Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 29 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Hafliði Pétur Gíslason rannsakað?
Hafliði Pétur Gíslason er prófessor í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað veilur í hálfleiðandi og einangrandi þéttefni (e. condensed matter) allt frá doktorsnámi sínu. Veilur (e. defects) stjórna flestum hagnýtum eiginleikum þéttefnis, til að mynda stýra aðskotafrume...
Hvað er þéttefni og þéttefnisfræði?
Þéttefnisfræði (e. condensed matter physics) er stærsta undirsvið nútíma eðlisfræði og miðar að því að athuga og útskýra stórsæja (e. macroscopic) eiginleika "þéttra" efna, það er að segja fastra efna og vökva. Hér er oftast um að ræða kristölluð efni eins og málma, hálfleiðara eða ofurleiðara, einangrandi kristal...
Hvað er hálfleiðari?
Rafleiðni efna, það er að segja hæfni þeirra til að leiða rafstraum, er geysilega mismunandi. Tökum sem dæmi 20 m langan koparvír sem er 3,3 mm í þvermál. Viðnám hans er 0,04 ohm. Ef við setjum á hann spennuna 1 volt verður straumurinn í honum 25 amper, sem er mikill straumur, til dæmis meiri en öryggin leyfa okku...
Hvað hefur vísindamaðurinn Unnar Arnalds rannsakað?
Unnar Arnalds er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskólans. Hann stundar rannsóknir í eðlisfræði þéttefnis með áherslu á efniseðlisfræði og þróun nýrra efna og á eiginleikum spunakerfa. Hann hefur auk þess starfað að þróun tækjabúnaðar í eðlisfræði og efnisvísindum og smíðaði meðal annars fyrstu smugsjána sem se...
Hreyfast báðir endar á hlut á sama tíma þegar ýtt er á annan hvorn endann?
Nei, boðin þurfa að berast til hins endans á hlutnum. Við vitum að afstæðiskenning Einsteins segir að engin boð berist hraðar en með ljóshraðanum. En það er allt annað sem veldur hér mestu um takmörkun boðhraðans, jafnvel þótt hluturinn virðist harður viðkomu. Allt þéttefni er gert úr atómum sem oft er haldið ...
Hvers vegna fær maður straum þegar maður fer út úr bíl í frosti og hvernig kemur maður í veg fyrir það?
Þessari spurningu er að mestu svarað í svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvað er stöðurafmagn? Þar kemur til dæmis fram að stöðurafmagn sest öðru fremur á bíla þegar loft er þurrt, og það á einmitt oft við í frosti. Þurr dekk einangra bílana frá jörð þannig að rafhleðslan ...
Hvert er loðnasta dýr í heimi?
Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvað átt er við með loðinn, því hugtakið getur hvort tveggja vísað til lengdar hára og þéttleika þeirra. Í þessu svari er gengið út frá að verið sé að spyrja um hvaða dýr hefur þéttasta feldinn, það er að segja flest hár á hverja flatarmálseiningu. Samkv...
Hvað getið þið sagt mér um myndun og mikilvægi mýlis?
Mýli er hvítt, fitukennt efni utan um suma langa taugaþræði, einkum taugasíma (e. axons), en þeir flytja taugaboð frá taugafrumum eða taugungum (e. neurons) til annarra frumna í líkamanum. Svokallaðar slíðurfrumur (e. Schwann cells) mynda einangrandi taugaslíður utan um taugaþræðina með því að vefja sig í mörg...
Hvað er skammtahermun og hvernig fer hún fram?
Saga skammtareikninga er ekkert sérstaklega löng. Fyrir um 40 árum síðan kom eðlisfræðingurinn Richard Feynman auga á vandkvæði sem felast í því að framkvæma reikninga á skammtafræðilegum kerfum á hefðbundnum tölvum.[1] Vandinn liggur í því að til þess að reikna nákvæmlega eiginleika skammtafræðilegs kerfis, þarf ...
Hvernig myndaðist Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni?
Í heild var spurningin svona:Mig langar að spyrja hvernig mynduðust Knútstaðaborgir í Aðaldalshraun í S-Þingeyjarsýslu. Þetta eru einhverskonar hraunhólf sem sum eru opin að ofan. Knútstaðaborg mun vera hraundrýli (alþj. hornito) en mörg slík eru í Aðaldalshrauni sem er hluti af Laxárdalshrauni yngra. Hraunið e...
Kólna drykkir hraðar eftir því sem þeir eru í kaldara rými, eins og ef maður lætur bjór í frysti í staðinn fyrir ísskáp?
Stutta svarið er já: Hlutir kólna þeim mun hraðar sem meiri munur er á upphaflegum hita þeirra og hitanum (kuldanum) í umhverfinu. Bjórflaska eða flaska með öðrum vökva kólnar talsvert örar ef hún er sett í frysti en í kæliskáp. Dæmigerður hiti í frystikistu er um það bil -18°C eða 18 stiga frost en í kæliskápu...
Af hverju deyja fuglar ekki þegar þeir setjast á rafmagnslínur?
Um rafmagnslínur eða háspennulínur flæðir mikill rafstraumur með hárri spennu. Spennumunur á milli rafmagnslínunnar og jarðar er þannig mjög mikill en vegna þess leitar rafstraumurinn niður í jörð. Margir hafa eflaust lent í því að snerta rafmagnsgirðingu og fá straum. Þar sem manneskjan sem snerti rafmag...
Hvað er stöðurafmagn?
Flestir kannast við að hafa strokið uppblásinni blöðru hratt fram og aftur eftir hári sínu og látið hana svo loða við vegg í stutta stund. Eftir meðferðina stendur hárið gjarnan beint út í loftið og er svolitla stund að jafna sig. Hvort tveggja, blaðran og hárið, hefur fengið rafhleðslu og sagt er að myndast hafi ...
Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?
Varmi berst með þrennum hætti frá hlut sem er heitari en umhverfið. Í fyrsta lagi verður svokölluð varmaleiðing (e. conduction) sem felst í því að frumeindir og sameindir efnisins kringum hlutinn taka að hreyfast örar en áður og þessi hreyfing eindanna breiðist smám saman út í allar áttir frá hlutnum. Í öðru lagi ...
Hvað er líkt með atferli hunda og úlfa?
Úlfar (Canis lupus) og hundar eru náskyldar tegundir enda eru margir dýrafræðingar á því að hundurinn sé deilitegund úlfsins og beri því fræðiheitið Canis lupus familiaris. Aðrir dýrafræðingar vilja hins vegar flokka hundinn sem sérstaka tegund innan ættkvíslarinnar Canis en þá er tegundarheitið Canis familiaris. ...