Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 27 svör fundust
Hvað var endurreisnartímabilið og hvað var svona merkilegt við það í myndlist?
Orðið endurreisn er haft um það tímabil í mannkynssögunni sem tekur við af miðöldum. Á ýmsum erlendum tungumálum er notast við orðið 'renaissance' en það merkir bókstaflega „endurfæðing“ og vísar til þess að endurreisnarmenn vildu margir endurvekja klassíska menningu Forngrikkja og Rómverja sem hafði fallið í ...
Af hverju var Móna Lísa svona fræg?
Í svari Auðar Ólafsdóttur við spurningunni Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein? segir:Frægð málverksins af Mónu Lísu byggist ekki á því að það sé "besta málverk í heimi" enda er enginn mælikvarði til á slíkt í heimi listarinnar, heldur er verkið vitnisburður um þau ...
Hver fann upp fiðluna?
Fiðlan er strengjahljóðfæri sem hefur fjóra strengi, g, d', a' og e'', með fimmundartónbilum á milli, en það þýðir að tíðnihlutfallið milli samliggjandi strengja er 3:2. Á fiðluboganum eru hrosshár og þegar boganum er strokið yfir strengina titra þeir og mynda tóna. Fiðlan hefur hæsta tónsviðið meðal strengjahljóð...
Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvenær voru miðaldir?Miðaldir er tímabilið í mannkynssögunni sem er á milli fornaldar og nýaldar. Fornöld hefst með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tím...
Hver var Niccolò Machiavelli?
Niccolò Machiavelli er talinn vera einn helsti hugsuður endurreisnarinnar á Ítalíu. Hann fæddist í Flórens árið 1469 á þeim tíma sem borgin var að festa sig í sessi sem miðstöð menningar og viðskipta á Ítalíu. Hann starfaði sem embættismaður en þótti einnig ljómandi gott skáld og eru sum verka hans talin vera með ...
Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Plótinos (205–270 e.Kr.) var upphafsmaður þeirrar heimspekistefnu sem nefnd hefur verið nýplatonismi. Þessi stefna náði brátt mikilli útbreiðslu meðal heiðinna lærdómsmanna í Rómaveldi á síðfornöld og var í rauninni einráð, því aðrir heimspekiskólar voru horfnir af sviðinu. Nýplatonisminn var því ríkjandi heimspek...
Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Það virðist afskaplega erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar og nýtanlegar heimildir á veraldarvefnum um tilurð og aldur handrita sagnaritara eins og Heródótosar. Spurning mín er því sú. Hver eru helstu og elstu handrit af "Herodotus Histories" og aldursgrei...
Hvenær var ballett fundinn upp?
Ballett er listdans sem á rætur að rekja til ítölsku endurreisnarinnar en þar var dansað á hirðskemmtunum. Þegar ítalska aðalskonan Katrín af Medici (1519-1589) giftist Hinriki II konungi Frakka, flutti hún með sér listdansinn og stundum er sagt að tæknin sem ballettinn byggir á sé uppruninn við hirð hennar í Frak...
Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Francis Bacon?
Spyrjandi bætir við: Hefur eitthvað verið þýtt eftir hann? Ekkert virðist hafa verið þýtt eftir Francis Bacon á íslensku en um þennan forvitnilega heimspeking er ýmislegt að segja. Hann fæddist árið 1561 á miklum uppgangstímum í Englandi. Stjórnarfarið var stöðugt, menningin stóð í blóma og landið var á góðri le...
Hvernig er kampavín bruggað og hvað getið þið sagt mér um héraðið Champagne?
Champagne er fornt hérað í norðausturhluta Frakklands. Nafn þess er dregið af latneska orðinu campania sem merkir 'sveit', samanber latneska orðið campus sem í dag er aðallega notað um háskólasvæði. Champagne í Frakklandi ber sama nafn og ítalska héraðið Kampanía sem er í suðvesturhluta Ítalíu, umhverfis Napóli. ...
Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum?
Miðaldir er tímabil sem í hugum nútímafólks er oft tengt fáfræði og grimmd, og þar á móti hefur endurreisnartíminn þá ímynd að þá hafi hið háleita og vísindalega hlotið framgang í menningarlífi Evrópu. Rétt er að hafa í huga að slík tímabil eru huglægar smíðar fræðimanna gerðar þeim til hægðarauka, en endalok miða...
Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?
Elsta dæmið um orðið vísindaferð er, samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, frá árinu 1884 en þá kom það fyrir í tímaritinu Suðra sem Gestur Pálsson ritstýrði. Þar kemur orðið vísindaferð fyrir í tilkynningu um rit Þorvaldar Thoroddsen Ferðir á suðurlandi sumarið 1883. Í Suðra segir að Þorvaldur sé orðinnsvo ku...
Hvar fundust öll íslensku handritin?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Hvar fundust handritin? Handritin að Íslendingasögunum? Talið er að íslensk handrit og brot úr handritum séu allt að 20.000. Þar af eru tæplega 1.400 handrit frá miðöldum, það er skrifuð um eða fyrir miðja 16. öld. Handrit og brot úr handritum frá miðöldum á norrænu eru um 860...
Hvað getið þið sagt mér um gráa forneskju sem var á undan frumlífsöld og upphafsöld?
Við höfum fjallað töluvert um ýmis tímabil og tímaskeið á Vísindavefnum, allt frá upphafi alheimsins með Miklahvelli og inn í framtíðina, til dæmis í svörum við spurningunum Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar? og Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni? Um sum tímaskeið er a...
Hver var Roger Bacon og hvert var framlag hans til vísindanna?
Nafn Rogers Bacon (1214–1292) ber oftast á góma í sömu andrá og nöfn heimspekinga og vísindamanna frá Bretlandseyjum sem áttu þátt í að skapa þá vísindalegu aðferðafræði sem við þekkjum í nútímanum. Hann og nafni hans Francis Bacon (1561-1626) eru þá gjarnan nefndir sem nokkurs konar andlegir feður þeirrar þekking...