Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 82 svör fundust
Hvað eru margir Íslendingar á lífi í dag sem fæddust á 19. öld?
Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru alls 11 einstaklingar 102 ára og eldri á lífi í árslok 2002. Sá elsti þeirra var 107 ára og fæddist því árið 1895 eða sama ár og fyrsta eiginlega kvikmyndasýningin fór fram í París. Sama ár var Þjórsá fyrst brúuð. Heimild: Hagstofan. Mynd: mbl.is...
Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?
Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem sn...
Hvaða blóm er sjaldgæfast í heimi?
Þetta er snúin spurning því án efa eru til svo sjaldgæfar plöntur að grasafræðingar hafa ekki hugmynd um tilveru þeirra! En af þeim plöntum sem vísindin þekkja til, þá eru nokkrar tegundir sem eru ákaflega sjaldgæfar og þekkjast aðeins á örfáum einstaklingum. Ein þeirra er plantan Encephalartos woodii sem er nær ú...
Hvað er stjarnan Prókíon í stjörnumerkinu Litlahundi stór?
Stjarnan Prókíon (α Canis Minoris) í stjörnumerkinu Litlahundi er í um 11,25 ljósára fjarlægð frá okkur. Hún er næstum því tvisvar sinnum stærri að þvermáli og massa en sólin okkar og sjö sinnum bjartari. Prókíon er áttunda bjartasta stjarnan sem við sjáum á næturhimninum, rétt á eftir Rígel í Óríon sem, til ...
Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?
Tímaritið Eimreiðin kom út í Kaupmannahöfn 1895-1918 og síðan í Reykjavík frá 1918-1975. Valtýr Guðmundsson (1860-1928) stofnaði tímaritið og ritstýrði því til 1918. Í Eimreiðinni voru birtar sögur, ljóð, greinar um bókmenntir og ýmis málefni. Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar er meðal annars kvæðið „Braut...
Hvenær hófst notkun rafsegulbylgna í læknavísindum?
Rekja má notkun rafsegulbylgna í læknavísindum allt aftur til síðasta áratugar 19. aldar. Vert er að hafa í huga að notkunin er fjölbreytt, enda geta rafsegulbylgjur haft mjög misjafna eiginleika eftir því hver tíðni þeirra er. Rafsegulbylgjur eru stundum flokkaðar eftir tíðni í útvarpsbylgjur, örbylgjur, inn...
Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?
Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...
Hvenær urðu fimleikar til og hver fann þá upp?
Fimleikar er íþrótt sem felur í sér ýmsar æfingar þar sem saman fara styrkur, liðleiki, samhæfing, snerpa og jafnvægi. Fimleika er hægt að stunda sem einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt. Á Íslandi eru fyrst og fremst stundaðir áhaldafimleikar og hópfimleikar. Áhaldafimleikar eru aðallega einstaklingsíþrótt en þó er e...
Er völva tökuorð?
Orðið völva er ekki tökuorð heldur íslenskt og þekkist allt frá fornu máli. Beyging orðsins var þá í eintölu: Nf. völva Þf. völu Þgf. völu Ef. völu Síðar gerðist tvennt. Annars vegar þröngvaði -v- sér...
Hver var fyrsta bíómyndin, hver leikstýrði henni og hverjir léku í henni?
Fyrsta kvikmyndavélin var myndavél í laginu eins og riffill og gat tekið 12 myndir á sekúndu. Hún var hönnuð 1882 af Frakkanum Etienne-Jules Marey. Uppfinningamaðurinn Tómas Alva Edison kynnti árið 1893 kassalega gægju-sýningarvél sem sýndi einum áhorfanda örsmáar svarthvítar kvikmyndir. Vélina nefndi hann Kine...
Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?
Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar segir að vélbyssa sé „byssa (hlaupvídd 5,45-20 mm) sem hleypir af mörgum skotum í óslitinni röð meðan haldið er í gikkinn; fóðruð með skotfærum frá belti eða magasíni.“ Þessi Maxim-byssa á þrífæti er frá 1895. Fyrsta alsjálfvirka vélbyssan var hönnuð af Sir Hiram Stev...
Hvar eru Úralfjöllin?
Úralfjöllin eru um 2500 km langur fjallgarður í miðvesturhluta Rússlands. Þau ná frá Karahafi í norðri (Karahaf er hluti af Norður-Íshafinu) að Kasakstan og Úralfljóti í suðri. Þau eru fellingafjöll sem mynduðust við árekstra fleka en lesa má um slík fjöll í svari við spurningunni: Hvernig myndast fellingafjöll? ...
Af hverju er talað um gulu pressuna?
Gula pressan dregur nafn sitt af skopmyndapersónu sem kölluð var The Yellow Kid og birtist í bandarískum dagblöðum í lok 19. aldar. Árið 1895 teiknaði Richard Felton Outcault teiknimyndaseríu fyrir dagblaðið New York World sem var í eigu Joseph Pulitzer. Serían hét Hogan's Alley og þar mátti sjá fremur ófríðan,...
Hvað þýðir orðið galgopi?
Orðið galgopi er notað um karl eða konu sem er fljótfær og sýnir litla aðgæslu. Það er sett saman af áhersluforliðnum gal-, sem elst dæmi eru um frá 18. öld (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:224), og nafnorðinu gopi sem hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘munnop, lítill (gráðugur) munnur; op; stutt, skjól...
Börðust indjánar í Þrælastríðinu?
Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...