Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Kári Helgason rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Kári Helgason er stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla íslands. Flest rannsóknarverkefni hans snúa að svokölluðu bakgrunnsljósi alheimsins, en það er uppsöfnuð birta allra þeirra stjarna sem skinið hafa í alheimssögunni. Bakgrunnsljósið hefur því að geyma mikilvægar upplýsingar um myndun og þróun vetrarbrauta frá upphafi til dagsins í dag.

Kári er þátttakandi í Evklíð-verkefni Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA). Evklíð-geimsjónaukanum er ætlað að kortleggja milljónir vetrarbrauta og mæla þannig útþenslu alheimsins og varpa ljósi á hulduefni og hulduorku. Gögnin frá Evklíð munu einnig nýtast á öðrum rannsóknasviðum og Kári hefur það hlutverk innan samstarfsins að mæla ummerki fyrstu stjarna og svarthola alheimsins í daufu flökti bakgrunnsljóssins. Nú fer fram mikil undirbúningsvinna fyrir mælingar Evklíðs og þarf henni að vera lokið fyrir geimskot sjónaukans árið 2022. Evklíð-verkefnið er eitt metnaðarfyllsta kortlagningaverkefni stjörnufræðinnar.

Evklíð-verkefnið er eitt metnaðarfyllsta kortlagningaverkefni stjörnufræðinnar.

Kári hefur einnig rannsakað bakgrunnsljós alheimsins í orkuríkum röntgengeislum sem berast frá risasvartholum sem éta upp efni í miðju vetrarbrauta (sjá nánar hér). Í þessum rannsóknum er ætlunin að sameina gögn frá Evklíð-sjónaukanum og eROSITA-Röntgen-geimsjónaukanum til að varpa ljósi á samspil í þróun vetrarbrauta og risasvarthola.

Hraði stjörnumyndunar í vetrarbrautum hefur mikið að segja um það hvernig alheimurinn lítur út í dag. Nýverið beittu Kári og samstarfsmenn hans nýstárlegri aðferð til að endurskapa sögu stjörnumyndunar alheimsins. Sú rannsókn vakti verulega athygli. Þetta var gert með aðstoð gagna sem aflað var með Fermi-gammageislasjónauka NASA sem skotið var út í geim árið 2008. Eftir að hafa rýnt í gögn um gammageisla frá nærri 740 risasvartholum, sem mörg hver eru í órafjarlægð frá jörðinni, tókst Kára og samstarfsmönnum að reikna heildarmagn bakgrunnsljóss á mismunandi tímaskeiðum alheimsins, nánast alla leið aftur til upphafs alheimsins. Þannig var hægt að endurskapa sögu stjörnumyndunar yfir tímabil sem nær yfir 90% af sögu alheimsins.

Flest rannsóknarverkefni Kára snúa að svokölluðu bakgrunnsljósi alheimsins.

Kári er fæddur í Reykjavík árið 1983 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2003. Hann stundaði nám í eðlisfræði við Haskóla Íslands 2004-2008 og sökkti sér í stjönufræði við Kaupmannahafnarháskóla veturinn 2006-2007. Hann hélt þvínæst til Bandaríkjanna í framhaldsnám og lauk MS-prófi í stjarnvísindum frá Háskólanum í Maryland árið 2011 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2014. Doktorsverkefni sitt vann Kári í NASA Goddard Space Flight Center og hlaut til þess NASA Earth & Space Sciences-styrk. Fyrir doktorsverkefnið fékk hann viðurkenningu fyrir framúrskarandi rannsóknarverkefni. Árið 2014 hóf Kári störf hjá stjarneðlisfræðistofnun Max Planck í Þýskalandi sem Marie Curie-styrkþegi og stundaði þar rannsóknir í fjögur ár. Hann fluttist til Íslands árið 2018 þar sem hann hefur stöðu sérfræðings við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Frekara lesefni um sögu stjörnumyndunar:

Myndir:

Útgáfudagur

23.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kári Helgason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76897.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 23. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Kári Helgason rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76897

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kári Helgason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76897>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Kári Helgason rannsakað?
Kári Helgason er stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla íslands. Flest rannsóknarverkefni hans snúa að svokölluðu bakgrunnsljósi alheimsins, en það er uppsöfnuð birta allra þeirra stjarna sem skinið hafa í alheimssögunni. Bakgrunnsljósið hefur því að geyma mikilvægar upplýsingar um myndun og þróun vetrarbrauta frá upphafi til dagsins í dag.

Kári er þátttakandi í Evklíð-verkefni Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA). Evklíð-geimsjónaukanum er ætlað að kortleggja milljónir vetrarbrauta og mæla þannig útþenslu alheimsins og varpa ljósi á hulduefni og hulduorku. Gögnin frá Evklíð munu einnig nýtast á öðrum rannsóknasviðum og Kári hefur það hlutverk innan samstarfsins að mæla ummerki fyrstu stjarna og svarthola alheimsins í daufu flökti bakgrunnsljóssins. Nú fer fram mikil undirbúningsvinna fyrir mælingar Evklíðs og þarf henni að vera lokið fyrir geimskot sjónaukans árið 2022. Evklíð-verkefnið er eitt metnaðarfyllsta kortlagningaverkefni stjörnufræðinnar.

Evklíð-verkefnið er eitt metnaðarfyllsta kortlagningaverkefni stjörnufræðinnar.

Kári hefur einnig rannsakað bakgrunnsljós alheimsins í orkuríkum röntgengeislum sem berast frá risasvartholum sem éta upp efni í miðju vetrarbrauta (sjá nánar hér). Í þessum rannsóknum er ætlunin að sameina gögn frá Evklíð-sjónaukanum og eROSITA-Röntgen-geimsjónaukanum til að varpa ljósi á samspil í þróun vetrarbrauta og risasvarthola.

Hraði stjörnumyndunar í vetrarbrautum hefur mikið að segja um það hvernig alheimurinn lítur út í dag. Nýverið beittu Kári og samstarfsmenn hans nýstárlegri aðferð til að endurskapa sögu stjörnumyndunar alheimsins. Sú rannsókn vakti verulega athygli. Þetta var gert með aðstoð gagna sem aflað var með Fermi-gammageislasjónauka NASA sem skotið var út í geim árið 2008. Eftir að hafa rýnt í gögn um gammageisla frá nærri 740 risasvartholum, sem mörg hver eru í órafjarlægð frá jörðinni, tókst Kára og samstarfsmönnum að reikna heildarmagn bakgrunnsljóss á mismunandi tímaskeiðum alheimsins, nánast alla leið aftur til upphafs alheimsins. Þannig var hægt að endurskapa sögu stjörnumyndunar yfir tímabil sem nær yfir 90% af sögu alheimsins.

Flest rannsóknarverkefni Kára snúa að svokölluðu bakgrunnsljósi alheimsins.

Kári er fæddur í Reykjavík árið 1983 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2003. Hann stundaði nám í eðlisfræði við Haskóla Íslands 2004-2008 og sökkti sér í stjönufræði við Kaupmannahafnarháskóla veturinn 2006-2007. Hann hélt þvínæst til Bandaríkjanna í framhaldsnám og lauk MS-prófi í stjarnvísindum frá Háskólanum í Maryland árið 2011 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2014. Doktorsverkefni sitt vann Kári í NASA Goddard Space Flight Center og hlaut til þess NASA Earth & Space Sciences-styrk. Fyrir doktorsverkefnið fékk hann viðurkenningu fyrir framúrskarandi rannsóknarverkefni. Árið 2014 hóf Kári störf hjá stjarneðlisfræðistofnun Max Planck í Þýskalandi sem Marie Curie-styrkþegi og stundaði þar rannsóknir í fjögur ár. Hann fluttist til Íslands árið 2018 þar sem hann hefur stöðu sérfræðings við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Frekara lesefni um sögu stjörnumyndunar:

Myndir:

...