Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 21 svör fundust
Hvers vegna er hitastig stundum mælt í kelvínum?
Hitastig má mæla á ýmsum kvörðum. Sá sem algengastur er í daglegu tali er Selsíus-kvarðinn, en á honum sýður vatn við 100°C en frostmarkið er 0°C (við 1 atm þrýsting). Alkul (lægsta hitastig sem hægt er að ná, sjá nánar hér) á Selsíus-kvarða er hins vegar við -273°C. Kelvin-kvarðinn er algengasti hitakvarðinn ...
Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er meðalhiti í Reykjavík á bilinu 0-10°C (samkvæmt upplýsingum um tímabilið 1961-1990). Kaldast er í desember og janúar, en þá fer meðalhiti rétt niður fyrir frostmark, og heitast í júlí og ágúst þegar meðalhitinn er rúmlega 10°C. Á þessari síðu Veðurstofu Íslands er að ...
Við hvað er Fahrenheit-kvarðinn miðaður, hvar er hann notaður og af hverju er hann notaður þar en ekki til dæmis Selsíus-kvarðinn?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Arnars Sigurðar Ellertssonar: Hvað eru -40°C mörg stig á Fahrenheit? Fahrenheit-kvarðinn er núna aðeins notaður í Bandaríkjunum, annars staðar í heiminum notast menn við Selsíus-kvarðann í daglegu lífi en Kelvin-kvarðann í vísindum, sjá lok svarsins. Erfitt er að segja...
Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?
Hér fyrir neðan er tafla um þær 10 málmtegundir sem hafa lægsta bræðslumarkið. Hitastigið er gefið upp bæði á selsíus- og kelvin-kvarða. Eitt kelvín (K) er varmafræðilega jafnstórt og ein selsíusgráða (°C), eini munurinn er sá að kelvínkvarðinn hefur núllpunkt við alkul (-273,15 °C). Því er auðvelt að breyta á mil...
Af hverju lýsa stjörnur?
Stjörnur lýsa vegna þess að þær geisla frá sér orku sem myndast við kjarnahvörf í kjörnum stjarnanna, en þessi hvörf eiga sér stað vegna þess hve mikill hiti og þrýstingur er þar til staðar. Í kjarna stjörnu er gríðarlega heitt og mikill þrýstingur, sem þýðir að efniseindirnar þar eru á mikilli hreyfingu og rek...
Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?
Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...
Hvernig virka forritunarmál til dæmis C++?
Örgjörvar tölva ráða aðeins við að framkvæma mjög einfaldar og frumstæðar skipanir, svokallaðar vélarmálsskipanir. Með þeim er hægt að bera saman tölur sem eru í minni tölvunnar, leggja þær saman og gera aðra einfalda útreikninga á þeim. Það er mjög erfitt að forrita í vélarmáli, bæði vegna þess að það er mjög fru...
Hversu mikið eykst rúmmál andrúmslofts við hitabreytingu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er til einföld aðferð til nálgunar á því hversu rúmmál andrúmslofts eykst við hitabreytingu? Eingöngu er átt við breytingu á lofthita en að öðru leyti séu sömu aðstæður. Dæmi: Útiloft er hitað úr 5°C í 23°C, hversu mikið eykst rúmmál loftsins og hvernig er það reiknað út? ...
Hvað getið þið sagt mér um fiseindir?
Fiseindir (e. neutrinos) teljast til öreinda, en allt efni í alheiminum er samsett úr litlum einingum sem vísindamenn nefna öreindir. Í minnstu hlutum er aragrúi öreinda. Fiseindir hafa lengi þótt mjög dularfullar. Þær víxlverka mjög lítið við annað efni og hafa löngum verið taldar hafa nær engan kyrrstöðumassa ...
Ef hitinn í dag er 0°C og á morgun verður helmingi kaldara, hversu kalt er þá úti?
Ef þessi spurning hefði verið borin fram um miðja 19. öld hefðu eðlisfræðingar litið á hana sem markleysu eina eða að minnsta kosti fánýtan orðhengilshátt. Menn gerðu þá hvorki ráð fyrir upphafi né endi á hitakvarðanum og litu á frostmark vatns sem einn punkt á honum, valinn án þess að til þess lægju nein sérstök ...
Götur eru saltaðar til að svellið bráðni, en skíðabrekkur til að fá harðfenni. Hvernig má það vera?
Saltið sem dreift er á götur bræðir ísinn og salti er stundum dreift á skíðabrekkur til að fá harðfenni. Þrátt fyrir að við fyrstu sýn sé þetta mótsögn geta báðar fullyrðingarnar verið réttar. Salt sem stráð er á snjó eða ís bræðir yfirborð hans og myndar saltvatnspoll. Þetta gerist þannig að ísinn og saltið m...
Er líf á sólinni?
Svarið er nei; það er ekkert líf á sólinni. Til þess liggja margar ástæður sem eru þó ekki með öllu óskyldar. Veigamesta ástæðan er sú að það er gríðarlega heitt á sólinni. Hitinn í iðrum hennar mælist í milljónum stiga á Selsíus og hitinn við yfirborðið í þúsundum stiga. Í slíkum hita verður allt efni gerólíkt...
Við hvaða hitastig frýs Mývatn?
Öll stöðuvötn með ósöltu vatni frjósa í aðalatriðum við sama hita, 0°C (núll stig eða gráður á Selsíus), sem við köllum líka frostmark vatns. Hins vegar er fróðlegt að hugsa út í það sem gerist þegar stöðuvötn frjósa. Þeir sem þekkja Mývatn ekki sérstaklega geta þá hugsað til dæmis um Tjörnina í Reykjavík. Þeg...
Hvernig eru svokallaðir lavalampar búnir til?
Arnar Ellertsson spurði 'Hvernig verka lava lampar? Af hverju flýtur vaxið upp og af hverju sýður olían ekki?' og Mattías Páll spurði 'Hvaða efni er í 'peace lamp'?' Svokallaður lavalampi er glært plastílát með tveimur mismunandi vökvum í og peru fyrir neðan. Yfirleitt er annar glær og hinn litaður, til...
Hvernig myndast svarthol í geimnum?
Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Slík svarthol verða til er kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Stór svarthol geta einnig myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi kunna lítil svarthol að hafa orðið til í Mi...