Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1237 svör fundust
Hvað hafa menn fyrir sér í því að sumar stjörnur sem við sjáum séu núna útbrunnar?
Þetta er byggt á því að margar stjörnur eru svo gríðarlega langt í burtu að langur tími er liðinn síðan ljósið sem við sjáum frá þeim lagði af stað hingað til okkar. Þessi tími getur hæglega verið lengri en ævi viðkomandi stjörnu samkvæmt þeim hugmyndum sem menn hafa um þróun og ævilengd stjarna. Þær hugmyndir er...
Af hverju er sólin til?
Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafnvel þúsundir stjarna á borð við sólina. Stjarna myndast þegar slíkt ský verður fyrir ytri röskun og tekur að falla saman sökum þyngdaraflsi...
Hvað er langt þangað til að sólin verður að rauðum risa og hvað verður um hana þegar hún er orðin að hvítum dverg?
Við rannsóknir á sólstjörnum standa vísindamenn frammi fyrir þeim vandkvæðum að þróun sólstjarna tekur milljónir og jafnvel milljarða ára. Það er því engin leið að geta fylgst með þróun einnar stjörnu frá upphafi til enda. Vísindamenn verða því að reyna að ákvarða hversu langt er liðið á þróunarskeið ýmissa stjarn...
Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?
Talið er að bjartasta þekkta stjarnan (og ein sú massamesta) sé í þoku sem kallast á ensku "Pistol Nebula" eða "Skammbyssuþokan". Stjarnan er í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu, staðsett nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, og er talið að hún sé 100 sinnum massameiri en sólin okkar og 10 milljón sinnum bjartari...
Hvað getur þú sagt mér um stjörnuþyrpingar?
Stjörnuþyrping er hópur stjarna sem haldast saman á litlu svæði vegna þyngdaraflsins. Stjörnuþyrpingum má skipta í kúluþyrpingar og lausþyrpingar. Stjörnuþyrpingum má þó ekki rugla saman við vetrarbrautir sem eru miklu stærri og stjörnur þeirra laustengdari. Í flestum vetrarbrautum er bæði að finna kúluþyrpingar o...
Hvernig verkar Drake-jafnan?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Ef sannað er að líf hafi til dæmis þrifist á Mars, hve miklar líkur eru á því að líf sé að finna í öðrum sólkerfum? (Árni Arent)Hvað eru til mörg sólkerfi sem eru lík okkar og hverjar eru líkurnar á því að það sé pláneta alveg eins og okkar þarna úti? (Sigurður Jón Sigu...
Hvernig verða stjörnur til?
Í svari við spurningunni Hvernig er þróun sólstjarna háttað? kemur fram að sólstjörnur verða til í risastórum gas- og rykskýjum í Vetrarbrautinni, en Vetrarbrautin er safn hundruð milljarða stjarna: Stjörnur verða til í geysistórum gas- og rykskýjum, einhvers staðar í vetrarbrautunum. Við köllum slík ský stjörn...
Hvernig er þróun sólstjarna háttað?
Við rannsóknir á þróun sólstjarna standa stjarneðlisfræðingar frammi fyrir þeim vanda að geta ekki séð stjörnurnar breytast á sama hátt og hver og einn getur til dæmis fylgst með breytingum á eigin líkama. Ástæðan er sú að æviskeið stjarna er mælt í milljónum eða milljörðum ára. Stjarneðlisfræðingar verða þess veg...
Úr hverju eru stjörnurnar og tunglið?
Sólin okkar og stjörnurnar eru aðallega úr vetni og helíni (e. helium). Nákvæm hlutföll efnana eru breytileg eftir aldri stjarnanna og hvar í alheiminum þær eru, en ungar stjörnur í vetrarbrautinni okkar eru rúmlega 70% vetni og sirka 25% helín. Þyngri frumefni eins og kolefni, nitur, súrefni og neon mynda yfirlei...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kári Helgason rannsakað?
Kári Helgason er stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla íslands. Flest rannsóknarverkefni hans snúa að svokölluðu bakgrunnsljósi alheimsins, en það er uppsöfnuð birta allra þeirra stjarna sem skinið hafa í alheimssögunni. Bakgrunnsljósið hefur því að geyma mikilvægar upplýsingar um myndun og þróun ve...
Hvað er útvarpssjónauki og hvernig er hann notaður?
Á fjórða áratug tuttugustu aldar uppgötvaði bandaríski eðlisfræðingurinn Karl Jansky fyrir slysni að útvarpsbylgjur berast utan úr himingeimnum. Hluti útvarpsbylgnanna hafa sömu tíðni og ýmsar útvarpsstöðvar en þær eru daufar og að sjálfsögðu er þar ekkert að heyra annað en snark og suð. Til þess að geta numið útv...
Verða allar nifteindastjörnur að tifstjörnum eða eru einhver skilyrði?
Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svörum sama höfundar við spurningunum: Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Hvernig myndast nifteindastjörnur? Það er viðtekin hugmynd að svonefndar tifstjörnur (e. pulsar) séu í raun nifteindastjörnur sem snúast líkt og þeytivindur. Nif...
Hvað eru margar stjörnur í geimnum?
Þessari spurningu má skipta í tvennt og spyrja annars vegar hversu margar stjörnur við sjáum á næturhimninum og hins vegar hversu margar stjörnur eru í öllum alheiminum. Þótt stjörnurnar á himninum virðist næstum óteljandi eru í raun "aðeins" um 6000 stjörnur sem hægt er að greina með berum augum, við bestu aðs...
Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna? Svo sem hvernig vitum við hitastig, stærð, hreyfingu og efnasamsetningu stjarnanna? Litrófsgreiningar á geislun sem berst frá stjörnum er helsta aðferðin til að afla upplýsinga um eiginleika stjarna á borð við þá se...
Hvað er sólin stór?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar? Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annar...