Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 51 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað er samfélagsábyrgð?

Hugtökin „samfélagsábyrgð“ eða „samfélagsleg ábyrgð“ geta haft margvíslegar og ólíkar merkingar. Í sinni einföldustu mynd vísa þau til þess að manni ber að taka ákvarðanir sem snúast ekki einungis um eigin nærtækustu hagsmuni. Ein birtingarmynd þessa viðhorfs er að maður horfi til framtíðar í ákvarðanatöku og ígru...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða?

Meginhlutverk utanríkisþjónustunnar er að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi gagnvart öðrum ríkjum og alþjóðastofnunum. Helstu starfssvið hennar eru á sviði stjórnmála, öryggismála, utanríkisviðskipta og menningarmála. Auk þessa hefur hún það almenna hlutverk að efla vinsamleg samskipti við önnur ríki og vei...

category-iconLögfræði

Ef farþegi í bílnum mínum væri að deyja, mundi ég þá brjóta lög ef ég keyrði yfir hámarkshraða til að bjarga lífi hans?

Í íslenskum rétti eru reglur um svokallaðan neyðarrétt sem geta mögulega leitt til þess að hraðakstur, í því skyni að bjarga lífi manneskju, væri talinn lögmætur og ekki varða refsingu. Í neyðarrétti felst í stuttu máli að það er viðurkennt að í ákveðnum tilvikum geti verið nauðsynlegt að fórna minni hagsmunum fyr...

category-iconFélagsvísindi

Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?

Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?

Málfrelsi leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Mannréttindi eins og málfrelsi og ferðafrelsi eru yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bók...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er silfurbaksgórilla stór og hvar lifir hún?

Svonefndur silfurbakur eða silfurbaksgórilla, eins og spyrjandi kallar hana, er heiti á karlkynsgórillum (Gorilla spp.). Þegar karldýrin eru um 12 ára gömul fá þau silfurgljáan lit á bakið. Í fjölskylduhóp er þroskað karldýr eða silfurbakur, fjöldi kvendýra og afkvæmi silfurbaksins. Silfurbakar eru stærstu prímata...

category-iconHeimspeki

Af hverju bulla stjórnmálamenn svona mikið?

Spurningin gerir ráð fyrir því að stjórnmálamenn bulli mikið. Um það kunna að vera skiptar skoðanir, því ekki er alltaf ljóst hvað er bull og hvað ekki. Auk þess kunna að vera skiptar skoðanir um það hvað sé lítið eða hæfilegt bull og hvað sé mikið. Heimspekingurinn Harry Frankfurt hefur gefið út lítið kver se...

category-iconLögfræði

Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?

Já, samkvæmt 2. málsgrein 30. greinar barnalaga nr. 20/1992 er meginreglan sú að móðir fær sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan hjúskapar eða sambúðar. Þessi regla tekur mið af þörfum barnsins við upphaf ævinnar. Þó eru undantekningar frá þessari meginreglu. Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. barnalaga geta fore...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Þúkýdídes og hvert var framlag hans til sagnfræðinnar?

Þúkýdídes var aþenskur herforingi og sagnfræðingur sem var uppi á 5. öld f.Kr. Hann skrifaði um Pelópsskagastríðið í átta bókum og þykir merkasti sagnfræðingur Grikkja til forna ef ekki merkasti sagnfræðingur fornaldar. Fremur lítið er vitað um ævi Þúkýdídesar annað en það sem hann segir sjálfur. Þúkýdídes var ...

category-iconLögfræði

Þarf alltaf að sækja um leyfi fyrir skemmtunum í heimahúsum samkvæmt lögum?

Almennt gildir það að ekki þarf ekki að sækja um leyfi fyrir einkasamkvæmi eða skemmtunum í heimahúsum. Réttur manna til að ráða sjálfir hvað þeir aðhafast í sínum heimahúsum er varinn af 71. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þessi réttindi koma einnig fram í 8. gr....

category-iconLögfræði

Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?

Lögreglu ber almennt að fylgja reglum umferðarlaga í störfum sínum. Í umferðarlögum hefur hins vegar lengi verið sérstök heimild til svokallaðs „neyðaraksturs“. Jafnframt eru í gildi reglur um neyðarakstur sem settar hafa verið á grundvelli umferðarlaga. Neyðarakstur er akstur sem talinn er nauðsynlegur vegna verk...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?

Heimspekingar skiptast í grófum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem skoða heimspekina fyrst og fremst út frá sögu hennar. Ástundun heimspekinnar verður þannig nokkurs konar ritskýring á verkum og hugmyndum annarra heimspekinga. Þegar best lætur minnir hún nokkuð á samræðu þar sem hugmyndir þróast í skoða...

category-iconHeimspeki

Er rangt að skjóta og drepa önnur spendýr?

Skotveiðar á spendýrum, öðrum en þeim sem við flokkum sem meindýr, hafa að mörgu leyti sérstaka stöðu í hugum fólks. Slíkar veiðar eru vissulega umdeildari heldur en stangveiði og skotveiðar á fuglum. En í hugum margra er það að skjóta villt spendýr síst verra heldur en að rækta dýr í litlum búrum og slátra, eins ...

category-iconHeimspeki

Eru einhverjar lífverur ónauðsynlegar fyrir jörðina?

Vel er hægt að ímynda sér að margir eigi í handraðanum uppástungur af svari við þessari spurningu. Öll þekkjum við að hafa leitt hugann að því hvort heimurinn væri ekki bara betri staður ef ákveðin náttúruleg fyrirbæri væru ekki að flækjast fyrir okkur. Sum þeirra sjáum við reyndar ekki með berum augum en vitum af...

category-iconLögfræði

Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Eiga aðstandendur látins manns rétt á því að fá afrit af sjúkraskrám hins látna hafi hann meðan á sjúkralegu sinni stóð veitt samþykki sitt fyrir því? Í sjúkraskrám er oft að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og því gilda mjög strangar reglur um afhendingu þeirra. Í 14. gr...

Fleiri niðurstöður