Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 17 svör fundust

category-iconLandafræði

Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?

Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar). Í 18. aldar heimildum er getið um Írafel...

category-iconFélagsvísindi

Hvað hefur Ísland að bjóða umfram Írland sem skattaparadís fyrir erlend fyrirtæki?

Eins og kemur óbeint fram í spurningunni hefur Írland haslað sér völl hin síðari ár sem fjármálamiðstöð. Nokkurs konar skattafríhafnir voru stofnaðar við Shannon-flugvöll og höfnina í Dyflinni. Erlend fyrirtæki, sem vildu setjast þar að, þurftu ekki að greiða nema 10% tekjuskatt og nutu annarra ívilnana opinberra ...

category-iconLæknisfræði

Er óhætt að borða nautakjöt sem flutt er til Íslands frá Írlandi þótt kúariða herji á írskar kýr? Er óhætt að borða nautakjöt í Þýskalandi?

Ég tel að nánast engar líkur séu á því að þeim sem neyttu írska nautakjötsins verði meint af. Þá skoðun byggi ég á eftirfarandi atriðum: Kúariða er tiltölulega sjaldgæf á Írlandi. Á síðasta ári greindust þar aðeins um 150 tilfelli en í landinu eru 7,5 milljónir nautgripa. Ekkert smit hafði greinst í þeim hjörðu...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er leprechaun og hver er uppruni hans? Eiga sögur af honum einhverja stoð í raunveruleikanum?

Leprechaun er lítill karl af öðrum heimi í írskri þjóðtrú. Hann er einfari og gætir gjarnan falinna fjársjóða en stundum er þó talað um að hann geri álfum skó. Á myndinni, sem er frá um 1900, má sjá leprechaun telja gullið sitt. Þekktust er sagan af mennskum manni sem grípur leprechaun, heldur honum föstum í gr...

category-iconÞjóðfræði

Verður hrekkjavaka á Íslandi í ár?

Já, það verður örugglega hrekkjavaka á Íslandi í ár, að minnsta kosti hjá þeim sem halda upp á hana. Í seinni tíð hefur orðið æ algengara að Íslendingar haldi hrekkjavöku hátíðlega í anda Bandaríkjamanna. Það er ekki síst vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum. Algengt er að skólar og vinnustaðir f...

category-iconHugvísindi

Hvenær fundust Vestmannaeyjar og hver fann þær?

Í Landnámabók er meðal annars sagt frá því þegar Ingólfur Arnarson og Hjörleifur fóstbróðir hans fóru til Íslands þegar landið var óbyggt:Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða, og var þar þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum. Hjörleifur lét þar gera skála tvo, og er önnur tóftin átján faðma, en önnur nít...

category-iconLandafræði

Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga?

Ef spurt er um þjóð og vísbendingin sú að litir í þjóðfánanum séu rauður, hvítur og blár kemur ýmislegt til greina, en ekki víst að Holland lendi efst á blaði. Ef vísbendingin er hins vegar sú að þjóðin noti appelsínugulan lit við hin ýmsu tækifæri þá er trúlegt að margir giski á Holland. Á fánadögum sem tengja...

category-iconHugvísindi

Hvaða vitneskju höfðu erlendar þjóðir um Ísland fyrir landafundi norrænna manna?

Í hefðbundinni íslenskri sagnfræði er landnám Íslands talið hafa átt sér stað á árunum 870-930. Ljóst er að þekking um landið er eitthvað eldri, hefur hugsanlega orðið til um svipað leyti og skipakostur norrænna manna fór að batna stórum á 8. öld, jafnvel snemma á þeirri öld eða seint á 7. öld. Veruleg útþensla no...

category-iconHugvísindi

Hver var þessi Murphy sem lögmál Murphys er kennt við?

Hið svonefnda lögmál Murphys (e. Murphy's Law) hljóðar svona á ensku:If anything can go wrong, it will.Á íslensku er hefð fyrir því að þýða það eitthvað á þessa leið:Ef eitthvað getur farið úrskeiðis, mun það gera það. Nokkrar tilgátur er á kreiki um hvers vegna lögmál þetta var eignað manni að nafni Murphy og ei...

category-iconÞjóðfræði

Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Upphaflega var Allraheilagramessa haldin hátíðleg...

category-iconFélagsvísindi

Hversu útbreidd er álfatrúin um heiminn, í hvers kyns myndum sem hún kann að koma fram?

Til þess að svara þessari spurningu þarf að vera ljóst við hvað er átt með hugtakinu álfur. Ljóst er að álfar í fornnorræni trú, sérstaklega í eddukvæðunum, eru bæði ólíkir álfum sem koma fyrir í þjóðtrú Íslendinga í dag1 og álfum í íslenskum þjóðsögum. Einnig þarf að taka tillit til þess að nú á dögum tala margir...

category-iconHugvísindi

Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?

Þegar Íslendingar mynduðu sjálfstætt samfélag á miðöldum, það sem þeir kalla nú þjóðveldi, höfðu þeir ekki sérstakt tungumál. Sjálfir töldu þeir að tunga Norðurlandabúa (að frátöldum Finnum og Sömum) væri ein og kölluðu hana ýmist norrænu eða danska tungu. Á þessu svæði voru auðvitað talaðar margar ólíkar mállýsku...

category-iconÞjóðfræði

Er satt að það fylgi því hamingja að hengja skeifu fyrir ofan hurð? Getið þið útskýrt þessa goðsögn?

Elstu heimildir um að notaðar séu járnskeifur á hesta eru frá 5. öld. Á Norðurlöndum fóru menn þó ekki að járna hesta fyrr en snemma á 9. öld. Skeifur hafa lengi verið taldar lukkutákn og það þykir happafengur að finna skeifu á förnum vegi. Margir hafa fyrir sið að taka slíka skeifu með sér heim og hengja hana up...

category-iconStjórnmálafræði

Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka?

Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, hér eftir nefnt Bretland, samanstendur af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Breska þingið, sem staðsett er í Westminster-þinghúsinu í London, setur ríkinu lög og ákveður skatta og álögur. Þingið starfar í tveimur deildum og skiptist í neðri d...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjir tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni?

Heimsstyrjöldin fyrri hófst 28. júlí 1914 og henni lauk 11. nóvember 1918. Evrópa var meginvettvangur hernaðarátakanna en einnig var barist í Miðausturlöndum, Afríku, Austur-Asíu og á höfum úti. Tiltölulega fá ríki báru hitann og þungann af átökunum. (Sjá svar sama höfundar við spurningunni Hversu margir dóu í hei...

Fleiri niðurstöður