Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju verður rauðvín blátt þegar það blandast vatni?
Rauðvín hafa mismunandi blæ en einkennast öll af djúprauðum lit. Eins og vínáhugamenn vita kemur litur rauðvínsins úr hýði dökkra vínberja á meðan hvítvín eru unnin úr ljósum eða grænum vínberjum þar sem hýðið er að öllu jöfnu skilið frá. Það eru fjölmörg mismunandi litarefni í hýði berjanna, aðallega fenólefn...
Hvað er útvarpssjónauki og hvernig er hann notaður?
Á fjórða áratug tuttugustu aldar uppgötvaði bandaríski eðlisfræðingurinn Karl Jansky fyrir slysni að útvarpsbylgjur berast utan úr himingeimnum. Hluti útvarpsbylgnanna hafa sömu tíðni og ýmsar útvarpsstöðvar en þær eru daufar og að sjálfsögðu er þar ekkert að heyra annað en snark og suð. Til þess að geta numið útv...
Hver fann upp fiðluna?
Fiðlan er strengjahljóðfæri sem hefur fjóra strengi, g, d', a' og e'', með fimmundartónbilum á milli, en það þýðir að tíðnihlutfallið milli samliggjandi strengja er 3:2. Á fiðluboganum eru hrosshár og þegar boganum er strokið yfir strengina titra þeir og mynda tóna. Fiðlan hefur hæsta tónsviðið meðal strengjahljóð...
Hvernig er Reynisvatn myndað?
Stöðuvötn hér á landi hafa myndast með ýmsu móti. Í kennslubókum sínum lýsir Þorleifur Einarsson eftirfarandi myndunarháttum: Vötn sem fylla jökulsorfnar dældir eru algengust – kunnust eru Lögurinn í Fljótsdal og Skorradalsvatn, en einnig ýmis vötn í nágrenni Reykjavíkur eins og Rauðavatn. Jökulker eru dældir ef...
Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér?
Um 8.000 tegundir maura innan ættarinnar Formicidae hafa fundist á jörðinni. Maurar lifa um heim allan en langflestar tegundir eru í hitabeltinu, sérstaklega á regnskógasvæðunum. Allar maurategundir lifa í hópum eða nýlendum enda eru maurar svokölluð félagsskordýr. Samfélög þeirra eru vel skipulögð með skýrri verk...
Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist?
Ástæður þess að vöðvi rifnar geta verið margvíslegar en lang oftast gerist það þegar hann verður fyrir áverka eða snöggu ytra togi. Í íþróttum er einna algengast að vöðvi togni eða rifni í svokallaðri „eccentrískri“ vöðvavinnu en það er þegar vöðvinn lengist og hann vinnur á móti lengingunni (streitist á móti)...
Til hvers voru menn sendir til tunglsins?
Eftir umfangsmiklar kannanir á tunglinu á sjöunda áratugnum, sem meðal annars fólu í sér nákvæma kortlagningu yfirborðsins og fimm lendingar ómannaðra geimfara, sendu Bandaríkjamenn níu mönnuð geimför til tunglsins. Fyrsta mannaða geimfarið sem fór á braut um tunglið var Apollo 8., sem flaug í desember 1968, og va...
Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?
Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta no...
Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?
Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr kvæði eftir Benedikt Gröndal eldri í ljóðabók sem gefin var út 1833:ad hann brudli med óforstandi, ellegar vilji mata krók.Samb...
Er appelsínusafi óhollari en gos?
Hér verða bornir saman fjórir flokkar drykkja, 1) gosdrykkir og svaladrykkir, 2) ávaxtasafi, 3) svokallaður nektarsafi og 4) vatn. Gosdrykkir og svaladrykkir Til þessa flokks teljast allir sykraðir drykkir og sykurskertir drykkir en ekki hreinir ávaxtasafar. Gosdrykkir eru yfirleitt samsettir úr vatni ...
Eru strákar algengari en stelpur?
Svarið er já, strákar eru algengari en stelpur. Ástæðan er auðvitað sú, að fleiri strákar en stelpur fæðast. 'Hvers vegna fæðast fleiri strákar en stelpur?' er þá næsta spurning og öllu erfiðari. Fjölmargir vísindamenn og fræðimenn hafa velt þeirri spurningu fyrir sér. Segja má, að enn sé svar við þeirri spurning...
Er sólin stærri en tunglið?
Sólin er mun stærri en tunglið en þrátt fyrir það virðast sól og tungl oft vera jafnstór. Til dæmis getur orðið sólmyrkvi þegar tunglið gengur á milli jarðar og sólar en til þess að almyrkvi á sól verði þarf tunglið að ganga alveg fyrir sólina. Þannig sýnist okkur sól og tungl vera um það bil jafnstór þegar við ho...
Menga eldfjöll meira en menn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er það rétt að eldgos losi meira af gróðurhúsalofttegundum en menn og hversu mikið hefur losnað í gosinu í Holuhrauni? Þær loftegundir í lofthjúp jarðar sem gleypa varmageisla frá jörðu kallast gróðurhúsaloftegundir vegna þeirra áhrifa sem þær hafa. Ásamt vatnsgufu ...
Hver fann upp sjónaukann?
Uppfinning sjónaukans er eignuð Hollendingi, sem samkvæmt opinberum hollenskum skjölum bar nafnið Hans Lipperhey (1570-1619) og bjó hann lengst af í Middelburg, höfuðstað Zeelands. Vitað er að hann var aðfluttur frá borginni Wesel í Þýskalandi, sem liggur við ána Rín. Vatnaleiðin á milli þessara borga er um 250 k...
Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?
Lengi vel var talið að tvær fílategundir væru í heiminum í dag, afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) og Asíufíllinn (Elephas maximus). Nú álíta fræðimenn hins vegar að skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis), sem lifir í Afríku og áður var talinn deilitegund gresjufílsins, sé sérstök tegund. ...