Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 264 svör fundust
Var hægt að lenda Curiosity hvar sem er á Mars, eða hvernig var lendingarstaðurinn ákveðinn?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Miklu mál...
Hvað éta apar?
Nú eru þekktar um 130 tegundir prímata og er fæða þeirra mjög fjölbreytt. Mismunandi tegundir éta ólíka fæðu og eins getur verið munur á fæðuvali innan sömu tegundar. Algengast er að fæða prímata komi úr plönturíkinu og eru nokkrar tegundir nær alfarið plöntuætur. Flestar tegundir éta þó einnig einhverja leyti ...
Hve mikið hækkar sjávarstaða við suðausturströnd Íslands á næstu 20 árum við bráðnun jökla á jörðinni?
Jöklar rýrna nú um allan heim vegna hlýnandi veðurfars. Leysingavatn rennur því í auknum mæli til hafs og vatnsmagn þess eykst. Auk þess vex rúmmál hafsins vegna þess að sjórinn þenst út þegar hann hlýnar. Hvorttveggja veldur því að sjávarborð rís. Í næsta nágrenni jöklanna ræðst sjávarstaðan hins vegar af samanlö...
Hvað getur þú sagt um frumlífsöld?
Í mörgum ritum er upphafs- og frumlífsöld nefnd í einu lagi forkambríum og nær það tímabil yfir 90% af jarðsögunni. Frumlífsöldin (proterozoic) er seinni hluti forkambríum og er talin hefjast fyrir um 2,5 milljörðum ára en vera lokið fyrir um 544 milljónum ára þegar fornlífsöld gekk í garð. Jarðfræðingar miða ...
Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?
Þann 15. desember árið 1966 lést Walt Disney af völdum krabbameins í lungum. Skömmu síðar komust á kreik sögusagnir um að hann hefði séð til þess að lík hans yrði fryst í þeirri von að hægt væri að endurlífga hann þegar læknavísindum hefði fleygt nógu mikið fram. Raunin er hins vegar allt önnur því lík Walts Disne...
Hvers konar fjall er Hunga Tonga og hvar er það?
Þann 15. janúar 2022 varð mikið sprengigos í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai í Suður-Kyrrahafi, um 65 km norður af Nuku‘alofa, höfuðborg eyríkisins Tonga. Hægt er að lesa meira um gosið sjálft í svari við spurningunni Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022? Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er stór...
Hvers konar bókmenntastefna er klassisismi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða bókmenntastefna tíðkaðist á tímum upplýsingarinnar? Upplýsingin var ekki eiginleg bókmenntastefna þó að áherslumál hennar birtust með ýmsum hætti í skáldskapnum. Mikið var lagt upp úr skynsemi og þekkingarleit en bókmenntir áttu líka að vekja ánægju. Svokallaður ...
Er breska afbrigðið af veirunni sem veldur COVID-19 hættulegt?
Öll spurningin var: Hvað er vitað um breska afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 og er það hættulegt?[1] Þann 14. desember 2020 lýsti Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, því yfir að nýtt afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 hefði fundist og að gögn bendi til þess að það smitist mun hraðar en eldri...
Eru villihestar til nú á dögum?
Svarið við þessari spurningu er einfaldlega já. Rétt er í upphafi að útskýra að til eru nokkrar tegundir af ættkvísinni Equus í heiminum, þeirra á meðal sebrahestar, asnar og auðvitað hesturinn (Equus caballus). Hjarðir hesta af hinni tömdu deilitegund, Equus caballus caballus, finnast víða villtar um heim....
Hvers vegna dó sverðkötturinn út?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Getið þið sagt mér sem flest um sverðköttinn og sýnt mér mynd? Hvað voru tennurnar í sverðkettinum stórar? Sverðkettir (Smilodon, e. sabertooth cat) eru meðal best þekktu ísaldardýranna og hafa steingerðar leifar þeirra fundist bæði í Ameríku og Evrópu. Í La Brea í Los...
Af hverju er maður lesblindur?
Skipta má lesblindu gróflega í tvo flokka: Áunna lesblindu (e. aquired dyslexia) og þroskafræðilega lesblindu (e. developmental dyslexia). Áunnin lesblinda Fólk sem áður var að fullu læst getur orðið fyrir heilaskaða sem leiðir til þess að það á í miklum vandræðum með lestur. Þetta kallast þá áunnin lesblind...
Hvað er sjávartengd ferðaþjónusta?
Sjávartengd ferðaþjónusta er ferðamennska á eða við sjó. Þessi tegund ferðamennsku er einkar mikilvæg eylöndum þar sem þau eru umlukin sjó og hafið hefur alltaf skipt miklu máli fyrir afkomu, samgöngur og menningu. Maðurinn hefur frá fornu fari leitað til hafs og strandar, ekki bara sér til lífsviðurværis, hel...
Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?
Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...
Hvernig hefur íslensk flóra breyst í grófum dráttum frá landnámi?
Í stuttu máli þá breyttust magnhlutföll tegunda í flóru landsins mikið fyrst eftir landnám. Tegundum fjölgaði verulega og eru um 70-80 tegundir orðnar ílendar í dag, sem ekki voru í landinu fyrir landnám. Um 250 tegundir til viðbótar hafa borist til landsins utan ræktunar, en ekki náð að ílendast varanlega. Ekki e...
Hvað er vitað um ævi skáldkonunnar Saffóar?
Í raun er afar lítið vitað með vissu um ævi Saffóar. Margt af því sem við teljum okkur vita byggir á því sem fram kemur í kvæðum hennar en deilt er um hversu áreiðanlegar sjálfsævisögulegar upplýsingar eru í fornum kveðskap. Það er að segja, þótt skáldið fullyrði eitthvað um sjálft sig eða gefi í skyn í kvæðum sín...