Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 155 svör fundust
Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð? Kannski í gegnum Kalmarsambandið eða eitthvað álíka? Varla er hægt að segja að Ísland hafi nokkurn tímann verið undir Svíþjóð. Þó höfðu Svíar og Íslendingar stundum sama konung á 14., 15. og 16. öld. Fyrst varð Ísland skat...
Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?
Nafnorðið dámur merkir ‛lykt, keimur, þefur’. Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut. Orðasambandið er þekkt frá því á 17. öld. Sögnin að dáma er...
Hvernig bregður maður einhverjum í þátíð?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðin að bregða einhverjum eru sjaldan notuð í þátíð. Hvað segir maður þegar maður er nýbúinn að bregða einhverjum? Ég bregðaði þér?Sögnin að bregða telst til sterkra sagna sem mynda þátíð með hljóðskiptum (bregða-brá-brugðum-brugðið). Hún beygist svona í nútíð og þátíð: ...
Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til?
Orðasambandið að sofa í hausinn á sér er notað í merkingunni 'fara að sofa'. Það er allvel þekkt í talmáli þótt ekki hafi það komist í orðabækur eða orðtakasöfn enn. Fólk á miðjum aldri og eldra þekkir sambandið allt frá bernsku og segir að það hafi aðeins verið notað við krakka sem tregir voru til að fara að sof...
Er hægt að segja í einhverjum skilningi á réttri íslensku "að söðla um sig"?
Sögnin að söðla er leidd af nafnorðinu söðull 'karlhnakkur, kvenhnakkur' og merkir að 'leggja söðul á hest'. Þegar maður er á ferð með tvo til reiðar skiptir hann öðru hverju um hest til að hvíla þann sem hann sat áður. Hann flytur þá söðulinn (hnakkinn) milli hesta og það er kallað að söðla um. Að 'söðla um' v...
Hvað þýðir orðið „mangari“ eins og í hórumangari?
Sögnin að manga er gömul í málinu. Hún merkir oftast að 'pranga, prútta' en getur einnig merkt að 'þjarka'. Merkingin 'fjölyrða, skrafa' sem þekktist í gömlu máli er ekki lengur notuð. Sambandið að manga einhverju út er notað um að selja eitthvað en sambandið að manga til við einhvern merkir að 'mælast til einhver...
Hvaða rönd er átt við þegar menn segja "í aðra röndina"?
Orðið rönd merkir ‘brún, barmur, jaðar, rák’. Orðasambandið í aðra röndina merkir ‘að hálfu leyti, að nokkru leyti, hálfvegis’ og eru elst dæmi um það í söfnum Orðabókar Háskólans frá því um miðja 19. öld. Líkingin í orðasambandinu er ekki fullljós. Þó gæti verið átt við brún til dæmis á umslagi þar sem ein rönd...
Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?
Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr kvæði eftir Benedikt Gröndal eldri í ljóðabók sem gefin var út 1833:ad hann brudli med óforstandi, ellegar vilji mata krók.Samb...
Hvaða tólfum kasta menn, hvernig er það gert og við hvað er átt?
Orðasambandið að kasta tólfunum er notað um eitthvað sem keyrir úr hófi. Það er þekkt að minnsta kosti frá 18. öld samkvæmt heimildasafni Orðabókar Háskólans. Yngra er sambandið að slá tólfunum í sömu merkingu en það er kunnugt frá 19. öld. Líkingin er sennilegast komin frá teningaspili þar sem notaðir eru tveir t...
Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?
Sambandið að detta í það er ekki gamalt í málinu um að neyta áfengis ríkulega oftast samfara einhverri skemmtun en þó ekki alltaf. Margur dettur í það einn með sjálfum sér. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar en sambandið getur vel verið eitthvað eldra. Í Íslenskri orðabók (2002: 213)...
Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?
Orðasambandið að ríða baggamuninn er sótt til þess tíma þegar baggar voru fluttir á reiðingshestum. Baggamunur er þá sá munur sem er á stærð bagganna. Hann var óæskilegur, og reynt var að hafa baggana sem jafnasta. Ef munur var á þyngd þeirra héldu baggarnir illa jafnvægi, vildu síga til þeirra hliðar á hestinum þ...
Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama?
Lítri (l) og rúmsentímetri (cm3) eru hvor tveggja einingar um rúmmál (e. volume), byggðar á sömu undirstöðum. Að því leyti er þetta "það sama". Þó að rúmmálið í lítranum sé þúsund sinnum meira en í rúmsentímetranum þá er hlutfallið alltaf hið sama og auk þess raunar einföld tala í talnakerfi okkar (1000). Rúmmá...
Hvað þýðir að eitthvað sé yfir höfuð?
Orðasambandið yfir höfuð er fengið að láni úr dönsku. Þar er það notað í tvenns konar merkingu, annars vegar neitandi eða spyrjandi, það er ‛alls ekki’ eða ‛yfirleitt’, „jeg er overhovedet ikke enig“, „ég er alls ekki (yfir höfuð ekki) sammála“, eða „har hun overhovedet sagt noget?“ „hefur hún yfirleit...
Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því?
Orðið spönn er ákveðin mælieining ‛þriðjungur úr alin, bilið milli góma þumalfingurs og litlafingurs (eða vísifingurs) útglenntra’. Orðasambönd með spönn og rassi eru til í fleiri en einni gerð. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um að sjá ekki spönn úr rassi, það er að sjá nánast ekkert og er það úr ...
Hvað merkir 'halló' eiginlega?
Orðið halló til dæmis notað þegar menn svara í síma og þá til að athuga hvort einhver sé hinumegin á línunni þegar símanum er svarað. Orðið er einnig notað þegar sambandið er slæmt, til dæmis í millilandasímtölum. Þá getur verið þörf á því að kanna sambandið í miðju samtali með því að segja til dæmis: "Halló, heyr...