og þess vegna verka ekki milli þeirra neinir rafkraftar af venjulegustu gerð, það er að segja svokallaðir Coulomb-kraftar milli hlaðinna efniseinda. Hins vegar er jákvæð hleðsla í atómkjörnum sameindarinnar og jafnstór neikvæð hleðsla í rafeindum hennar sa...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru til margir kraftar?

Hér er væntanlega átt við hversu margar tegundir krafta séu til, því að ýmiss konar kraftar verka milli flestra hluta og það mundi æra óstöðugan að ætla sér að telja þá! Í venjulegri, hefðbundinni aflfræði er mest fjallað um togkrafta, þrýstikrafta, núningskrafta, þyngdarkrafta og fleira. Í rafsegulfræði lærum ...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna er bensín þynnra en vatn?

Vatn og bensín eru bæði vökvar við stofuhita. Vatn er einungis byggt upp af vatnssameindum og er því hreint efni. Nánar til tekið er vatn efnasamband (e. chemical compound) sem hefur efnaformúluna H2O. Vatnsameindir eru því samsettar úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bensín er hins vegar efnab...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?

Jörðin snýst einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki stöðvast enn! Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni 'Hvernig varð jörðin til?' segir meðal annars:Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ár...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er eitthvað til í því að samstaða pláneta á beinni línu geti valdið umróti og jarðskjálftum víða um heim?

Svarið er nei; kraftarnir sem um ræðir eru alltof litlir í þessu tilviki. Þessar hugmyndir eru til komnar af því að svokallaðir sjávarfallakraftar geta vissulega látið til sín taka í náttúrunni. Þessir kraftar frá sól og tungli valda sjávarföllum og stórstreymi og smástreymi í höfum jarðarinnar eins og við þekk...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hitaþensla efna?

Til þess að einfalda svarið er best að líta á kristall málms, til dæmis járnkristall. Ímyndum okkur að við höfum reglulegan hreinan kristall úr járnatómum. Venjulegt járn er samsett úr mörgum slíkum einkristöllum sem þjappast saman, ásamt fjölda aðskotaatóma. Ef við lítum á eitt atóm í einkristallinum okkar er ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef fluga er á mælaborði flugvélar og flýgur svo á loft, léttist flugvélin þá sem nemur þyngd flugunnar?

Svarið er nei, miðað við þann útbúnað á flugvélum sem algengastur er. Kraftarnir upp á við sem halda flugunni á flugi inni í flugvélinni koma frá henni og gagntakskraftar þeirra verka á flugvélarskrokkinn niður á við þannig að mæld þyngd flugvélarinnar sem heildar breytist ekki.Í kennslubókum er oft sagt frá vörub...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna og á hvaða hátt veldur tunglið sjávarföllum?

Spyrjandi biður um „skýringu með hliðsjón af kenningunni um að á milli allra massa alheiminum verki kraftar.“ Þessari spurningu er svarað í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring? Einnig er fróðleikur þessu tengdur í fleiri svörum sem hægt er finna með leit...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er að segja um eðlisfræði skæra?

Skæri eru býsna snjöll uppfinning og skærin í kringum okkur eru margs konar ef að er gáð: Eldhússkæri, naglaskæri, fataskæri og svo framvegis. Og ef við hugsum okkur um sjáum við að ýmis áhöld sem við köllum klippur eru í rauninni náskyld skærum. Má þar nefna einfaldar grasklippur, trjáklippur, þakjárnsklippur og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér allt um gekkóa?

Gekkóar eru smáar og meðalstórar eðlur innan ættarinnar Gekkonidae. Til þessarar ættar teljast nú 1.196 tegundir sem flokkast í 5 undirættir og 97 ættkvíslir. Margar tegundir ættarinnar hafa eins konar þófa undir tánum sem gerir þeim kleift að hlaupa upp veggi og jafnvel loft innandyra. Þetta hafa margir séð se...

category-iconEfnafræði

Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?

Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna verður vatn eins og kúla í laginu í þyngdarleysi?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju verður vatnsdropi sem maður lætur detta á borð alltaf kúlulaga? Hvað gerist þegar vatn fer í þyngdarleysi, t.d. í geimnum? Byrjum á að skoða vatn á vökvaformi og eiginleika þess. Milli vatnssameinda ríkja vetnistengi (e. hydrogen bonds), sem eru með sterkustu aðdrát...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaða áhrif hafa örbylgjur í örbylgjuofnum á mat?

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur, rétt eins og sýnilegt ljós. Munurinn felst í því að bylgjulengd örbylgna er lengri en sýnilegs ljóss og tíðni þeirra er lægri. Örbylgjuofnar nota örbylgjur til hitunar. Orkuskammtarnir í örbylgjuofni hafa litla orku en fjöldi skammtanna er mjög mikill (100-800 W). Orkuskammtarnir ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Kjartan Gíslason rannsakað?

Magnús Kjartan Gíslason er lektor við Tækni-og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann leggur aðallega stund á rannsóknir á sviði lífaflfræði (e. biomechanics) þar sem kraftar og álag á vefi og liði líkamans eru reiknaðir og mældir. Meðal verkefna sem Magnús hefur verið að fást við er greining á þéttleika be...

Fleiri niðurstöður